Prestar, kirkjur og prestssetur í Borgarfirði
I.
Aðalheimildir um þetta efni eru sóttar í Prestatal og prófasta eftir séra Svein Níelsson, prófast á Staðastað, aðra útgáfu, endurskoðaða af Birni prófessor Magnússyni. Auk þess má nefna íslenzkar æviskrár dr. Páls Eggerts Ólafssonar, Úr byggðum Borgarfjarðar eftir Kristleif fræðimann Þorsteinsson á Stóra-Kroppi og Guðfræðingatal Björns Magnússonar. - Eins og sjá má, er þetta eingöngu samantekt, en ekki sagnfræði.
Fyrri útgáfa af Prestatali séra Sveins kom út í Kaupmannahöfn 1869 á vegum Hins íslenzka Bókmenntafélags. Sá Jón Sigurðsson um útgáfuna og ritaði að henni formálann. Önnur útgáfa kom út 1950 á vegum sama félags. Björn prófessor Magnússon sá um þá útgáfu og jók við og ritar einnig formála að þeirri útgáfu.
Séra Sveinn Níelsson (1801-1881) var sonur Níelsar bónda Sveinssonar á Kleifum í Gilsfirði og konu hans, Sesselju Jónsdóttur frá Barmi á Skarðsströnd. Stúdent frá Bessastöðum 1824. Eftir að hafa gegnt ýmsum störfum um árabil, fékk hann Blöndudalshóla 1835, Staðarbakka 1843, Staðastað 1850, og að síðustu Hallormsstað 1879, hætti prestskap 1880 og fluttist til Reykjavíkur. - Prófastur í Snæfellsnessýslu 1866-74, Þjóðfundarfulltrúi Húnvetninga 1851, og þingmaður Snæfellinga 1865-67.
„Hann var í röð fremstu kennimanna, gáfumaður mikill og skáldmæltur (sjá Lbs.), smiður góður, orðlagður kennari, og kenndi mörgum nemendum undir skóla“ - Fyrri kona hans var Guðný Jónsdóttir prests á Grenjaðarstað, Jónssonar. Þau skildu. Börn þeirra: Jón Aðalsteinn aðjunkt í Nyköbing; Sigríður, kona Níelsar trésmiðs Eyjólfssonar á Grímsstöðum á Mýrum. Kona 2: Guðrún Jónsdóttir prests í Steinnesi, Péturssonar. Börn þeirra: Elísabet Guðný, kona Björns ritstjóra og ráðherra Jónssonar; Hallgrímur biskup; Jón á Selvelli í Breiðuvík; Sveinn, trésmiður í Reykjavík.
Eins og í ljós kemur, eiga nokkrir prestar frá elstu tímum enga sögu hér, og verða nöfnin ein að nægja. Geta má þess, að mannlýsingar í sambandi við einstaka presta eru því aðeins teknar upp, að þær séu fyrir hendi, en örfátt um þá sagt frá eigin brjósti. Og þeir fá hér misstóra skammta í frásögn. Má segja, að það fari eftir því, hvernig „stendur á efninu.“ Einnig verður að takmarka frásögnina nokkuð, svo að ekki flói út yfir alla bakka.
Þegar athugað er ætterni fyrri tíðar presta, vekur það nokkra athygli, að fæstir þeirra eru af venjulegu alþýðufólki komnir. Langtíðast eru þetta prestssynir eða þá synir lögréttumanna. Aðeins örfáir bændasynir hlutu hnossið. Og í sumum ættum koma fram prestar mann fram af manni. Má í því efni nefna sem dæmi séra Einar skáld Sigurðsson í Heydölum (1538-1626) og afkomendur hans. Þar rann lengi vel ósvikið prestablóð í æðum. Einnig má i þessu sambandi minna á séra Högna Sigurðsson, prest á Breiðabólstað í Fljótshlíð (1693--1770), sem vakti sérstaka athygli á sínum tíma sem „prestafaðir.“ Faðir hans og afi voru báðir prestar. Með konu sinni, Guðríði Pálsdóttur frá Sólheimum, Ámundasonar, átti hann 17 börn, þar af 8 syni, sem allir urðu prestar.
Segir sagan sem fágætan viðburð, að allir hafi þeir mætt á Breiðabólstað á Jónsmessu 1760 „í fullum prestaskrúða, en séra Högni sjálfur sá níundi.“ Enn fremur er þess getið, „að þeir hafi allir komið hempuklæddir í prestastefnu á alþingi.“
Svo að tekin séu dæmi úr Borgarfirði, má segja, að tveir Reykholtsprestar hafi gert nokkuð verk í þessu efni. Séra Jón Böðvarsson yngri (1594-1657) átti sex börn með konu sinni, Sesselju Torfadóttur prests á Gilsbakka, fjóra sonu og tvær dætur. Allir synirnir urðu prestar og önnur dóttirin prestskona. - Þessu líkt gerist hjá séra Halldóri í Reykholti, syni séra Jóns Böðvarssonar. Með konu sinni, Hólmfríði Hannesdóttur, átti hann átta börn, fjóra sonu og fjórar dætur. Allir synirnir urðu prestar, og tvær dætranna, sem báðar báru nafnið Sesselja, giftust prestum.
Þá liggur og ljóst fyrir, að dætur presta hafa mátt taka sér vara í þessu efni. Þær hafa ekki með ljúfu geði verið látnar hlaupa beint í fangið á óbreyttum bændasonum, heldur höfnuðu þær að mestu í hjónabandi sem prestsmaddömur.
Og sú var raunin með flesta eldri tíðar presta, að þótt þeir eignuðust tvær eða þrjár konur, var undantekningarlítið segin saga, að þeir völdu þær allar úr hópi prestsdætra. Líka er frá því sagt, að sumar stúlkur hafi sett sök við súlu að giftast presti eða engum ella. Voru þess dæmi, að þær gengu að eiga presta, sem komnir voru að fótum fram og blindir að auki. - En sagan sýnir, að slíkir hættir í hjúskaparmálum losnuðu mjög í reipum, er fram liðu stundir og stéttamunur tók að deyfast og efnahagur að jafnast.
Í prestatali séra Sveins Níelssonar eru taldir 6350 prestar, sem gegnt hafa prestsembætti á íslandi. - Sem vonlegt, er finnst misjafn sauður í svo mörgu fé. Má segja, að þar komi við sögu menn frá lægstu gráðu til hinnar hæstu. - Fyrr á tímum voru færðir í hempu ýmsir lítt lærðir menn, sem auk þess höfðu hvorki köllun né getu til starfsins, en fóru í þetta eingöngu stöðunnar vegna. Þeir lökustu reyndust kærulausir í starfi, jafnvel drykkfelldir ofstopamenn, sem leyfðu sér margt óviðfelldið í skjóli þeirrar trúar og lotningar, sem almenningur bar fyrir prestsstarfinu. Og fáfræði sumra presta og hjákátlegheit urðu þess valdandi að orðið „pokaprestur“ hlaut sess í málinu.
Hins vegar er vandalaust að finna andstæður. Í hópi presta fyrirfinnast fjölmargir, er voru sannir leiðtogar lýðsins, andleg stórmenni í bestu merkingu þess orðs og það á heimsmælikvarða. Jafnvel á mestu þrenginga og þrautatímum þjóðarinnar var andlegur styrkur þeirra svo máttugur, að þá skópu þeir ódauðleg listaverk. Þeir voru sannkölluð leiðarljós fjöldans á dimmviðristímum, þegar í flest skjól sýndist fokið. Ýmsir í klerkastétt eiga ótvírætt skilið sama dóm og Hallgrímur Pétursson fær hjá Matthíasi: „Niðjar Íslands munu minnast þín, meðan sól á kaldan jökul skín.“
En því er erfitt að gleyma og sætta sig við, hversu ofnautn áfengis varð mörgum vel gefnum og sómakærum prestum fjötur um fót. En fyrir slíkt háttalag fá þeir eðlilega harðari dóm en allur fjöldinn. Svo hátt hefur starf þeirra og staða ætíð verið metin.
_ _ _
Nú eru liðin 20 ár síðan önnur útgáfa af Prestatali kom út. Á því tímabili hafa auðvitað margir tekið vígslu og bætst í hóp starfandi presta á vegum þjóðkirkjunnar. Hér er reynt að bæta þeim við á þessu svæði, sem um er að ræða. - En fátt er svo vel úr garði gert, að villulaust komist í hendur lesenda.
Hefst nú prestatalið.
1. Hestþing.
Hestþing í Borgarfirði. Kirkjur eru á Hvanneyri, og var helguð Maríu, Pétri postula, Tómasi erkibiskupi og Marteini biskupi; og í Bæ. Þar var Ólafskirkja.
Kirkjur voru enn fremur á Grjóteyri, og er löngu af tekin; á Varmalæk og Indriðastöðum, og voru teknar af eftir 1600; á Grund var kirkja reist af Brynjólfi biskupi, og stóð þar ennþá 1707; á Hesti var kirkja, af tekin með konungsbréfi 1765. Bænhús var forðum á Kistu (hjá Hvanneyri) og á Vatnsenda, en eru aflagðar fyrir löngu. Með lögum 16/11 1907 voru Lundar- og Fitjasóknir lagðar til Hestþinga. Prestsetur var lengstum á Hesti, en er nú á Hvanneyri (Staðarhóli).
Símon Jörundarson í Bæ. Fékk kallið fyrir 1118.
Högni Þormóðsson í Bæ. Fékk kallið fyrir 1185.
Árni á Hvanneyri. Fékk kallið fyrir 1358.
Einar Þorsteinsson. Fékk kallið fyrir 1470.
Narfi Þorsteinsson. Fékk kallið 1530.
Magnús Jónsson. Fékk kallið fyrir 1552.
Steinn Eyjólfsson. Fékk kallið fyrir 1559 .
Jón Magnússon. Fékk kallið 1563 .
Jón Salómonsson. Fékk kallið 1592.
Auðunn Jónsson (- - 1669). Fékk kallið 1619. Faðir: Séra Jón Salómonsson á Hesti. „Ráðvendismaður, búmaður góður, nokkuð aðsjáll.“ - Kona: Guðrún Teitsdóttir prests á Lundi, Péturssonar. Þau bl., en ólu upp nokkur munaðarlaus börn.
Benedikt Pétursson (um 1640-1724). Fékk kallið 1667. Foreldrar: Pétur Teitsson prests á Lundi, Péturssonar, og k.h. Oddný Benediktsdóttir. - Hann var fóstursonur séra Auðuns á Hesti. „Talinn gáfumaður, vel lærður og lesinn, góður ræðumaður, hagmætIur, hygginn og góður búsýslumaður. Eftir hann er Hestsannáll 1665-1718.“ Kona: Guðrún Guðmundsdóttir í Mávahlíð. Meðal barna þeirra var séra Auðunn á Borg á Mýrum.
Einar Oddsson yngri (1790-1775) fékk kallið 1715. Foreldrar: Oddur Eiríksson á Fitjum í Skorradal og k. h. Guðríður Einarsdóttir prests á Vindási í Kjós. Kona: Jórunn Sigurðardóttir lögréttumanns í Sólheimatungu. Börn þeirra: Séra Einar í Guttormshaga; Sigurður í Tóftum í Grindavík; Ráðhildur, bjó með bróður sínum í Tóftum; Guðrún.
