Jól —Grein eftir Guðbrand Jónsson prófessor í bókinni Gyðingurinn gangandi, Rvík. 1934
Jólin eru nú á dögum að jafnaði tvíheilög hér á landi, en geta þó, ef aðfangadag eða þriðja dag jóla ber upp á sunnudag, orðið þríheilög. Þetta er reyndar mjög fágætt:
Sjaldan eru brandajól,
eins og þar stendur.
Til forna var það svo hér á landi, að hátíðin hófst á miðnætti á jólanótt, en aðfangadagurinn, eða réttara sagt aðfangadagskvöldið, var Kristsvaka; það var nefnilega svo um ýmsar hæstu hátíðir, að nokkurs konar undirbúningshátíð, - vakan - var höfð kvöldið áður. Í öllum kaþólskum löndum hefjast jólin enn með sama hætti, en því er af hagkvæmnisástæðum hætt nú í hinni íslensku þjóðkirkju og ýmsum öðrum kirkjum mótmælenda og hefjast jólin síðari part aðfangadags hér á landi, eins og allir vita. Til forna hófust jólin hér með miðnæturmessu á jólanótt, en rúmheilagt var þangað til, og svo er enn í kaþólskum löndum. Nú hefjast jólin hér með aftansöng á aðfangadagskvöld og er sú guðsþjónusta því hvort tveggja í senn, leifar hinnar fornu miðnæturmessu á jólanótt og tíðarsöngsins á hinni fornu Kristsvöku. Hér á landi hefst nú jólagleðskapurinn allur á aðfangadagskvöld, en til forna og í kaþólskum löndum hefst hann á jóladaginn og aðalgleðin er á jóladagskvöld. Minjar þessa skipulags sér enn í þjóðsögum vorum, í æfintýrum um hætturnar, sem vofðu yfir þeim, er heima varð á jólanótt að gæta bæjar, og í því, að vér hér á landi enn köllum aðfangadagskvöldið jólanótt.
Skulu hér nú notaðar fáeinar blaðsíður til þess að athuga nokkuð uppruna jólanna og ýmsa siu, sem þeim eru samfara úti í löndum; þeir eru ýmsir einkennilegir, og má finna áhrif sumra þeirra hér á landi, þó oft sé í litlu.
Þegar ég var strákur, var mér kend jólaræða, sem átti að vera eftir alkunnan hérlendan pokaprest, en enga ábyrgð tek ég á því. Hún er harla lítið háfleyg eða uppbyggileg, eins og reyndar ekki heldur stóð til, og hún er svona: „Jólakvöld í kvöld, ljós í hverju húsi, ljós um allan heiminn, hangikjöt á borðum, börn að borða lummur. Amen.“ Svo mörg voru þau orð., en þó ómerkileg séu, hafa þau að geyma, að vísu mjög snubbótta og tilkomulitla, en hins vegar fullkomlega greinilega lýsingu á eðli jólahátíðarinnar eins og hún er nú hér á landi. Jólin eru hátíð ljósa og uppljómunar; þau eru hátíð að minnsta kosti ofáts, ef ekki ofdrykkju, og þau eru hátíð barnanna, þar sem þeim er gert allt til geðs og gleði eftir föngum. En enda þótt svo sé talið, að jólin séu fæðingarhátíð Jesú Krists, þá ber sáralítið á því í borgaralegu lífi hér norður frá, að þess gæti, og það er jafnt hér sem annars staðar, að jólin eru almenn gleði- og gaman-hátíð.
Ef menn virða fyrir sér kirkjuárið, sjá menn, að hinar stóru hátíðir, sem kirkjan heldur til minningar um helstu atriðin í lífi Krists, standa nokkuð skynsamlega af sér, t.d. jólin við boðunardag Maríu, svo að þar ætti að geta verið um sögulega rétta daga að ræða. Aftur á móti virðast þær hátíðir, sem reika til eftir því, hvernig á tungli stendur eftir vorjafndægur, vera settar með eitthvað annað fyrir augum heldur en það, að hátíðirnar beri upp á sögulega rétta daga. Það hlýtur því að vakna hjá manni efi á sögulegu rétthermi kirkjuársins í heild sinni, enda er það að vonum. það er nefnilega óhrekjandi sannleikur, að hátíðirnar ber ekki upp á sögulega rétta daga.