Hálfdan Nikulásson (1695-1769) fékk kallið 1718. Foreldrar: Nikulás Nikulásson á Varmalæk, síðast á Stóra-Kroppi, og k. h. Anna Hálfdanardóttir í Brúsholti. - Talinn vandaður maður, „sæmilega að sér og góður klerkur.“ Kona: Guðrún Gísladóttir iögréttumanns í Njarðvík. Áttu tvær dætur, Kristínu og Önnu.
Arngrímur Jónsson (1737-1815) aðstoðarprestur séra Hálfdanar Nikulássonar í Hestþingum 1766-1769.
Þorsteinn Sveinbjarnarson (1730-1814) fékk kallið 1769. „Launsonur Sveinbjarnar Egilssonar í Innri-Njarðvík og Guðrúnar Nikulásdóttur í Vogum, Jónssonar.“ „Vel gefinn og kennimaður góður, einnig búhöldur góður, jók t.d. mjög laxveiði í Grímsá.“ Orti og þýddi marga sálma og ýmis kvæði og vísur. - Kona: Þorbjörg Hannesdóttir í Marteinstungu, Jónssonar. Tvö voru börn þeirra, Guðrún og Gunnar.
Arnór Jónsson (1772-1853) fékk kallið 1798. Foreldrar: Séra Jón Hannesson á MosfelIi í Mosfellssveit og k.h. Sigríður Arnórsdóttir sýslumann í Belgsholti, Jónssonar. - „Hann var skarpur maður, vel lærður, kenndi mörgum undir skóla, góðurkennimaður. Hann var lágur vexti, en þrekvaxinn, fjörmaður mikill, rammur að afli og glímumaður ágætur.“ En búmaður var hann ekki og átti erfiðan fjárhag. Skáld mæltur var hann, og orti bæði sálma, kvæði, grafskriftir og erfiljóð. Kona 1: Sigríður Sveinsdóttir næturvarðar í Rvík. Sonur þeirra, Hannes, varð aðstoðarprestur hjá föður sínum. Kona 2: Guðrún Magnúsdóttir í Tröð í Álftafirði. Börn áttu þau tvö: Magnús og Sigríði.
Sveinn Jónsson (1757-1829) fékk kallið 1811. Foreldrar: Séra Jón Sveinsson á Staði Steingrímsfirði og k. h. Guðríður Jónsdóttir. Var aðeins tvö ár á Hesti, enginn búsýslumaður, kom víða við, og bjó sífellt við fátækt. Kona: Guðrún Sumarliðadóttir á Víðidalsá, Pálssonar. Börn þeirra voru: Sumarliði (Vídalín); Margrét; Jón „Vídalín;“ Ljótunn og Guðríður.
Jón Hallgrímsson Bachmann (1775-1845) fékk kallið 1812. Foreldrar: Hallgrímur læknir Bachmann í Bjarnarhöfn og k. h. Halldóra Skúladóttir landfógeta, Magnússonar. - „Hann var lipur gáfumaður, söngmaður mikill og ræðumaður, hár vexti, rammur að afli, ekki fríður sýnum, kvenhollur mjög og drykkfelldur mjög, jafnan fátækur.“ - Kona: Ragnhildur Björnsdóttir prests að Setbergi, Þorgrímssonar. Þau eignuðust níu börn. Orð lék á, að hann ætti launbörn, er öðrum voru kennd, og Jón fræðimaður Borgfirðingur taldi sig launson hans.“
Jóhann Tómasson (1793-1865) fékk kallið 1830. Foreldrar: „Laun getin sonur Tómasar stúdents Tómassonar á Ásgeirsá og Ásu Gísladóttur.“ Var fyrst prestur í Húnaþingi, en síðar að Hesti og hélt til æviloka. Bjó fyrst á Hesti, síðan á Báreksstöðum (Bárustöðum), flutti svo aftur að Hesti. Hann þótti ræðumaður ágætur, skáldmæltur og skemmtin í viðræðum, lítill búmaður og mjög fátækur, „enda greiðvikinn og hjartagóður við alla bágstadda.“ Kona 1: Oddný Jónsdóttir umboðsmanns í Gvendareyjum, Ketilssonar . Börn þeirra: VaIgerður á Hóli í Rvík; Jónas söðlasmiður 1 Melaleiti; Sigríður, Þorbjörg, Ragnheiður eldri, Ragnheiður yngri; Páll á Ási í Melasveit. Kona 2: Arnbjörg Jóhannesdóttir Lynge á Bræðraparti á Akranesi. Meðal barna þeirra var séra Jóhannes Lárus Lynge á Kvennabrekku, faðir Jakobs skálds Smára.
Jakob Björnsson (1836-1919 fékk kallið 1866. Foreldrar: Björn gullsmiður Jakobsson á Fitjum í Skorradal og kh. Ragnheiður Eggertsdóttir prests í Reykholti, Guðmundssonar. - „Talinn góður ræðumaður og skörulegur ífmmburði, fjörmaður og knálegur.“ Síða'st prestur í Saurbæ í Eyjafirði. Kona: Solveig Pálsdóttir frá Gilsbakka í Axarfirði, Einarssonar. Börn þeirra: Kristín, kona SigfÚsar Axfjörð, bónda á Krýnastöðum, Einarssonar; Ragnheiður, kona Árna Hólm, bónda í Saurbæ Magnússonar; Ólöf Rannveig, kona Guðmundar Ágústs, bónda í Saurbæ Sigurpálssonar; Björn, gullsmiður á Akureyri.
Páll Jónsson (1843-1875) fékk kallið 1869. Foreldrar: Séra Jón Eiríksson á Stóra-Núpi og k. h. Guðrún Pálsdóttir prests í Guttormshaga, Ólafssonar. - Stundaði fyrst kennslu, þar til hann fékk Hestþing, sem hann hélt til æviloka. Kona: Ólafía Sigríður Ólafsdóttir prófasts á Melstað, Pálssonar (þau systkinabörn ). Börn þeirra komust eigi upp. Hún átti síðar séra Lárus Benediktsson í Selárdal. - Séra Páll sat fyrstu tvö árin í Þingnesi, síðan á Hesti.
Páll Ólafsson (1850-1928) Vígður 1873 aðstoðarprestur föður síns á Melstað. Prestur í Hestþingum 1875–1876. Gerðist aftur aðstoðarprestur föður síns. Fékk Stað í Hrútafirði 1877, Prestsbakka 1880 (ásamt Stað). Prestur í Vatnsfirði 1900–1928. Prófastur í Strandaprófastsdæmi 1883–1900. Prófastur í Norður-Ísafjarðarsýslu 1906–1927. Foreldrar: Séra Ólafur Pálsson á Melstað (móðurbróðir séra Páls Jónssonar á Hesti) og k h. Guðrún Ólafsdóttir dómsmálaritara í Viðey, Stephensens. - Fyrst aðstoðarprestur föður síns, síðan á Stað í Hrútafirði, þá Prestbakka, og að lokum í Vatnsfirði frá 1900 til æviloka. Þm. Strandamanna 1886-91. R. af fálk. Kona: Arndís Pétursdóttir Eggerz, kaupfélagsstjóra og bónda í Akureyjum, Friðrikssonar. Börn þeirra: Elinborg, kona Guðmundar Theódórs, bónda í Stórholti; Guðrún, kona Þorbjörns Þórðarsonar, læknis á Bíldudal; Ölafur, verzlunarstjóri á Ísafirði; Jakobína Jóhanna Sigríður, kona Hannesar Stephensens, verzlunarstjóra á Bíldudal; Böðvar, kaupfélagsstjóri á Bíldudal; Stefán, bóndi í Miðhúsum og Svansvík; Páll, bóndi í Þúfum; Jakobína Jóhanna Sigríður, kona Ágústs Sigurðssonar verzlm. á Bíldudal; Sigþrúður, kona Odds Guðmundssonar, kaupm. á Ísafirði; Jón; Sigurður, bóndi á Nauteyri.
Janus Jónsson (1851-1922) fékk kallið 1876. Foreldrar: Jón silfursmiður á Kirkjubóli í Skutulsfirði, Þórðarson, og k.h. Þóra Katrín Eyjólfsdóttir prests á Eyri í Skutulsfirði, Kolbeinssonar. - Fór frá Hesti að Holti í Önundarfirði. „Séra Janus var hógvær og kurteis, prédikari góður, ágætur söngmaður, og fóru honum öll prestverk vel úr hendi. Hann var fræðimaður mikill og málfræðingur.“ Síðast kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Skrifaði greinar í tímarit og þýddi m. a . sögu Andersens, Gegnum brim og boða. - Kona Sigríður Halldórsdóttir yfirkennara Friðrikssonar. Þau barnlaus.
Arnór Þorláksson (A. Jóhannes) (1858-1913) fékk kallið 1884. Foreldrar: Þorlákur, prestur á Undirfelli í Vatnsdal, Stefánsson, og k. h. Sigurbjörg Jónsdóttir prófasts í Steinnesi, Péturssonar. Kennari við FIensborgarskólann 1883-84 Séra Arnór var söngmaður ágætur, með bjarta og fagra rödd, „atorkumaður, frábær hestamaður, vel gefinn og hagmæltur,“ (sjá sálmab. 1945, nr. 573). - Kona 1: Guðrún Elísabet Jónsdóttir bónda í Neðra-Nesi i Stafholtstungum, Stefánssonar, (alsystir séra Stefáns á Staðarhrauni ). Börn þeirra: Halldór, gervilimasmiður Í Rvík; Ingibjörg; Marta María Guðrún; Þorlákur, fulltrúi Í Rvík; Jón Stefán, kaupm. Í Rvík; Þórarinn, verzlunarm. í Rvík; Hannes, verkfræðingur Í Rvík; Steingrímur, fulltr. í Rvík; séra Lárus í Miklabæ; Guðrún Elísabet, kona séra Páls á Skinnastað. - Kona 2: Hallbera Guðmundsdóttir þurrabúðamanns Í Rvík. Þau barnlaus.
Tryggvi Þórhallsson (1889-1935) fékk kallið 1913. Foreldrar: Þórhallur biskup Bjarmson og k. h. Valgerður Jónsdóttir bónda á Bjarnastöðum Í Bárðardal, Halldórssonar. - Nam guðfræði við Hafnarháskóla 1911-12. Settur dósent við Guðfræðideild Háskóla íslands 1916-17. Ritstjóri 1917-27. Forsætisráðherra 1927-32. Forseti sameinaðs Alþingis 1933. Þm. Strandamanna 1924-34. Aðalbankastjóri Búnaðarbankans 1932. Formaður Búnaðarfélags Íslands 1925-35. Formaður Framsóknarflokksins og síðar Bændaflokksins. Endurskoðandi Landsbankans ofl., ofl. - Skörulegur ræðumaður, einlægur ungmennafélagi, sterkur bindindismaður og bændavinur sem faðir hans. - Er í minnum haft, að hann sem forsætisráðherra hafði aldrei vín á borðum í opinberum veizlum. Kona: Anna Guðrún Klemensdótttir síðar ráðherra, Jónssonar. Börn þeirra: Klemens, hagstofustjóri; Valgerður, kona Hallgrímrs Helgasonar tónskálds; Þórhallur, bankastjóri Búnaðarbankans; Agnar, framkvæmdastjóri hjá S.Í.S.; Þorbjörg, kona Ívars dr. phil. Daníelssonar; Björn, lögfræðingur í Landsbankanum; Anna Guðrún, kona Bjarna prófessors Guðnasonar.
Eiríkur Albertsson (f. 1887) fékk kallið 1917. Foreldrar: Albert bóndi Jónsson i Flugumýrarhvammi og k. h. Stefanía Pétursdóttir bónda og hagyrðings í Djúpadal í Blönduhlíð, Guðmundssonar. Cand. theol. 1917. Sumardvöl í Svíþjóð 1922, kynnti sér uppeldismál. Dr. í guðfræði við Hásk. Ísl. 1930. Í hreppsnefnd Andakílshr. 1926-34. Skólastjóri Alþýðuskólans á Hvítárbakka 1920-23. Hélt unglingaskóla á Hesti 1924-26. Kjörinn bréfafélagi Vísindafél. ísl. 1941. Út hafa komið allmörg rit eftir hann bæði frumsamin og þýdd. Meðal þeirra má nefna doktorsrit hans um Magnús Eiríksson, guðfræði hans og trúarlíf. Einnig hafa birst fjölmargar greinar eftir hann í tímaritum. - Sem prestur var séra Eiríkur ræðumaður með ágætum og flutningur skýr og þróttmikill. Einkum voru tækifærisræður hans mjög dáðar. Kona: Sigríður Björnsdóttir prests á Miklabæ í Skagafirði. Á síðari árum hefur hún stundað bæði barnakennslu og ritstörf. Börn þeirra: Guðfinna, kona Guðmundar Ólafssonar bílstj. í Borgarnesi; Jón, skattstjóri á Akranesi; Stefanía, stúdent, gift cand. jur. Myron Appleman í Keflavík; Guðbjörg, gift Alan L. Chase verkfr. í New York; Björn, viðskiptaumboðsmaður í Biddelford í Main; Ásta, gift Robert Clark verkfr. í Baltimore; Albert, dó ungur; Friðrik, nam gistihúsarekstur í Bandaríkjunum; Ragnar, rafvirkjam. í Rvík.
Sigurjón Guðjónsson, prestur í Saurbæ. Aukaþjónusta í Hvanneyrar- og Fitjasóknum árið 1944.
Einar Guðnason, prestur í Reykholti. Aulmþjónusta í Bæjar- og Lundarsóknum árið 1944.
Guðmundur Sveinsson (f. 1921) fékk kallið 1945. Foreldrar: Sveinn Óskar Guðmundsson, múrari í Rvík, og k. h. Þórfríður jónsdóttir bónda í Fjarðarkoti í Mjóafirði, Einarssonar (bróðurdóttir séra Hjörleifs á Undirfelli). - Cand. theol. Hásk. hl. 1945. Framhaldsnám í Gamla-testamentisfræðum í Khöfn í fimm missiri 1948-51, í Lundi vormissierið 1951, aftur í Khöfn frá ág. 1953 til jan. 1954. Próf í hebresku í Khöfn 1949, m kand. í semtiskum málum í Lundi 1951. Gegndi kennslustörfum í Guðfræðideild Hásk. Ísl. vormissirið 1952, settur dósent við sömu deild 1954. Skólastjóri Samvinnuskólans í Bifröst frá 1955. Ritstjóri Samvinnunnar 1959- 63, og ýmis önnur störf hefur hann haft með höndum á vegum S.1.S.
Séra Guðmundur er afburða ræðumaður, og ritað hefur hann fjölda greina og ritgerða um margvísleg efni.
Og nú var Hestur úr sögunni sem prestsetur, og sat séra Guðmundur á Hvanneyri. Síðar var svo reist prestsseturshús að Staðarhóli, sem er gamalt býli hjá Hvanneyri.
Kona: Guðlaug Einarsdóttir verkstjóra í Rvík, Jónssonar. Gegnir hún húsmóðurstarfi bæði á heimili sínu og í Samvinnuskólanum. Dætur þeirra eru þrjár: Guðbjörg, Þórfríður og Guðlaug.
Ingi Jónsson (f. 1927) útgerðannanns Sveinssonar í Rvík. Var aðstoðarprestur í Hestþingum í nokkra mánuði á árinu 1952.
Árni Sigurðsson (f. 1927) sýslumanns Sigurðssonar á Sauðárkróki.
Var aðstoðarprestur í Hestþingum frá 4. okt. 1953 til 1. sept. 1954.
Guðmundur Þorsteinsson (G. Ólafs) (f. 1930) fékk kallið 1956. Foreldrar: Séra Þorsteinn B. Gíslason prófastur í Steinnesi og k. h. Ólína S. Benediktsdótir. Cand. theol. Hásk. Ísl. 1956. Auk prestþjónustunnar stundar hann kennslu við Bændaskólann á Hvanneyri. Á sæti í hreppsnefnd Andakílshrepps. Í stjórn Norræna fél. í Borgarfirði frá 1958. Í skólanefnd heimavistarbarnask. að Kleppjárnsreykjum frá 1961.
"Í skóla reyndist séra Guðmundur í fremstu röð námsmanna. Honum er einnig í lófa lagið að miðla öðrum af þekkingu sinni. Kennslustörf veitast honum auðveld og ánægjuleg. Kona: Ásta Björnsdótitr kennara í Reykjavík Bjarnasonar. Börn þeirra: Bjarni, Ólína, Elísabet Hanna og Sigurlaug. Hafa þau hjón búið sér og börnum sínum fagurt og aðlaðandi heimili á núverandi prestssetri, Staðarhóli."
2. Lundur í Lundarreykjadal
Þar var kirkja helguð með Guði og heilagri Maríu og sælum Laurentio. Annexían var Fitjar í Skorradal; þar var Nikuláskirkja.
Bænhús voru fyrrum að Oddsstöðum, Sarpi og Skálpastöðum, og enn fremur er talað um bænhús í Dagverðarnesi á Englandi og á Gullberastöðum. Öll eru þau löngu af lögð. - Með lögum 16/11, 1907 er Lundarprestakall lagt niður, og sóknirnar lagðar til Hestþinga.
Þórður Sigurðsson Lundarskalli fékk kallið fyrir 1121.
Klyppur Þorvarðsson.
Þorvarður Klyppsson fékk kallið fyrir 1191.
Árni Þorvarðsson.
Þórður fékk kallið fyrir 1501.
Jón Stallason fékk kallið fyrir 1504.
Gísli.
Ásgeir Hákonarson (1517-1571) fékk kallið 1542. „Launsonur Hákonar Björgólfssonar og Þóru Ásgeirsdóttur sýslumanns Pálssonar að Skarði. „Var gróðamaður mikill, og er mælt, að hann hafi látið eftir sig 13 hundruð hundraða (þótt hann erfði ekkert), og 13 börn, sem hann kom á legg.“ Prestur á Lundi til æviloka.
Sigurður fékk kallið 1572.
Hallkell Stefánsson (á 16. og 17. öld) fékk kallið 1574. Faðir: Séra Stefán Hallkelsson í Laugardælum.
Teitur Pétursson fékk kallið 15'82. „Talinn merkur maður.“ Meðal barna hans var Guðrún, kona séra Auðuns Jónssonar á Hesti.
Eyjólfur Jónsson (um 1599-1672) fékk kallið 1634. Foreldrar: Jón formaður Hallsson í Grímsey og k. h. Þorbjörg, talin systir séra Einars skálds í Heydölum. - „Var talinn mjög vel að sér, og kendi mörgum skólalærdóm.“ Kona: Katrín Einarsdóttir í Ásgarði á Dölum vestra. Börn þeirra: Einar, sýslumaður í Traðarholti; séra Eiríkur á Lundi; séra Jón eldri á Gilsbakka; séra Jón yngri Í Hvammi Í Norðurárdal; Þorsteinn lögreéttumaður á Háeyri.
Eiríkur Eyjólfsson (1641-1706) fék!k kallið 1673. Foreldrar: Séra Eyjólfur Jónsson á Lundi og k. h. Katrín Einarsdóttir. „Talinn valmenni sem foreldrar hans og merkismaður.“ Kona: Ingveldur Gunnarsdóttir prests á Gilsbakka. Börn þeirra: Eyjólfur, hagleiksmaður mikilli (dó í bólunni miklu 1707); séra Helgi á Lundi (dó einnig úr bólunni) og Gunnar (dó úr bólunni); Þorbjörg, kona séra Þórðar Þórðarsonar í Hvammi í Dölum; Katrín, kona séra Hafliða Bergsveinssonar í Hrepphólum; Margrét (dó í bólunni miklu 1707. Ógiftur og barnlaus.)
Helgi Eiríksson (um 1676-1707) fékk kallið 1707. Foreldrar nefndir hér næst á undan. „Vígðist 1703 aðstoðarprestur föður síns, fékk prestakallið eftir hann í maí 1707, andaðist síðar um sumarið ókvæntur og barnlaus.“
Einar Oddsson eldri (1685~1753) fékk kallið 1707. Foreldrar: Oddur Eiríksson á Fitjum í Skorradal og s. k. hans, Guðríður Einarsdóttir prests að Vindási í Kjós, Illugasonar. Áður prestur að Ásum í Skaftártungu. Lét af prestskap á Lundi 1751, fluttist þá að Fitjum og andaðist þar. Kona 1: Guðrún Ketilsdóttir prests í Ásum í Skaftártungu, Halldórssonar. Sonur þeirra: Séra Ketill á Lundi. Kona 2: Halldóra Þórðardóttir Í Snóksdal, Hannessonar, Ekkja séra Vigfúsar Eiríkssonar í Miðdalaþingum. Þau barnlaus. ~ Kona 3: Þorkatla Þorgeirsdóttir á Hjallasandi, Illugasonar, ekkja Jóns lögréttumanns Sigurðssonar á Hallbjarnareyri. Börn þeirra: Guðrún eldri, kona séra Jóns Halldórssonar að Klausturhólum; Guðrún yngri, kona Jóns lögréttumanns Högnasonar á Laugarvatni; Þorkatla, kona Jóns?
Ketill Einarsson (1709-1769) fékk kallið 1751. Foreldrar nefndir hér næst á undan. Vígðist aðstoðarprestur föður síns 1735 og bjó í Vatnshorni í Skorradal. Fékk Lund við uppgjöf föður síns og hélt til æviloka. - Kona: Þórunn Eiríksdóttir stúdents Pálssonar. Börn þeirra: Einar; Ólöf, kona Torfa Guðmundssonar í Bæ í Borgarfirði; Halldóra, kona Páls Árnasonar á Fiskilæk; Guðríður.
Snæbjörn Þorvarðsson (- - 1789) fékk kallið 1769. Foreldrar: Þorvarður lögréttumaður Einarsson í Brautarholti og f. k. hans, Agatha Halldórsdóttir frá Möðruvöllum í Kjós, Þórðarsonar. Fékk lítið lof sem kennimaður, enda drykkfelldur. Kona: Vilborg Gísladóttir prests í Seltjarnarnesþingum. Dætur þeirra: Þóra, átti fyrst Þórodd Þórðarson, síðan Odd Bjarnason, síðast Davíð lögréttumann á Fitjum Björnsson (lögm. Markússonar); Magdalena, kona Torfa Þorsteinssonar á Reykjum í Lundarreykjadal.