Fyrir nokkrum áratugum lifði merkur maður í Danmörku, sem hét Dr. Pingel, og var hann fræðimaður og stjórnmálamaður, en afar skrítinn í öllum háttum og sérvitur. Einu sinni hafði hann bústaðaskipti og nokkru seinna heimsótti einn kunningi hans hann í nýja bústaðnum. Varð honum sérstaklega starsýnt á það, hvernir myndirnar höfðu verið hengdar upp á veggina, því að það var engu líkara en að brjálaður maður hefði gert það. Kunninginn spurði Dr. Pingel þá að því, eftir hvaða principi - hvaða meginreglu - hann hefði hengt upp hjá sér myndirnar. Dr. Pingel þagði um stund og ansaði svo: „Efter de forhaandenværende Söms Princip“ - eftir meginreglu naglanna, sem fyrir voru. Nokkuð líkt má segja um hátíðir kristinnar kirkju, að þær hafi að miklu leyti verið settar eftir meginreglu hátíðanna, sem fyrir voru í heiðni. Þetta var ógnareðlilegt, því það var nóg sem á milli bar, þó ekki væri farið að kýta um jafnómerkilega hluti í sjálfu sér, sem það, hvenær einhvers atburðar væri minnst. Þetta kom ekki síðar fram, þar sem mættist norræn menning við kristnina heldur en suðræn. Páskarnir stóðust á við hátíðir Romverja á jafndægrum, sem og komu heim við hátíðir Gyðinga og yfirhöfuð austurlandamanna um sama leyti. Á Norðurlöndum mættust skýrar en á Suðurlöndum andstæðingurnar tvær, sumar og vetur; hér hlaut hásumar eða miðsumar að vera sérstaklega fast í mönnum og kirkjan tengdi þá hugmynd við hátíð Jóhannesar skírara - Jónsmessu. Þegar kristnin kom norður eftir, voru menn hér ásatrúar, svo sem kunnugt er, og var Þór hinn sterki tignaður hvað mest allra goða, sem var í góðu samræmi við þann rifbaldaanda, sem þá ríkti. Það var því ekki nema að vonum, að reynt væri að brúa á milli hins heiðna og kristna siðar, og var Mikjáll, hinn sterki höfuðengill, látinn leysa Þór af hólmi, og telja Norðmenn, að víðast hvar, þar sem Þórshof hafi verið hjá þeim, hafi í kristni risið upp Mikjálskirkjur.
Það er talið svo, að Kristur muni vera fæddur um vortíma, einhvern tíma í apríl eða þar um bil, og er það ályktað af því, að í guðspjöllunum segir, að hirðar hafi þá rekið út fé sitt og beitt því. Er kristni barst til Rómar, var þar fyrir í heiðnum sið nýárshátíðin, sem kennd var við goðið Saturnus, goð útsæðis og tíma og kölluð var Saturnalía. Létu kristnir menn jólin renna inn í far þeirrar hátíðar, en hún var haldin frá 17. - 23. december. Siðir þeirrar hátíðar héldust í kristni og hafa haldist fram á þennan dag, bæði hér og annars staðar. Þá settust þrælar og húsbændur til borðs saman, eins og enn í dag gera húsbændur og hjú, og menn skiftust á gjöfum og voru það sérstaklega vaxkerti, og eru þaðan komnar jólagjafirnar og jólakertin. Þess skal þó til fróðleiks getið, að ekki lentu jólin þegar í stað, þar sem þau eru nú, heldur var fæðingarhátíð Krists fram á 4. öld haldin á þeim degi, sem nú er kallaður þrettándi, og sér þess enn stað í öllum kristnum sið. Í rómverskum sið sér það á því, að þrettándinn er að kirkjumetum skör hærri en jólin sjálf, svo að ekki eru aðrar hátíðir hærri nema páskar og hvítasunna, en í öllum kristnum löndum á því, að jólin eru látin standa yfir fram til þrettánda, þar sem annars til forna var látið duga, að hæstu hátíðir stæðu 8 daga. Það hefur svo ennfremur orðið til þess, að því er rómverskan sið snertir hér á landi, og líklega alls staðar, þó að ég hafi ekki gengið úr skugga um það, að þrettándinn, sem er átta daga hátíð, lenti inn í jólahaldið, og lenti þá að vonum áttadagahald þrettándans inn í jólahaldið líka, enda er geisladagur, en svo hét áttidagur þrettánda, í fornum íslenskum rímtölum nefndur affaradagur jóla. Hér hefur jólahátíðin því í raun og veru staðið í 20 daga.