Markús Sigurðsson (1758-1818) prests Jónssonar í Stafholti. Var aðstoðarprestur séra Snæbjarnar Þorvarðssonar á Lundi í tvö ár og bjó á Skarði.
Einar Þorleifsson (1754-1834) lögréttumanns Pálmasonar á Breiðabólstað í Sökkólfsdal. „Fluttist 1789 að Grund í Skorradal, þjónaði Lundi í milli presta veturinn 1790.“
Engilbert Jónsson (1747-1820) fékk kallið 1790. Foreldrar: Jón í Minna-Bæ í Grímsnesi Eyjólfsson prests á Snæólfsstöðum, Bjönssonar, og k. h. Solveig Halldórsdóttir í Skógarkoti, Magnússonar. Fór frá Lundi 1815 að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og hélt till æviloka. „Hann var þrálátur, óróagjarn og komst því oft í málaferli, drykkfelldur og mjög búralegur í háttum. Ella var hann vel að sér í mörgu, tók um sextugt að leggja sig eftir hebresku og varð vel fær í henni. Hann tók þá og að semja orðabók (latneska, enska, íslenzka, franska og þýzka). Er getið brots úr henni í uppskrift dánarbús hans, en þaðan hefur hún glatazt. Hann var einhver mesti snilldarskrifari sinnar tíðar, sem sjá má af handritum í Lb. Kona 1: Hallgríma Stefánsdóttir að Núpi í Fljótshlíð, Magnússsonar. Börn þeirra: Stefán; Þórður í Sarpi í Skorradal; Salveig, síðast í Reykholti; Jón í Leirárgörðum; Guðmundur. Kona 2: Guðrún ljósmóðir Ólafsdóttir smiðs á Reykjum. Þau barnlaus. Kona 3: Sigríður Ásmundsdóttir af Akranesi, Ólafssonar. Þau áttu einn son, sem dó tveggja ára. Sigríður, ekkja hans, átti síðar Gísla Ólafsson á Ferstiklu.
Þórður Jónsson (1769-1834) fékk kallið 1814. Foreldrar: Jón, síðast í Flekkudal efra Jónsson prests á Reynivöllum, Þórðarsonar, og k. h. Guðrún Jónsdóttir á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi. Einarssonar. - „Hann var búhöldur góður, en kennimaður minni.“ Kom að Lundi frá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, lét af prestskap 1833 og dó á Lundi. Kona: Ingibjörg Snorradóttir frá Núpi í Fljótshlíð, Grímssonar. Börn þeirra: Guðrún, kona Gríms Steinólfssonar á Grímsstöðum í Reykholtsdal (sonur þeirra var séra Magnús skáld á Mosfelli); Halldór í Bakkakoti í Bæjarsveit; Björn á Útskálahamri; Þórður; Vigdís, kona Illuga Ketilssonar í Síðumúla.
Jón Ingjaldsson, aðstoðarprestur fékk kallið 1826.
Benedikt Eggertsson (Guðmundsen) (1799-1871) fékk kallið 1833. Foreldrar: Séra Eggert Guðmundsson í Reykholti og k. h. Guðrún Bogadóttir í Hrappsey, Benediktssonar. Áður en hann fékk Lund, var hann aðstoðarprestur föður síns í Reykholti (gegndi prestakallinu eitt ár eftir að faðir hans dó). „Var þreklega vaxinn, enda kraftamaður mikill, ljúfmenni hið mesta, búmaður góður, en ekki talinn mikill prestur. Hestamaður var hann svo góður, að orð var á gjört.“ - Kona: Agnes Þorsteinsdóttir. Börn þeirra: Séra Þorsteinn, síðast að Krossi í Landeyjum; Guðrún, kona Móritz trésmiðs Steinssonar; Eggert, bóndi í Laugardælum. (Ragnheiður, systir séra Benedikts, átti Björn gullsmið Jakobsson á Fitjum, en síðar Sigurð skáld Helgason frá Jörfa).
Þórður Þórðarson (Jónassen) (1825-1884) fékk kallið 1853. Foreldrar: „Launsonur Þórðar dómstjóra Jónassonar og Margrétar Stefánsdóttur prests í Sauðanesi, Einarssonar.“ - Fór mikið orð af honum sem kennimanni. Segir Kristleifur fræðimaður á Stóra-Kroppi svo frá, að mælsku hans og orðgnótt hafi verið við brugðið. „Fólkið hópaðist að kirkjunni til hans, ekki einungis sóknarfólkið, þar við bætust flokkar utansóknar. Í einni slíkri heimreið að Lundarkirkju var vísa þessi kveðin af Jóni ÞorIeifssyni, bónda á Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal:
Að Lundi ríður flokkur fríður,
farin hlíðin er á snið.
í kirkju bíður klerkur þýður,
kennir prýðilegan sið.
Það var öðru sinni, er Jón Þorleifsson reið um sumar með flokk manna að Bæjarkirkju, að hann kastaði fram þessari stöku:
Bæ að ríða margir menn
og menja fríðar spengur.
Prestur tíðir syngur senn,
sízt má bíða lengur.“
Síðar fékk séra Þórður Reykholt og andaðist þar. Kona: Margrét Ólafsdóttir læknis Thórarensens á Hofi. Börn þeirra: Steinunn Margrét og Jónas Tryggvi dóu bæði er þau voru innan við tvítugt.
Andrés Hjaltason (1805-1882) fékk kallið 1856. Foreldrar: Séra Hjalti Jónsson á Stað í Steingrímsfirði og k. h. Sigríður Guðbrandsdóttir prests á Brjánslæk, Sigurðssonar. - „Hann var hraustmenni mikið, spaklyndur og dagfarsgóður, en klaufalegt látbragð varð þess valdandi, að gert var gys að honum.“ Skáldmæltur var hann, og er til eftir hann bæði sálmar, kvæði og rímur. - Fékk Garpsdal 1864, Flatey 1868. Lét af prestskap 1880. Kona 1: Margrét Ásgeirsdóttir frá Rauðamýri á Langadalsströnd, Ásgeirssonar. Börn þeirra: Jón Hjaltalín, skólastjóri á Möðruvöllum; Sigurður, trésmiður; Andría María, ógift. Kona 2. Eggþóra Eggertsdóttir prests í Stafholti, Bjarnasonar. Dóttir þeirra: Þórunn Margrét, kona Brynjólfs ökumanns Jónssonar í Rvík.
Bjarni Sigvaldason (1824-1883) fékk kallið 1864. Foreldrar: Séra Sigvaldi Snæbjömsson í Grímstungum og k. h. Gróa Bjarnadótitr frá Þórormstungu Steindórssonar. „Hann var maður vinsæll og alþýðulegur.“ Síðast prestur á Stað í Steingrímsfirði. - Kona: Gróa Erlendsdóttir frá Sveinsstöðum í Þingi, Árnasonar. Dætur þeirra: Gróa Guðrún, kona Björns Benediktssonar Blöndals á BreiðabóIstað í Vatnsdal; Elín Þórunn, yfirsetukona á GemlufaIli, ógift og barnlaus.
Oddur Vigfús Gíslason (1836-1911) fékk kallið 1875. Foreldrar: Gísli trésmiður í Reykjavík Jónsson og k. h. Rósa Grímsdóttir frá Espihóli, Grímssonar.
Séra Oddur var um margt nokkuð óvenjulegur maður, enda varð ævi hans mjög viðburðarík og fjölþætt. Eftir að hafa tekið próf úr prestaskóla 1860, fór hann til Englands og „nam lýsisbræðslu.“ Starfaði hann eftir það í nokkur ár við lýsisbræðslu suður í Höfnum, því að þar voru útvegsbændur margir og aflaföng mikil. Stundum var hann og fylgdarmaður Englendinga og „með þeim í brennisteinsnámu þar syðra.“ - Enska tungu kunni hann ágæta vel og samdi leiðarvísi á því máli. Þá sneri hann enskri skáldsögu á íslenzku, og nefndist hún Krossgangan.
Annars varð séra Oddur víðkunnur maður fyrir margra hluta sakir. Við sögu hans kemur maður, Vilhjálmur að nafni, bóndi í Kotvogi í Höfnum. Hann var Hákonarson og oft nefndur „hinn auðgi.“ Var um hann sagt, að hann bæri ægishjálm yfir öllum sveitungum sínum og þótt víðar væri leitað, og svo var hann vinsæll, að flestum var ljúft að sitja og standa eins og hann vildi. - Tvær dætur átti hann gjafvaxta, Önnu og Steinunni, „og þóttu þær hinir beztu kvenkostir á Suðurnesjum.“ - Þegar Oddur var að störfum þar syðra, tókust ástir með honum og Önnu Vilhjálmsdóttur. En er hann sótti meyjarmálin við föður hennar, fékk hann „afdráttarlaust harða neitun.“ - En með því að Oddur var viljafastur og djarfhuga, lét hann ekkert hindra sig frá áformi sínu, nam stúlkuna á brott að næturlagi, og með aðstoð röskra manna sigldu þau á sexæringi til Reykjavíkur. Fór hjónavígslan fram strax og í land var komið. Varð för þessi víðfræg mjög, enda á hún varla hliðstæðu hér á landi á síðari öldum.
Þegar séra Oddur vígðist að Lundi, var hann orðinn fertugur að aldri. Vissi sóknarfólkið þá góð deili á honum, því að hann var þá orðinn víðkunnur og mikið umtalaður. Og honum fylgdi það líf og sá kraftur, að hann hlaut að vekja athygli, hvar sem hann fór. Og honum var margt til lista lagt: sundmaður ágætur, snilldar formaður og skipstjórnari. Einnig lét hann bindindismál til sín taka og vann ótrauður í þágu þeirra. Og sjómannastéttin átti þar öflugan talsmann, og eru til eftir hann mörg rit helguð sjómennsku. Þá var hann og forvígismaður í slysavarnarmálum, og það eitt út af fyrir sig geymir nafn hans um langan aldur.
„Séra Oddur var meðalmaður á vöxt, knálegur, fríður sýnum og vel á sig kominn að öllu.“ Hann var aðeins fjögur ár á Lundi og fékk Stað í Grindavík 1879. Árið 1894 fluttist hann til Vesturheims og varð prestur Bræðrasafnaðar í Nýja-Íslandi; Einnig stundaði hann lækningar þar vestra og hlaut þar lækningaleyfi. Andaðist í Winnipeg 1911.
Þorsteinn Benediktsson (1852-1924) fékk kallið 1879. Sonur séra Benedikts Eggertssonar á Lundi, (áður nefndur) og Agnesar Þorsteinsdóttur. „Valmenni og vel látinn, áhugasamur um þjóðmál.“ Fulltrúi á Þingvallafundum. Síðar prestur á Rafnseyri, Bjarnarnesi og Krossi í Landeyjum. Kona: Guðrún Sigríður Lárusdóttir bókhaldara Knudsens. Þau barnlaus.