Þegar kristni kom hér á Norðurlönd, voru engin vandræði að koma jólunum í samræmi við fornt hald, því að auðvitað var, að hér norður frá, ekki síst á Íslandi, þar sem skammdegið var konungur mikils hluta ársins, hlaut það að vera mönnum mikil gleði, er lengja tók daginn eftir sólstöður. Það var því ekki nema að vonum, að hinir heiðnu forfeður vorir höfðu af því tilefni haft miðsvetrarblót, sem þeir kölluðu jól. Rann hin kristna hátíð viðstöðulaust inn í reipi blótsins og tók nafn þess - jól - sem hún heldur enn. Því verður og ekki heldur neitað, að það er hið fegursta samræmi milli hinnar heiðnu og kristnu hátíðar, þar sem önnur fagnar ljósi sólar og lengds dags, en hin Kristi, hinu mikla ljósi heimsins.
Um jólahátíðina er þess enn að geta, að hún var víðast hvar, nema í Rómi, jafnframt nýárshátíð, og var jóladagur fyrsti dagur hins nýja árs, enda mun svo hafa verið hér fram yfir siðaskiftin. Í Róm var nýárshátíðin lengi vel 1. janúar, en eftir daga Karls keisara mikla taldi að minnsta kosti páfinn í dagsetningum árið hefjast á boðunardag Maríu eða 25. mars, og hefur það haldist á páfagarði fram til 1907. Annars var ársbyrjunin á fyrri öldum mjög svo á reiki, og var jafnvel ekki haldin eins á sama stað frá ári til árs. Svo hefur og verið hér á landi, t.d. telur svo nefndur Gottskalksannáll, sem kenndur er við síra Gottskálk Jónsson í Glaumbæ, árið 1566 hefjast á laugardag fyrir páska að kvöldi, á svonefndri páskavöku, og svo er um flest ár þar á eftir, í þeim annál.
Sá jólasiður, sem mest ber á nú á dögum, er að hafa svonefnt jólatré - grenitré - í húsum sínum og prýða það logandi kertum. Það eru allólíkar skýringar á uppruna þess, en þó sýnast renna nokkuð svipaðar stoðir undir þær. Sumir vilja telja það framhald af ljósaganginum á Saturnshátíð Rómverja, því að þá voru kveikt ljós úti á víðavangi. Þetta virðist þó ekki beinlínis geta verið rétt, því að fyrst framan af, er sögur fara af jólatrénu, þekkist það ekki nema á Norður-Þýskalandi, en ekki á Ítalíu, sem þó hefur allra landa best haldið í forna kristna siðu. Jólatréð hefur að vísu smám saman breiðst út svo, að nú er það notað um allan hinn kristna heim, en það var fyrst á öldinni sem leið, að það varð. Aðrir hafa sett það í samband við það tré, sem tíðkaðist að setja niður á sumardaginn fyrsta á Norðurlöndum og víðar, og sem kallað var maítré, en það er þó ekki sérlega líklegt, því að það var varla neitt sameiginlegt, nema að nota tré.