Eiríkur Gíslason (1857-1920) fékk kallið 1882. Foreldrar: Séra Gísli Jóhannesson á Reynivöllum og k. h. Guðlaug Eiríksdóttir sýslumanns í Kollabæ, Sverrissonar. - Hann var „áberandi maður, stór vexti, karlmannlegur, hispurslaus og blátt áfram, en ekki fágaður í orðum.“ Þm. Snæfellinga 1894-99. Póstafgreiðslumaður 1905-20. Fékk Breiðabólsstað á Skógapströnd 1884, Staðastað 1890, Prestbakka og Stað í Hrútafirði 1902 og hélt til æviloka. Kona: Vilborg Jónsdóttir prests á Auðkúlu, Þórðarsonar. Þau eignuðust tvo syni og tvær dætur.
Ólafur Ólafsson (1860-1935) fékk kallið 1885. Foreldrar: Ólafur kaupmaður Jónsson í Hafnarfirði og kona hans, Metta Kristín Ólafsdóttir hreppstjópa Þorvaldssonar. - Séra Ólafur var í hópi hinna áhugasömustu framfaramanna bæði í búnaðar-, viðskipta- og menningarmálum. Kona: Ingibjörg Pálsdóttir prests Mathiesens í Arnarbæli. Búnaðist þeim ágætlega á Lundi, „enda var stjórnsemi og myndarskap konu hans viðbrugðið.“ Þau voru bæði veitul og hjúasæl í mesta máta. Börn þeirra: Ásta, kona Ólafs bónda í Brautarholti, Páll kaupmaður; Jón Foss læknir; Kristín, kona Vilmundar landlæknis Jónssonar og Guðrún Sigríður, kona séra Björns Stefánssonar á Auðkúlu.
Séra Ólafur fékk Hjarðarholt í Dölum 1902. Þar stofnaði hann og starfrækti ungmennaskóla með prestsembættinu, og þótti sá skóli í alla staði hinn prýðilegasti. - Einnig var hann prófastur í Dalasýslu, sýslunefndarmaður og póstafgreiðslumaður.
Sigurður Jónsson (1864-1932) fékk kallið 1902. Foreldrar: Jón Sigurðsson á Hrafnkelsstöðum og k. h. Hólmfríður Jónsdóttir á Brekku i Fljótsdal. Veittur Þönglabakki í Fjörðum 1893 og þjónaði því brauði í níu ár. Eins og áður segir fékk hann Lund 1902 og hélt til æviloka. Kona: Guðrún Metta Sveinsdóttir trésmiðs í Reykjavík, Sveinssonar, prests á Staðarstað, Níelssonar (höf. Prestatals). Börn þeirra: Sigrún, kona Magnúsar Jónssonar, bónda á Brekku í Þingi; Kristjana, ógift; Sveinn Aðalsteinn, las læknisfræði; Sigursveinn, dó uppkominn; Friðjón Ágúst cand. mag., skólastjóri í Reykjavík.
Séra Sigurður var vel gefinn og veI látinn í sveit sinni og sóknum. „Hann var gestrisinn og hýr heim að sækja, skýr í tali, skáldmæltur vel, en dulur og fámáll í fjölmenni.“
Lundarprestakall var sameinað Hestþingum 1932. Séra Sigurður var því síðastur presta, er sat á Lundi.
3. Reykholt
í Reykholtsdal. Þar var Péturskirkja.
Annexía var Ás Í Hálsasveit (Stóri-Ás) til 1605 og aftur frá 1812. Þar var kirkja helguð Guði og Maríu drottningu, Andreasi postula og öllum Guðs helgum mönnum.
Kirkjur voru fyrr meir á Hömrum, löngu af tekin, á Hæli, StóraKroppi og Skáney, voru þær allar af teknar eftir 1600, enn fremur í Deildartungu og á Sturlureykjum (Gullsmiðs-Reykjum), stóðu þær báðar enn 1708, en niður lagðar sem sóknarkirkjur. - Með konungsbréfi 1812 var Húsafellsprestakall lagt niður, og varð þá Stóri-Ás annexía frá Reykholti, og Húsafellskirkja lögð niður, og sóknin lögð til Stóra-Áss. Með lögum 16/1907 voru Gilsbakka- og Síðumúlasóknir lagðar til ReykholtsprestakaIls.
Þórður Sölvason. Fékk kallið fyrir 1055.
Magnús Þórðarson (á 11. og 12. öld). Fékk kallið fyrir 1118. Faðir: Þórður prestur Sölvason í Reykholti. Börn hans: Sölvi (óskírgetinn) prestur í Reykholti; Oddný, s.k. Einars Magnússonar (Þorsteinssonar, Síðu-Hallssonar); Þórður (skírgetinn ).
Sölvi Magnússon. Fékk kallið 1128. „Launsonur Magnúsar prests Þórðarsonar í Reykholti.“ - Synir hans: Páll prestur í Reykholti; Ólafur prestur á HelgafelIi.
Þórir Þorsteinsson (í Deildartungu).
Páll Sölvason (- - 1185). Faðir: Sölvi prestur Magnússon í Reykholti. „Auðugur og í röð heldri klerka, var í biskupskjöri 1174. Átti rimmu mikla við Hvamm-Sturlu.“ Kona: Þorbjörg Bjarnadóttir. Börn þeirra: Brandur prestur; Magnús prestur í Reykholti; Arndís, kona Guðmundar dýra Þorvaldssonar á Bakka; Þórlaug, kona Þóris prests auðga Þorsteinssonar í Deildartungu. Segir sagan, að til þessa síðastnefnda hjónabands hafi séra Páll stofnað i þeim tilgangi „að efla auð ættar sinnar.“ Þau hjón, Þórir prestur og Þórlaug, lögðu til „suðurgöngu,“ en dóu bæði í þeirri ferð. Tók þá Páll prestur allan arf eftir þau. En fleiri þóttust eiga tilkall til hans, og út af því reis hið svokallaða „Deildartungumál.“ Komu þeir hér við sögu Böðvar í Görðum og tengdasonur hans, Hvamm-Sturla, er deildu við Pál prest út af arfinum. Var sáttafundur í málinu haldinn í Reykholti. Þegar lengi hafði verið rætt um málið án samkomulags, fór Þorbjörgu, konu séra Páls, að leiðast þófið, „óð fram milli þeirra með sveðju í hendi og lagði til Sturlu og stefndi á augað. Var hún þá gripin, svo að lagið kom á kinnina, og varð af allmikið sár.“ Við þennan atburð skapaðist nýtt viðhorf í málinu. En því lauk ekki vandræðalaust fyrr en Jón Loftsson gekk í málið, og til að mýkja skap Sturlu bauð hann að taka af honum í fóstur Snorra son hans. Var hann síðan á fóstri með Jóni Loftssynií Odda, þar til hann var 19 vetra. Og á því fræðasetri mun Snorri hafa fengið gott veganesti til listsköpunar í máli og stíl, svo sem síðar kom fram. - Þannig hafa stundum góðir menn og vitrir, eins og Jón Loftsson, breytt ógiftusamlegum atvikum í gifturík.
Magnús Pálsson (? - 1223) fékk kallið 1185. Foreldrar eru nefndir hér næst á undan. Kona: Hallfríður Þorgilsdóttir prests á Staðastað, Arasonar prests fróða (1067), sem talinn er fyrsti rithöfundur á íslenzku. Synir þeirra: Ari prestur og Brandur prestur.
Styrmir Kárason fróði fékk kallið 1128.
Þorlákur Ketilsson fékk kallið 1237.
Arnbjörn fékk kallið fyrir 1241.
Þórarinn Vandráðsson.
Þórður Bersason fékk kallið fyrir 1253.
Einar Kolskeggsson fékk kallið um 1360.
Ari Gunnlaugsson fékk kallið fyrir 1388.
Ásbjörn Ólafsson fékk kallið fyrir 1390.
Ólafur Kolbeinsson fékk kallið 1392.
Gunnar Gilsson fékk kallið 1394.
Halldór.
Þorkell Ólafsson fékk kallið um 1419.
Hrafn Gilsson fékk kallið 1463.
Halldór Jónsson.
Þórður Jónsson fékk kallið 1503.
Jón Einarsson fékk kallið 1509.
Ólafur Gilsson fékk kallið 1518.
Ólafur Guðmundsson fékk kallið 1537.
Björn Þorgilsson fékk kallið 1538.
Eiríkur Jónsson fékk kallið um 1547.
Einar Marteinsson (- - um 1604) fékk kallið 1563. „Laungetinn sonur Marteins biskups Einarssonar með Guðrúnu Jónsdóttur.“ „Hann var valmenni og nokkuð einfaldur, listfengur sem föðurfrændur hans, einkum til kvennavinnu og klæðskurðar; vel efnum búinn.“ Kona: Þórunn Úlarsdótttir prests í Hjarðarholti, Guðmundssonar. Börn þeirra: Þórður, fór utan og dó þar, góður málari og vel að sér um margt; Páll, miklhæfur maður, sýslumaður og klausturhaldari, ókvæntur og barnlaus; Guðrún, átti fyrst Jón lögmann Jónsson frá Svalbarði, síðar Steindór sýslumann Gíslason lögmanns Þórðarsonar.
Jón Einarsson yngri (1514-1591) fékk kallið 1569. Foreldrar: Einar Sigvaldason (langalífs, Gunnarssonar) að Hrauni á Síðu, og k.h. Gunnhildur Jónsdóttir. - „Hann sinnti mjög lestri og ritstörfum. Var valmenni og með fádæmum óeigingjarn.“ Kona: Guðríður Sigurðardóttir, Þorbjarnarsonar. Börn þeirra: Séra Böðvar í Reykholti; Halldóra, kona Styrs hins spjelna Þorvaldssonar, bónda á Varmalæk; Guðrún, kona séra Rafns Þorvaldssonar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd; Margrét, kona Jóns Péturssonar á Hæli Í Flókadal.
Böðvar Jónsson (1550-1626) fékk kallið 1582. Foreldrar: Séra Jón yngri Einarsson í Reykholti og k.h. Guðríður Sigurðardóttir. - „Hann var einn fyrirklerka í Skálholtsbiskupsdæmi, vel að sér og skáldmæltur.“ - Kona 1: Ásta Pantaleonsdóttir prests á Stað Í Grunnavík, Ólafssona. Börn þeirra: Séra Jón eldri, síðast í Nesþingum; Þórður á Hurðarbaki í Reykholtsdal; Vigfús; Steinvör, s.k. Torfa Ögmundssonar á Leirá; Sigríður, átti fyrr Guðmund Einarsson, Ásmundssonar, varð síðar s.k. Péturs Þórðarsonar í Tjaldanesi. Kona 2: Guðrún Þorleifsdóttir á Mýrum í Dýrafirði, Bjarnasonar. Dóttir þeirra: Ásta, kona Vilhjálms Vigfússonar sýslumanns á Kalastöðum, Jónssonar. Kona 3: Steinunn Jónsdóttir refs í Búðardal, Sigurðssonar. Börn þeirra: Finnur stúdent; séra Jón yngri í Reykholti; Solveig, kona Jóns á Skáney Vigfússonar sýslumanns frá Kalastöðum.