Í Svíþjóð er siður að leggja heljarmikinn trédrumb á arininn á jólanótt og er hann kalaður „julbrasa“; sami siður helst einnig á nokkrum stöðum á Bretlandi og heitir drumburinn þar „yuleblock“ eða „yuleclog“. Siður þessi er og til víða í Evrópu, í Króatíu, í Júgóslavíu og í Dalmatíu vestan Adríahafsins. Enn fremeur þekkist siðurinn á Þýskalandi, í Albaníu og á Frakklandi, en á Norður-Ítalíu er siður að láta heilan tréstofn á eldinn. Á Frakklandi er drumburinn kallaður „souche de noël“ og á að leggja hann á arininn skömmu fyrir miðnætti á jólanótt, en sumstaðar þar í landi er hann kallaður „tréfué“. Svo var til ætlast, að drumburinn væri nóg eldsneyti um jóladagana þrjá og er talið, að nafnið „tréfué“ í samræmi við það sé dregið af „trois feux“ - þrír eldar. Fram til þess, að kristinréttur Árna biskups gekk í gildi hér, voru jóladagar, samkvæmt kristinna laga þætti Grágásar, fjórir hér á landi, en eftir það ekki nema þrír. Var að fornum lögum íslenskum bannað að vinna jóladagana alla, nema nokkur tiltekin verk, og voru aðföng ekki meðal þeirra. Því var það, að alla aðdrætti varð að hafa dagana fyrir jól og dregur aðfangadagurinn nafn af því. Auðvitað varð að draga að eldivið, sem nægði til jóladaganna og er jóladrumburinn, sem leggja átti á arininn á miðnætti á jólanótt og loga átti í þrjá daga, eða um jóladagana, slík eldiviðarföng. Mun jólatréð að líkindum vera leifar að slíkum eldiviðaraðdrætti, sem síðan, fyrir breytta hætti og þarfir, hefur snúist upp í jólatré vorra daga og bætt á sig jólaskrautinu frá Saturnshátíð Rómverja.
Það má geta þess hér, að Bretar nota grös um jólahátíðina á einkennilegan hátt. Þeir prýða hús sín með svokölluðum Kristsþyrni og hengja mistilteinung í mitt loft stofunnar, þar sem jólagleðin er haldin, en öllum er heimilt að kyssa hvern þann karl eða konu, sem staðnæmist undir mistilteininum og er sagt, að piparmeyjar og aðrar konur, sem komnar eru yfir lögaldur sakamanna, láti sér verða það óspart á, að staðnæmast þar, ef einhver skyldi vilja grípa gæsina, meðan hún gæfist.
Hið fræga enska skáld Charles Dickens lýsir þessari athöfn í einu ágætasta riti sínu „Eftirlátin skjöl Pickwickklúbbsins“. Dickens er öllum kunnugur og er til eftir hann á íslensku hin nafnkunna saga „Oliver Twist“, en nýverið hefur að öllu samanlögðu besta saga hans, „David Copperfield“, birst á íslensku; þar er þó sá galli á gjöf Njarðar, að það er ekki nema útdráttur og endursögn ætluð börnum, svo að það er ekki nema svipur hjá sjón. Ég ætla að setja hér þennan kafla úr skjölum Pickwickklúbbsins.
Mr. Pickwick og þremur ungum vinum hans, Mr. Winkle, Mr. Snodgras og Mr. Tupman hefur verið boðið í jólaveislu hjá óðalsbónda einum, Mr. Wardle, sem býr á Manor Farm í Dingley Dell og er hann kominn þangað með þjóni sínum, Sam Weller, sem vegna glettni sinnar er orðinn ein nafntogaðasta persóna heimsbókmenntana. Er þar saman komin fjöslkylda Wardles, þar á meðal gömul og stein-heyrnarlaus móðir hans, sem alltaf er að vitna í, hvernig allt hafi verið á dögum lafði Tollimglower, og urmull af soltnum fændum, svo og allir heimamenn hans, en í þeirra hópi er óhemjulega feitur strákur, sem ekkert gerir nema éta og sofa;; jólagleðin fer fram í eldhúsinu.
„Í þessum svifum var Wardle gamli með eigin hendi búinn að hengja stóran mistilteinung í mitt loftið, og þessi mistilteinungur olli óðara almennum og mjög þægilegum þrengslum. Í miðri ösinni tók herra Pickwick í hönd gömlu konunni með slíkri hæversku, að það hefði meira en sómt niði lafði Tollimglower, og teymdi hana inn undir hinn dularfulla teinung, og þar kyssti hann hana með mestu kurt og pí. Gamla konan tók þessari kurteisi með allri þeirri hæversku, sem svona merkilegri og alvarlegri athöfn hæfði, en yngra kvenfólkið sem annað hvort ekki var setið af jafnhjátrúarfullri virðingu fyrir fornum siðum, eða leit svo á, að gildi kossa hækkaði allríflega í verði, ef nokkuð væri fyrir því haft að hreppa þá, það tísti og barðist um á hæli og hnakka og hljóp út í horn og hafði öll undanbrögð í frammi, nema það eitt að hlaupa út úr eldhísinu.
... ENN Í VINNSLU
Jólin eru nú á dögum að jafnaði tvíheilög hér á landi, en geta þó, ef aðfangadag eða þriðja dag jóla ber upp á sunnudag, orðið þríheilög. Þetta er reyndar mjög fágætt:
Sjaldan eru brandajól,
eins og þar stendur.
Til forna var það svo hér á landi, að hátíðin hófst á miðnætti á jólanótt, en aðfangadagurinn, eða réttara sagt aðfangadagskvöldið, var Kristsvaka; það var nefnilega svo um ýmsar hæstu hátíðir, að nokkurs konar undirbúningshátíð, - vakan - var höfð kvöldið áður. Í öllum kaþólskum löndum hefjast jólin enn með sama hætti, en því er af hagkvæmnisástæðum hætt nú í hinni íslensku þjóðkirkju og ýmsum öðrum kirkjum mótmælenda og hefjast jólin síðari part aðfangadags hér á landi, eins og allir vita. Til forna hófust jólin hér með miðnæturmessu á jólanótt, en rúmheilagt var þangað til, og svo er enn í kaþólskum löndum. Nú hefjast jólin hér með aftansöng á aðfangadagskvöld og er sú guðsþjónusta því hvort tveggja í senn, leifar hinnar fornu miðnæturmessu á jólanótt og tíðarsöngsins á hinni fornu Kristsvöku. Hér á landi hefst nú jólagleðskapurinn allur á aðfangadagskvöld, en til forna og í kaþólskum löndum hefst hann á jóladaginn og aðalgleðin er á jóladagskvöld. Minjar þessa skipulags sér enn í þjóðsögum vorum, í æfintýrum um hætturnar, sem vofðu yfir þeim, er heima varð á jólanótt að gæta bæjar, og í því, að vér hér á landi enn köllum aðfangadagskvöldið jólanótt.
Skulu hér nú notaðar fáeinar blaðsíður til þess að athuga nokkuð uppruna jólanna og ýmsa siu, sem þeim eru samfara úti í löndum; þeir eru ýmsir einkennilegir, og má finna áhrif sumra þeirra hér á landi, þó oft sé í litlu.
Þegar ég var strákur, var mér kend jólaræða, sem átti að vera eftir alkunnan hérlendan pokaprest, en enga ábyrgð tek ég á því. Hún er harla lítið háfleyg eða uppbyggileg, eins og reyndar ekki heldur stóð til, og hún er svona: „Jólakvöld í kvöld, ljós í hverju húsi, ljós um allan heiminn, hangikjöt á borðum, börn að borða lummur. Amen.“ Svo mörg voru þau orð., en þó ómerkileg séu, hafa þau að geyma, að vísu mjög snubbótta og tilkomulitla, en hins vegar fullkomlega greinilega lýsingu á eðli jólahátíðarinnar eins og hún er nú hér á landi. Jólin eru hátíð ljósa og uppljómunar; þau eru hátíð að minnsta kosti ofáts, ef ekki ofdrykkju, og þau eru hátíð barnanna, þar sem þeim er gert allt til geðs og gleði eftir föngum. En enda þótt svo sé talið, að jólin séu fæðingarhátíð Jesú Krists, þá ber sáralítið á því í borgaralegu lífi hér norður frá, að þess gæti, og það er jafnt hér sem annars staðar, að jólin eru almenn gleði- og gaman-hátíð.
Ef menn virða fyrir sér kirkjuárið, sjá menn, að hinar stóru hátíðir, sem kirkjan heldur til minningar um helstu atriðin í lífi Krists, standa nokkuð skynsamlega af sér, t.d. jólin við boðunardag Maríu, svo að þar ætti að geta verið um sögulega rétta daga að ræða. Aftur á móti virðast þær hátíðir, sem reika til eftir því, hvernig á tungli stendur eftir vorjafndægur, vera settar með eitthvað annað fyrir augum heldur en það, að hátíðirnar beri upp á sögulega rétta daga. Það hlýtur því að vakna hjá manni efi á sögulegu rétthermi kirkjuársins í heild sinni, enda er það að vonum. það er nefnilega óhrekjandi sannleikur, að hátíðirnar ber ekki upp á sögulega rétta daga.