Jón Böðvarsson yngri (1594 - 1657) fékk kallið 1627. Foreldrar: Séra Böðvar Jónsson í Reykholti og þriðja kona hans, Steinunn Jónsdóttir. „Talinn vel að sér um margt, merkur maður, siðavandur, orðlagður söngmaður.“ - Kona: Sesselja Torfadóttir prests á Gilsbakka, Þorsteinssonar. Börn þeirra: Séra Halldór eldri í Reykholti; séra Torfi í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd; séra Ólafur í Hítardal; séra Halldór yngri á Stað í Grunnavík; Margrét, kona Guðmundar lögréttumanns í Deildartungu; Steinunn, kona séra Hannesar Björnssonar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.
Halldór Jónsson eldri (1626-1704) fékk kallið 1657. Foreldrar: Séra Jón yngri Böðvarsson í Reykholti og k.h. Sesselja Torfadóttir prests á GiLsbakka. "Hann var merkisklerkur, vinsæll og vel metinn." Kona: Hólmfríður Hannesdóttir Skálholtsráðsmanns, Helgasonar, (fékk séra Halldór séra Torfa Jónsson Í Gaulverjabæ til að biðja hennar handa 'Sér, og hafði mörgum biðjum áður verið frá vísað), og var hún nefnd prestamóðir. Börn þeirra: Séra Jón eldri í Hítardal (hinn fróði); Sesselja, kona séra Helga Jónssonar á Staðarhrauni; séra Hannes í Reykholti; séra Torfi á Reynivöllum, séra Jón yngri á Þingvöllum; Sesselja (önnur), kona séra Björns Þórðarsonar á Melum; Katrín og Guðrún.
Hannes Halldórsson (1668-1731) fékk kallið 1705. Foreldrar: Séra Halldór Jónsson í Reykholti og k.h. Hólmfríður Hannesdóttir. - Prófastur í Þverárþingi. Átti við heilsuleysi að búa síðari hluta ævinnar. Eftir hann eru viðaukar Skarðsárannála og uppskriftir skjalabóka. Kona 1: Guðlaug Eiríksdóttir prests í Hjarðarholti, Vigfússonar. Þau bl. Kona 2: Helga eldri Jónsdóttir sýslumanns í Einarsnesi, Sigurðssonar. Eignuðust þrjá syni.
Finnur Jónsson (1704 - 1789) fékk kallið 1732. Foreldrar: Séra Jón Halldórsson (hinn fróði) í Hítardal og k.h. Sigríður Björnsdóttir prests á Snæúlfsstöðum, Stefánssonar. Finnur var biskup í Skálholti á árabilinu 1754-1785. Sóttist þó ekki eftir því embætti. Undi sér betur í Reykholti. Hlaut fyrstur Íslendinga doktorsnafnbót í guðfræði. Merkur og afkastamikill rithöfundur. Latínumaður mikill, sneri m.a. Lilju Eysteins Ásgrímssonar á latínu. Liggur mikið eftir hann bæði prentað og í handritum. „Hann var einn hinn hirðusamasti maður í embættisrekstri, gætti vel meðalhófs í biskupsstjórn, tók vægt á smámunum og jafnaði í kyrrþey, en um hin stærri brot tók hann fast í taumana.“ Árið 1777 tók hann son sinn, Hannes, til aðstoðar í biskupsstörfum. Tók svo Hannes að fullu við biskupsembætti 1785 og hélt til dauðadags 1796. Er Hannes biskup af sumum talinn „einn hinn fjölhæfasti Íslendingurinn, sem uppi hefur verið.“
Geta má þess, að allir þessir nafnkenndu fræðimenn, Jón pró fastur Halldórsson, faðir Finns biskups, og Hannes biskup Finnsson, eru fæddir í Reykholti. „Margar merkar ættir eru komnar frá þessum gömlu og göfugu Reykholtsprestum.“
Þorleifur Bjarnason (1719-1783) fékk kallið 1754. Foreldrar: Séra Bjarni Þorleifsson að Kálfafelli og k.h. Þórunn Ísleifsdóttir sýslumanns að Felli, Einarssonar. „Vel að sér og kenndi nemendum undir, skóla; var skemmtinn og alúðlegur“ Séra Þorleifur kemur allmikið við brúðkaupssögu Eggerts Ólafssonar, þar sem hann stýrði þeirri veglegu athöfn, sem fram fór í Reykholti 1767.
Séra Þorleifur var ókvæntur og barnlaus.
Eiríkur Vigfússon (1747-1808) fékk kallið 1783. Foreldrar: Séra Vigfús Jónsson í Hítardal og f.k. Katrín Þórðardóttir prests á Staðastað, Jónssonar. „Hann var reglusamur, góðgerðasamur, siðprúður, starfsamur og góður kennimaður, en búmaður enginn.“ Kona: Sigríður Jónsdóttir biskups Teitssonar. „Hann var talinn erfiður konu sinni, enda var hún kaldlynd og hispursöm“ (drambsöm). Sonur þeirra var séra Vigfús í Miðdalaþingum.
Vigfús E. Reykdal, aðstoðarprestur fékk kallið 1806.
Eggert Guðmundsson (1769-1832) fékk kallið 1807. Foreldrar: Guðmundur ökonómus, sýslumaður í Gullbringusýslu, Vigfússon, og k.h. Guðrún Þorbjarnardóttir hins ríka í Skildingarnesi, Bjarnasonar. „Hann var hraustmenni og frækinn, auðugur, en enginn sérlegur fræðimaður.“ Sagður hestamaður mikill, og hestakyn hans orðlagt. „Fremri var hann talinn í bústjórn en prestsverkum, sem voru þó af flestum álitin sæmileg.“ Kona: Guðrún Bogadóttir í Hrappsey, Benediktssonar. Börn þeirra: Guðrún, kona Magnúsar skipherra Waage (Jónssonar) í Stóru-Vogum; séra Benedikt, síðast í Vatnsfirði; Halldóra fyrri kona séra Guðmundar Bjarnasonar á Hólmum, en síðar Rögnvalds Jónssonar á Gullberastöðum; Ragnheiður, fyrri kona Björns gullsmiðs Jakobssonar á Fitjum, en síðar Sigurðar Helgasonar skálds á Jörfa.
Benedikt Eggertsson (1799-1871) prests Guðmundssonar í Reykholti. Aðstoðarprestur föður síns. Hans er getið meðal Lundarpresta.
Þorsteinn Helgason (1806-1839) fékk kallið 1833. Foreldrar: Helgi konrektor Sigurðsson á Móeiðarhvoli og k.h. Ragnheiður Jónsdóttir sýslumanns í Rangárþingi (einn auðugasti maður á Íslandi sinnar tíðar). - Helgi, faðir séra Þorsteins, var kennari í Skálholtsskóla í tíð Finns biskups, hvarf frá því starfi og gerðist bóndi á Móheiðarhvoli. - Séra Þorsteinn er sagður hafa verið glæsimenni mikið, og „öll prestsverk fórust honum svo snilldarlega, að unun þótti til hans að heyra.“ Hann var og áhugasamur um búnaðarframkvæmdir. Þá reisti hann nýja ag vandaða kirkju, er var sú fyrsta hér um slóðir með timburþaki. Dáðust allir að fegurð hennar, samanborið við það, sem áður var“ - Séra Þorsteinn féll frá á bezta aldri, aðeins 33 ára gamall. Minning hans mun geymast um aldir í erfiljóði Jónasar.
Þar segir meðal annars:
„Veit þá enginn, að eyjan hvíta
á sér enn vor, ef fólkið þorir
guði að treysta, hlekki hrista,
hlýða réttu, góðs að bíða?
Fagur er dalur og fyllist skógi
og frjálsir menn, þegar aldir renna.
Skáldið hnígur og margir í moldu
með honum búa, - en þessu trúið!“
Kona: Sigríður Pálsdóttir sýslumanns á Hallfreðarstöðum, Guðmundssonar. Dætur þeirra: Ragnheiður, s. k. Skúla læknis Thórarensens á Móheiðarhvoli; Sigríður, f.k. Péturs Sívertsens í Höfn í Melasveit; Guðrún, kona séra Skúla Gíslasonar á Breiðabólstað í Fljótshlíð. - Sigríður, ekkja séra Þorsteins Helgasonar varð síðar s.k. séra Sigurðar G. Thórarensens í Hraungerði.
Jón H. Bachmann (Hallgrímsson) þjónaði um skeið eftir drukknun séra Þorsteins Helgasonar. Hans er getið meðal Hestþingapresta.
Jónas Jónsson (1773-1861) fékk kallið 1839. Foreldrar: Jón lestamaður á Hólum, Jónsson, síðar bóndi á Höfða á Höfðaströnd, og s.k.h. Margrét Ólafsdóttir bryta á Bakka í Viðvíkursveit, Jónssonar. Séra Jónas var orðinn 67 ára, er hann kom að Reykholti, talinn „skarpgáfaður og mælskur ræðumaður.“ Lét af prestsskap 1852, en dvaldist í Reykholti til æviloka í skjóli tengdasonar síns, séra Vernharðs Þorkelssonar, blindur síðustu árin. Kona 1: Sigríður Jónsdóttir prests í Garði, Sigurðssonar. Sonur þeirra: Jón í Vík í Héðinsfirði. Kona 2: Þórdís, systir fyrri konu haus. Dó 1844 af bruna við þvott í Snorralaug. Börn þeirra: Þórður, dómstjóri í landsyfirdómi; Guðrún, kona séra Ólafs Þorleifssonar að Höfða; Halldóra, þriðja kona séra Guðlaugs Sveinbjarnarsonar, þá uppgjafaprestur í Kvíum í Þverárhlíð; Björn, drukknaði í Fnjóská 1834; séra Jónas, aðstoðarprestur í Reykholti; Ólafur á Norður-Reykjum í Hálsasveit; Sigurður á Hofsstöðum í Hálsasveit; Sigríður, s. k. séra Vernharðs Þorkelssonar í Reykholti; Jón í Skógum í Flókadal; Sæunn, óg. og bl.
Jónas Jónasson (1808-1850) prests Jónssonar í Reykholti og seinni k. h. Sigríðar Jónsdóttur. Vígðist 1840 aðstoðarprestur föður síns, og var það til æviloka. Ókv. og bl.
Vernharður Þorkelsson (1785-1863) fékk kallið 1852. Foreldrar: Séra Þorkell Guðnason á Stað í Hrútafirði og k. h. Guðbjörg Vernharðsdóttir prests í Otradal, Guðmundssonar. - Að Reykholti kom séra Vernharður frá Hítarnesi, og var þá kominn um sjötugt. Var hann rómaður fyrir „mannkærleika, lítillæti og ljúfmennsku.“ Góður ræðumaður, mikill framfaramaður og skáldmæltur. Tóku sóknarbörn hans undir með Sigurði Breiðfjörð, er hann lýsti honum með þessari stöku:
Vernharð prest ég virða má
í vinaflokki bjarta.
Hann hefur öðlazt ofan frá
anda sinn og hjarta.