Fyrir nokkrum áratugum lifði merkur maður í Danmörku, sem hét Dr. Pingel, og var hann fræðimaður og stjórnmálamaður, en afar skrítinn í öllum háttum og sérvitur. Einu sinni hafði hann bústaðaskipti og nokkru seinna heimsótti einn kunningi hans hann í nýja bústaðnum. Varð honum sérstaklega starsýnt á það, hvernir myndirnar höfðu verið hengdar upp á veggina, því að það var engu líkara en að brjálaður maður hefði gert það. Kunninginn spurði Dr. Pingel þá að því, eftir hvaða principi - hvaða meginreglu - hann hefði hengt upp hjá sér myndirnar. Dr. Pingel þagði um stund og ansaði svo: „Efter de forhaandenværende Söms Princip“ - eftir meginreglu naglanna, sem fyrir voru. Nokkuð líkt má segja um hátíðir kristinnar kirkju, að þær hafi að miklu leyti verið settar eftir meginreglu hátíðanna, sem fyrir voru í heiðni. Þetta var ógnareðlilegt, því það var nóg sem á milli bar, þó ekki væri farið að kýta um jafnómerkilega hluti í sjálfu sér, sem það, hvenær einhvers atburðar væri minnst. Þetta kom ekki síðar fram, þar sem mættist norræn menning við kristnina heldur en suðræn. Páskarnir stóðust á við hátíðir Romverja á jafndægrum, sem og komu heim við hátíðir Gyðinga og yfirhöfuð austurlandamanna um sama leyti. Á Norðurlöndum mættust skýrar en á Suðurlöndum andstæðingurnar tvær, sumar og vetur; hér hlaut hásumar eða miðsumar að vera sérstaklega fast í mönnum og kirkjan tengdi þá hugmynd við hátíð Jóhannesar skírara - Jónsmessu. Þegar kristnin kom norður eftir, voru menn hér ásatrúar, svo sem kunnugt er, og var Þór hinn sterki tignaður hvað mest allra goða, sem var í góðu samræmi við þann rifbaldaanda, sem þá ríkti. Það var því ekki nema að vonum, að reynt væri að brúa á milli hins heiðna og kristna siðar, og var Mikjáll, hinn sterki höfuðengill, látinn leysa Þór af hólmi, og telja Norðmenn, að víðast hvar, þar sem Þórshof hafi verið hjá þeim, hafi í kristni risið upp Mikjálskirkjur.
Það er talið svo, að Kristur muni vera fæddur um vortíma, einhvern tíma í apríl eða þar um bil, og er það ályktað af því, að í guðspjöllunum segir, að hirðar hafi þá rekið út fé sitt og beitt því. Er kristni barst til Rómar, var þar fyrir í heiðnum sið nýárshátíðin, sem kennd var við goðið Saturnus, goð útsæðis og tíma og kölluð var Saturnalía. Létu kristnir menn jólin renna inn í far þeirrar hátíðar, en hún var haldin frá 17. - 23. december. Siðir þeirrar hátíðar héldust í kristni og hafa haldist fram á þennan dag, bæði hér og annars staðar. Þá settust þrælar og húsbændur til borðs saman, eins og enn í dag gera húsbændur og hjú, og menn skiftust á gjöfum og voru það sérstaklega vaxkerti, og eru þaðan komnar jólagjafirnar og jólakertin. Þess skal þó til fróðleiks getið, að ekki lentu jólin þegar í stað, þar sem þau eru nú, heldur var fæðingarhátíð Krists fram á 4. öld haldin á þeim degi, sem nú er kallaður þrettándi, og sér þess enn stað í öllum kristnum sið. Í rómverskum sið sér það á því, að þrettándinn er að kirkjumetum skör hærri en jólin sjálf, svo að ekki eru aðrar hátíðir hærri nema páskar og hvítasunna, en í öllum kristnum löndum á því, að jólin eru látin standa yfir fram til þrettánda, þar sem annars til forna var látið duga, að hæstu hátíðir stæðu 8 daga. Það hefur svo ennfremur orðið til þess, að því er rómverskan sið snertir hér á landi, og líklega alls staðar, þó að ég hafi ekki gengið úr skugga um það, að þrettándinn, sem er átta daga hátíð, lenti inn í jólahaldið, og lenti þá að vonum áttadagahald þrettándans inn í jólahaldið líka, enda er geisladagur, en svo hét áttidagur þrettánda, í fornum íslenskum rímtölum nefndur affaradagur jóla. Hér hefur jólahátíðin því í raun og veru staðið í 20 daga.