Hann lét af prestskap 77 ára gamall og andaðist í Reykholti ári síðar. Fyrirhyggjusamur var hann, og lét meðal annars smíða líkkistu sína fyrir andlát sitt. Einnig lét hann sauma líkklæði sín á sama tíma. Og er hann lá banaleguna, „óskaði hann eftir að fá að sjá þau, og gladdist við það eins og gott barn, er það fær nýja flík hjá móður sinni.“ (Kr. Þ. Úr byggðum Bfj.). Séra Vernharður var föðurafi séra Jóhanns Þorkelssonar, dómkirkjuprests í Reykjavík (d. 1944). Kona: Ragnheiður Einarsdóttir í Svefneyjum, Sveinbjörnssonar. Börn þeirra: Þorkell í Víðikeri; séra Einar á Stað í Grindavík; Ástríður, kona Sigurðar í Möðrudal; Guðbjörg, kona Jóns söðlasmiðs Gunnarssonar; Guðrún, s. k. Björns gullsmiðs Magnússonar í Gvendareyjum; Soffía, kona Helga hreppstjóra Helgasonar í Vogi.
Jón Þorvarðsson (1826-1866) fékk kallið 1862. Foreldrar: Séra Þorvarður Jónsson síðast á Prestbakka á Síðu og k. h. Anna Skúladóttir stúdents að Stóru-Borg, Þórðarsonar. - „Prestur var hann talinn dágóður, lítillátur, gestrisinn, glaðvær, barngóður og ör á fé.“ Kona: Guðríður Skaftadóttir dbrm. og smáskammtalæknis í Stöðlakoti í Reykjavík, Skaftasonar. Börn þeirra: Anna, kona Sigurðar hreppstjóra Ólafssonar á Hellulandi; séra Skafti á Hvanneyri; Guðný kona Gunnars í Lóni Ólafssonar.
Þórarinn Kristjánsson (1816-1883) fékk kallið 1867. Foreldrar: Séra Kristján Þorsteinsson á Völlum og fyrsta kona hans, Þorbjörg Þórarinsdóttir prests og skálds í Múla, Jónssonar. - Leið séra Þórarins lá frá Prestbakka við Hrútafjörð að Reykholti. Fékk Vatnsfjörð 1872 og hélt til æviloka. Gegndi prófastsembætti í þessum þrem prófastsdæmum. - „Ræðumaður þótti hann hinn prýðilegasti og skrifari af hreinni list. - Enginn búhöldur var hann talinn, og í Reykholti þótti honum fátt um flest. Þegar hann hvarf þaðan eftir fimm ára dvöl, söknuðu ýmsir kirkjuverka hans og töldu hann meðal allra gáfuðustu presta, sem þeir mundu í Reykholti. - Hann var náfrændi Jónasar skálds Hallgrímssonar og langafi Kristjáns Eldjárns, forseta Íslands. - Kona: Ingibjörg Helgadóttir dbrm. í Vogi á Mýrum, Helgasonar. Börn þeirra: séra Kristján Eldjárn að Tjörn í Svarfaðardal; Helgi Jónas í Rauðanesi; Sesselja, kona Einars trésmiðs Bjarnasonar á Ísafirði; Ingibjörg, kona Bjarna Jónssonar á Eyri í Mjóafirði.
Séra Þórarinn Kristjánsson varð R. af dbr. 1874, 2. þjóðfm. Strandamanna 1851.
Þórður Þórðarson Jónassen (1825-1884) fékk kallið 1872. Foreldrar: Þórður dómstjóri Jónasson og Margrét Stefánsdóttir prests Einarssonar á Sauðanesi (alsystir Einars á Reynistað, afa Einars skálds Benediktssonar.) - Séra Þórður var hið mesta ljúfmenni, hestamaður mikill, en áhugalítill um fjármál. Kennimaður var hann með afburðum, og á sumrum var kirkja svo vel sótt í hans tíð, að „mikill fjöldi varð að standa úti, auk þess sem í kirkjuna tróðst.“ Sótti iðulega kirkju þangað fjöldi fólks utansóknar, og sumt langt að komið. „Var sem allt hjálpaðist að til að vekja á honum þessa miklu eftirtekt: Vel samdar ræður, sterk og drynjandi rödd, bæði í lestri, söng og tóni, og eldmóður í framburði.“ Einnig er frásagnarvert, að alla miðvikudaga í sjöviknaföstu messaði hann í Reykholti, en mánudaga í Stóra-Ási.“ Og svo frægur var hann af prestsverkum, að hann var stundum fenginn í fjarlæg héruð til að syngja yfir látnum. - Nokkrar veilur voru taldar í fari hans utan kirkju, m. a. það, að „ofnautn víns rýrði bæði efni hans og álit.“ - Kona: Margrét Ólafsdóttir læknis Thorarensens að Hofi, Stefánssonar. Konu sína missti séra Þórður, er hún var um fertugt, og um svipað leyti dóu börn þeirra, Steinunn Margrét og Jónas Tryggvi, bæði innan við tvítugt. - Vinur séra Þórðar, Steingrímur skáld Thorsteinsson, kvaddi hann meðal annars með þessum ljóðlínum :
Stríðir þú ei lengur hinn sterki maður,
vopnaður þreki móti vetrar byljum,
yfir klaka og fönn til kirkjustarfa,
ótrauður ástverka, - nú er öllu lokið.
Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup (1855-1916) fékk kallið 1884.
Foreldrar: Séra Björn skáld Halldórsson í Laufási við Eyjafjörð og k. h. Sigríður Einarsdóttir í Saltvík á Tjörnesi, Jónassonar. - Um það leyti sem séra Þórhallur kom að Reykholti, var faðir hans orðinn landsþekktur sem sálmaskáld og dáður mjög. Þessa orðstírs föður síns naut séra Þórhallur og var vel fagnað í Reykholtssóknum. Höfðu og þangað borist fregnir af gáfum hans og glæsimennsku. „Var þá sagt, að hann bæri jafnt af samtíðarmönnum og Kjartan Ólafsson í Hjarðarholti hefði gert .... Aðeins vantaði hann eitt, er má prýða góðan prest, en það var fögur söngrödd. Ræður hans þóttu ágætar - -.“
Eftir eins árs prestþjónustu í Reykholtssóknum hafði hann brauðskipti við séra Guðmund Helgason, prest á Akureyri. Var hans saknað mjög. - Hafði hann aðeins skamma viðdvöl á Akureyri, því að hans biðu önnur störf í Reykjavík. Yfir 20 ár kenndi hann við prestaskólann, og um skeið gegndi hann jafnframt dómkirkjuprestsstörfum í Reykjavík. Árið 1908 varð hann biskup og gegndi til æviloka.
R. af dbr. varð hann 1902, dbrm. 1906, prófessor að nafnbót 1907; þm. Borgfirðinga 1894-99 og 1902-1907. Formaður Búnaðarfélags Íslands 1900-1907. Ásamt embættisverkum stundaði hann ritstörf í miklum mæli. Hér verður þess aðeins getið, að hann gaf út Kirkjublaðið árin 1891-97 og Nýtt Kirkjublað 1906- 1906. - Öllum, sem kynntust starfi hans, var ljóst, að hann var frjálslyndur kirkjuhöfðingi, bænda- og barnavinur.
Kona: Valgerður Jónsdóttir hreppstjóra á Bjarnastöðum í Bárðardal, Halldórssonar (fósturdóttir Tryggva bankastjóra Gunnarssonar). Börn þeirra: Séra Tryggvi, prestur á Hesti, síðar forsætisráðherra; Svava, kona Halldórs Vilhjálmssonar, skólastjóra á Hvanneyri; Björn, dó í Noregi 1916; Dóra, kona Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrv. forseta Íslands.
Guðmundur Helgason (1853-1922) fékk kallið 1885. Foreldrar: Helgi, bóndi í Birtingaholti, Magnússon, og k.h. Guðrún Guðmundsdóttir, bónda í Birtingaholti, Magnússonar. - Hann var „fluggáfaður og höfðingi í sjón og raun. Glaður og reifur og hinn veglátasti maður. Hann var hér tuttugu og þrjú ár, og var sem heimurinn hossaði honum á allar lundir lengst af þeim tíma: Góður fjárhagur, efnileg börn og vel gefinn á allan hátt og óskipt mannhylli, allt þetta hlotnaðist honum hér. Alla tíð var hann hér bæði í hreppsnefnd og sýslunefnd, og svo var hann ráðsnjall og tillögugóður, að enginn fór þar yfir.“
Prófastur í Borgarfjarðarsýslu 1885-96. Amtsráðsmaður í Suðuramtinu 1892-1907. Sýslunefndarmaður 1886-1908. Formaður Búnaðarfélags Íslands 1907-1917. Um tíma gæzlustjóri Landsbanka Íslands: Kona Þóra Ágústa Ásmundsdóttir próf. í Odda, Jónssonar. Börn þeirra: Guðrún, starfsmaður í tónlistardeild útvarpsins; Laufey, dó uppkomin; Ásmundur biskup; Helgi, bankastjóri í Rvík; Guðmundur, skrifstofumaður í Rvík.
Einar Pálsson (1868-1951) fékk kallið 1908. Foreldrar: Páll Jónsson, bóndi á Glúmsstöðum og Arnórsstöðum á Jökuldal, og k.h. Hróðný Einarsdóttir, bónda á Brú á Jökuldal, Einarssonar. Fékk Háls í Fnjóskadal 1893, Gaulverjabæ 1903, og þaðan kom hann að Reykholti. Var það Í fyrsta sinn, sem brauðið var veitt eftir ósk safnaðarins. Lausn frá embætti 1930. Hafði hann þá verið þjónandi prestur í Reykholtsprestakalli í 22 ár, og hann og fjölskylda hans notið mikilla vinsælda. Og söngrödd séra Einars verður sérstaklega eftirminnileg, svo var hún heið og skær, og tónvís var hann með afbrigðum. - Kona: Jóhanna Katrín Kristjana Eggertsdóttir Briems sýslumanns á Reynistað, Gunnlaugssonar. Börn þeirra: Eggert Ólafur Briem, lengi læknir í Borgarnesi; Ingibjörg Pála, kona Eyjólfs Eyfells listmálara; Gunnlaugur Briem cand. theol. (d. 1929); Hróðný Svanbjörg, kona Árna B. Björnssonar, gullsmiðs í Rvík; Kristín Valgerður, kona Stefáns Ólafssonar, bónda í Kalmanstungu; Páll Björn, framkvæmdastjóri í Rvík; Vilhjálmur Einar, bóndi á Laugabökkum.
Og eftir að þessi fjölskylda fluttist frá Reykholti, hafa börn þessara hjóna, Reykholtssystkinin, sýnt staðnum óvenjumikla ræktarsemi, og sömuleiðis kirkjum þeim, er faðir þeirra þjónaði. Frásögn af því væri merkur kapítuli út af fyrir sig.
Einar Guðnason (Einar Ingimar) (f. 1903) fékk kallið 1930. Foreldrar: Guðni Einarsson, bóndi á Óspaksstöðum í Hrútafirði, og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Heimiliskennari að Brekku í Fljótsdal 1924-25. Stundakennari við Ungmennaskólann í Rvík 1929-30. Stundaði einkakennslu öll háskólaárin. Kennari við Héraðsskólann í Reykholti 1931-64. Aukaþjónusta um skeið í Hjarðarholts- og Norðtungusóknum, enn fremur í Bæjar- og Lundarsóknum. Formaður fræðsluráðs Borgarfjarðarsýslu frá 1950, og síðustu ár formaður skólanefndar Reykholtsskóla.