Þegar kristni kom hér á Norðurlönd, voru engin vandræði að koma jólunum í samræmi við fornt hald, því að auðvitað var, að hér norður frá, ekki síst á Íslandi, þar sem skammdegið var konungur mikils hluta ársins, hlaut það að vera mönnum mikil gleði, er lengja tók daginn eftir sólstöður. Það var því ekki nema að vonum, að hinir heiðnu forfeður vorir höfðu af því tilefni haft miðsvetrarblót, sem þeir kölluðu jól. Rann hin kristna hátíð viðstöðulaust inn í reipi blótsins og tók nafn þess - jól - sem hún heldur enn. Því verður og ekki heldur neitað, að það er hið fegursta samræmi milli hinnar heiðnu og kristnu hátíðar, þar sem önnur fagnar ljósi sólar og lengds dags, en hin Kristi, hinu mikla ljósi heimsins.
Um jólahátíðina er þess enn að geta, að hún var víðast hvar, nema í Rómi, jafnframt nýárshátíð, og var jóladagur fyrsti dagur hins nýja árs, enda mun svo hafa verið hér fram yfir siðaskiftin. Í Róm var nýárshátíðin lengi vel 1. janúar, en eftir daga Karls keisara mikla taldi að minnsta kosti páfinn í dagsetningum árið hefjast á boðunardag Maríu eða 25. mars, og hefur það haldist á páfagarði fram til 1907. Annars var ársbyrjunin á fyrri öldum mjög svo á reiki, og var jafnvel ekki haldin eins á sama stað frá ári til árs. Svo hefur og verið hér á landi, t.d. telur svo nefndur Gottskalksannáll, sem kenndur er við síra Gottskálk Jónsson í Glaumbæ, árið 1566 hefjast á laugardag fyrir páska að kvöldi, á svonefndri páskavöku, og svo er um flest ár þar á eftir, í þeim annál.
Sá jólasiður, sem mest ber á nú á dögum, er að hafa svonefnt jólatré - grenitré - í húsum sínum og prýða það logandi kertum. Það eru allólíkar skýringar á uppruna þess, en þó sýnast renna nokkuð svipaðar stoðir undir þær. Sumir vilja telja það framhald af ljósaganginum á Saturnshátíð Rómverja, því að þá voru kveikt ljós úti á víðavangi. Þetta virðist þó ekki beinlínis geta verið rétt, því að fyrst framan af, er sögur fara af jólatrénu, þekkist það ekki nema á Norður-Þýskalandi, en ekki á Ítalíu, sem þó hefur allra landa best haldið í forna kristna siðu. Jólatréð hefur að vísu smám saman breiðst út svo, að nú er það notað um allan hinn kristna heim, en það var fyrst á öldinni sem leið, að það varð. Aðrir hafa sett það í samband við það tré, sem tíðkaðist að setja niður á sumardaginn fyrsta á Norðurlöndum og víðar, og sem kallað var maítré, en það er þó ekki sérlega líklegt, því að það var varla neitt sameiginlegt, nema að nota tré.
Í Svíþjóð er siður að leggja heljarmikinn trédrumb á arininn á jólanótt og er hann kalaður „julbrasa“; sami siður helst einnig á nokkrum stöðum á Bretlandi og heitir drumburinn þar „yuleblock“ eða „yuleclog“. Siður þessi er og til víða í Evrópu, í Króatíu, í Júgóslavíu og í Dalmatíu vestan Adríahafsins. Enn fremeur þekkist siðurinn á Þýskalandi, í Albaníu og á Frakklandi, en á Norður-Ítalíu er siður að láta heilan tréstofn á eldinn. Á Frakklandi er drumburinn kallaður „souche de noël“ og á að leggja hann á arininn skömmu fyrir miðnætti á jólanótt, en sumstaðar þar í landi er hann kallaður „tréfué“. Svo var til ætlast, að drumburinn væri nóg eldsneyti um jóladagana þrjá og er talið, að nafnið „tréfué“ í samræmi við það sé dregið af „trois feux“ - þrír eldar. Fram til þess, að kristinréttur Árna biskups gekk í gildi hér, voru jóladagar, samkvæmt kristinna laga þætti Grágásar, fjórir hér á landi, en eftir það ekki nema þrír. Var að fornum lögum íslenskum bannað að vinna jóladagana alla, nema nokkur tiltekin verk, og voru aðföng ekki meðal þeirra. Því var það, að alla aðdrætti varð að hafa dagana fyrir jól og dregur aðfangadagurinn nafn af því. Auðvitað varð að draga að eldivið, sem nægði til jóladaganna og er jóladrumburinn, sem leggja átti á arininn á miðnætti á jólanótt og loga átti í þrjá daga, eða um jóladagana, slík eldiviðarföng. Mun jólatréð að líkindum vera leifar að slíkum eldiviðaraðdrætti, sem síðan, fyrir breytta hætti og þarfir, hefur snúist upp í jólatré vorra daga og bætt á sig jólaskrautinu frá Saturnshátíð Rómverja.
Það má geta þess hér, að Bretar nota grös um jólahátíðina á einkennilegan hátt. Þeir prýða hús sín með svokölluðum Kristsþyrni og hengja mistilteinung í mitt loft stofunnar, þar sem jólagleðin er haldin, en öllum er heimilt að kyssa hvern þann karl eða konu, sem staðnæmist undir mistilteininum og er sagt, að piparmeyjar og aðrar konur, sem komnar eru yfir lögaldur sakamanna, láti sér verða það óspart á, að staðnæmast þar, ef einhver skyldi vilja grípa gæsina, meðan hún gæfist.
Hið fræga enska skáld Charles Dickens lýsir þessari athöfn í einu ágætasta riti sínu „Eftirlátin skjöl Pickwickklúbbsins“. Dickens er öllum kunnugur og er til eftir hann á íslensku hin nafnkunna saga „Oliver Twist“, en nýverið hefur að öllu samanlögðu besta saga hans, „David Copperfield“, birst á íslensku; þar er þó sá galli á gjöf Njarðar, að það er ekki nema útdráttur og endursögn ætluð börnum, svo að það er ekki nema svipur hjá sjón. Ég ætla að setja hér þennan kafla úr skjölum Pickwickklúbbsins.
Mr. Pickwick og þremur ungum vinum hans, Mr. Winkle, Mr. Snodgras og Mr. Tupman hefur verið boðið í jólaveislu hjá óðalsbónda einum, Mr. Wardle, sem býr á Manor Farm í Dingley Dell og er hann kominn þangað með þjóni sínum, Sam Weller, sem vegna glettni sinnar er orðinn ein nafntogaðasta persóna heimsbókmenntana. Er þar saman komin fjöslkylda Wardles, þar á meðal gömul og stein-heyrnarlaus móðir hans, sem alltaf er að vitna í, hvernig allt hafi verið á dögum lafði Tollimglower, og urmull af soltnum fændum, svo og allir heimamenn hans, en í þeirra hópi er óhemjulega feitur strákur, sem ekkert gerir nema éta og sofa;; jólagleðin fer fram í eldhúsinu.
„Í þessum svifum var Wardle gamli með eigin hendi búinn að hengja stóran mistilteinung í mitt loftið, og þessi mistilteinungur olli óðara almennum og mjög þægilegum þrengslum. Í miðri ösinni tók herra Pickwick í hönd gömlu konunni með slíkri hæversku, að það hefði meira en sómt niði lafði Tollimglower, og teymdi hana inn undir hinn dularfulla teinung, og þar kyssti hann hana með mestu kurt og pí. Gamla konan tók þessari kurteisi með allri þeirri hæversku, sem svona merkilegri og alvarlegri athöfn hæfði, en yngra kvenfólkið sem annað hvort ekki var setið af jafnhjátrúarfullri virðingu fyrir fornum siðum, eða leit svo á, að gildi kossa hækkaði allríflega í verði, ef nokkuð væri fyrir því haft að hreppa þá, það tísti og barðist um á hæli og hnakka og hljóp út í horn og hafði öll undanbrögð í frammi, nema það eitt að hlaupa út úr eldhísinu.
... ENN Í VINNSLU