Auk þess, að séra Einar nýtur mikilla vinsælda í sóknum sínum, er ástæða til að geta þess, að hann mun víðþekktur fyrir sögufróðleik. Má í því sambandi minna á, að hann var einn þeirra þriggja Borgfirðinga, er bar sigur af hólmi í spurningakeppni útvarpsins fyrir fáum árum. Og ferðafólk, sem heimsækir Reykholt til að skoða staðinn, gengur iðulega i kirkju, syngur þar lag og hlýðir á séra Einar segja „sögu Reykholts.“
Kona: Steinunn Anna, B.A., kennari, Bjarnadóttir Sæmundssonar, yfirkennara og fiskifræðings í Reykjavík. Auk fjölmargra trúnaðarstarfa, sem henni voru falin, en verða ekki rakin hér, gegndi frú Anna kennslustörfum um mörg ár, m.a. við Menntaskólann Í Reykjavík, á vegum útvarpsins, við Flensborgarskólann og síðast við Héraðsskólann í Reykholti 1933-64. Einnig samdi hún kennslubækur í ensku.
Börn þeirra voru fimm, og eru þrjú á lífi: Bjarni, viðskiptafræðingur, nú bæjarstjóri á Akureyri; Steinunn Anna, B.A., kennari við Menntaskólann í Reykjavík; Guðmundur, viðskiptafræðingur, Reykjavík.
Reykholltsstaður rís hátt í sögunni, og ber margt til þess. Sá, sem gerði garðinn frægastan, er vitanlega sagnfræðingurinn mikli, Snorri Sturluson. Þar sat hann og reit snilldarverk sín á svo tæru og fögru máli, að það verður æ til fyrirmyndar þeim, er rita vilja á íslenskri tungu.
Einnig má nefna, að þar hefur setið fjöldi klerka, sem mjög hafa komið við sögu þjóðarinnar, voru fræðimenn miklir og höfðingjar í raun, og sumir setið á biskupsstóli.
Og sögufrægð staðarins, ásamt jarðhita, átti mestan þátt í því, að þar var á árunum 1931-31 reistur „hár og glæstur héraðsskóli“ Borgfirðinga. - Og nú prýðir staðinn meðal annars gömul, en virðuleg kirkja, sviphrein og tíguleg skólabygging, og Snorragarður umhverfis með grasbölum og gróðurríkum trjálundum.
4. Húsafell
í Hálsasveit. Þar var kirkja helguð Guði og jómfrú Maríu og hinni heilögu Cecelíu. Annexía var Kalmanstunga.
Kirkja hefur fyrrum verið á Reyðarfelli í Geitlandi (?), en er af tekin fyrir 1442. Frá 1905 var einnig Stóri-Ás annexía frá Húsafelli. Með konungsbréfi 1812 er Húsafellsprestakall lagt niður, voru þá af teknar kirkjurnar á Húsafelli og Kalmanstungu, og Kalmanstungusókn lögð til Gilsbakkakirkju, en Húsafellssókn lögð til Stóra-Áss, og sóknin í heild lögð undir Reykholt.
Sighvatur Brandsson (lengi) fékk kallið 1170?
Amundi . . . .
Sigmundur ... fékk kallið um 1252.
Ólafur (3 ár) fékk kallið um 1394.
Valgarður Ívarsson fékk kallið um 1472.
Snorri Þorgilsson fékk kallið 1499.
Loftur Þorkelsson fékk kallið fyrir 1538.
Eiríkur Grímsson fékk kallið 1550.
Salómon Guðmundsson (1529-1598) fékk kallið 1590. Foreldrar: Þorsteinn Sighvatsson í Höfn í Melasveit og k. h. Ásta Eiríksdóttir prests í Reykholti, Jónssonar.- Séra Jón fékk Torfastaði 1601 og Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 1607. „Veginn í Tyrkjaráni í Vestmannaeyjum, og því oft nefndur píslarvottur. Var gáfumaður og skáld, sálmar hans lengi í miklum metum.“ Kona: Margrét Jónsdóttir frá Hæli í Flókadal, Péturssonar. Hún var einnig hertekin og kom aldrei til landsins aftur. - Börn þeirra: Séra Jón (eldri) á Melum; séra Þorsteinn í Holti undir Eyjafjöllum; Jón (yngri) Vestmann; Margrét, hertekin í Tyrkjaráni, leyst út af frönskum kaupmanni og átti börn með honum, og kom ekki aftur til landsins.
Sigurður Finnsson (d. 1646) fékk kallið 1600. Foreldrar: Finnur Steindórsson á Ökrum og k.h. Steinunn Jónsdóttir refs í Búðardal, Sigurðssonar. „Vel viti borinn og skáldmæltur.“ Kona: Ingibjörg Sigurðardóttir sýslumanns í Einarsnesi, Jónssonar. Börn þeirra: Finnur skáld á Ökrum; Þórlaug í Syðra-Skógarnesi; Sigurður, Sigríður og Guðrún.
Jón Böðvarsson eldri (d. 1632) fékk kallið 1605. Foreldrar: Séra Böðvar Jónsson í Reykholti og fyrsta kona hans, Ásta Pantaleonsdóttir prests á Stað í Grunnavík, Ólafssonar. „Hann er talinn vel að sér, en óráðsettur og auðnulítill.“ Kona 1: Þórunn Sveinsdóttir prests í Holti Í Önundarfirði, Símonarsonar. Börn þeirra: Einar skáld í Fossbúð; Pantaleon, sjómaður; Ástríður. Kona 2: Guðrún Jónsdóttir dandikarls, Jónssonar. Börn þeirra: Bjarni, fór til Hollands; Ingibjörg, kona Þorsteins Jónssonar á Miðfelli, Benediktssonar.
Grímur Jónsson (1581-1654) fékk kallið 1617. Foreldrar: Jón Grímsson á Húsafelli, síðar í Kalmanstungu, og k. h. Sigurborg Þorsteinsdóttir frá Höfn í Melasveit, Sighvatssonar. „Séra Grímur var þjónandi prestur á Húsafelli í 39 ár, og þar dó hann.“ Kona: Engilráð Jónsdóttir frá Breiðabólstað. Þau hvíla bæði í Húsafellskirkjugarði, og er yfir þeim legsteinn, höggvinn úr rauðu grjóti, sem tekið var úr gili ofan við bæinn. „Er sá steinn enn þá heill og óskemmdur.“ (1931). Synir þeirra: Séra Helgi á Húsafelli; Jón í Kalmanstungu og Ketill. „Launsonur séra Gríms (með Gunnu klínu) var Hallur.“
Helgi Grímsson (1622--1691) fékk kallið 1654. Foreldrar nefndir hér næst á undan. „Hann var mikill maður vexti og rammur að afIi, vel að sér, unni mjög fornfræðum, og eru til uppskriftir hans nokkrar, merkur maður og mikils metinn. Hann fór sumarið 1664 með mági sínum, Séra Bjarna Stefánssyni á Snæúlfsstöðum, að leita Þórisdals." (Segir Björn Gunnlaugsson, að þeir hafi fyrstir manna fundið Þórisdal). - Kona: Guðríður Stefánsdóttir prests í Nesi við Seltjörn, Hallkelssonar. - Dætur þeirra: Kristín á Munaðarhóli; Engilráð á Lundi í Þverárhlíð; Anna í Dagverðarnesi og Guðrún í Kvíum.
Eiríkur Vigfússon (1624-1692) fékk kallið 1691. Foreldrar: Vigfús Eiríksson á Langárfossi, síðar í Stóra-Ási, og k. h. Guðlaug Björgólfsdóttir frá Stóra-Ási. Gegndi prestsstörfum á Húsafelli þetta eina ár, sem hann átti eftir ólifað, og bjó í Stóra-Ási, (átti þá jörð). Kona: Guðrún yngri Steindórsdóttir sýslumanns Ingjaldshóli, Finnssonar (með konungsleyfi vegna skyldleika). Börn þeirra: Séra Vigfús í Miðdalaþingum, og Guðlaug, fyrri kona séra Hannesar Halldórssonar í Reykholti.
Gunnar Pálsson (1667-1707) fékk kallið 1692. Foreldrar: Séra Páll Gunnarsson eldri á Gilsbakka og k. h. Helga Eiríksdóttir frá Fitjum í Skorradal, Oddssonar. Hann varð ekki mosagróinn á Húsafelli, og er hann hvarf þaðan, var hans lítt saknað af sóknarfólki, því að „hann þótti hvorki loflegur að lærdómi né lifnaði.“ Kona:
Guðríður Torfadóttir frá Flatey, Jónssonar. Synir þeirra: Páli stúdent í Fagurey, Jón og Gunnar.
Halldór Árnason (1672-1736) fékk kallið 1696. Foreldrar: Árni Eiríksson á Eyvindará prests í Vallanesi, Ketilssonar, og k. h. Guðný Bjarnadóttir Skálholtsráðsmanns, Eiríkssonar. „Búsýslumaður mikill, ættrækinn og drenglyndur.“ Kona: Halldóra Illugadóttir prests í Grímsey, Jónssonar. - Börn þeirra: Bjarni, sýslumaður á Þingeyrum; séra Sigvaldi á Húsafelli; séra Illugi á Borg; Guðmundur á Akranesi; Ingibjörg, kona Þorsteins skálds Bárðarsonar í Vogatungu.; Sigurður og Þorgerður.
Sigvaldi Halldórsson (1706-1756) fékk kallið 1736. Foreldrar nefndir hér næst á undan. Fara litlar sögur af honum sem presti, en meðal afkomenda hans hefur ríkt „andlegt og líkamlegt atgervi.“ - Kona: Helga Torfadóttir prests á Reynivöllum, Halldórssonar. Börn þeirra: Torfi djákni í Odda; Halldór; Guðríður; Þórarinn Lilliendal, sýslumaður (m. a. í Borgarfjarðarsýslu); Sigríður, kona séra Snæbjarnar Halldórssonar í Grímstungu, biskups á Hólum, Brynjólfssonar.
Snorri Björnsson (1710-1803) fékk kallið 1757. Foreldrar: Björn Þorsteinsson, bóndi í Höfn í Melasveit, Þorgeirssonar, og k. h. Guðrún Þorbjarnardóttir í Birtingaholti, Eiríkssonar. - Áður prestur að Stað í Aðalvík í 16 ár. „Í skýrslum Harboes fær hann góðan vitnisburð, enda var hann skarpur maður, vel gefinn og minnugur, reglubundinn og starfsmaður mikill, hið mesta karlmenni að burðum. Æfði hann ungur margar hinar sömu íþróttir, sem gjörðu fornhetjurnar frægar, svo sem skotfimi, sund, glímur, stökk og handahlaup.“ Einnig var hann hagleiksmaður á smíðar allar. Og ljóðasmíðar stundaði hann, einkum er líða tók á ævina. Eru til eftir hann bæði rímur og kvæði. Einnig samdi hann leikrit, sem hlaut nafnið Sperðill (Lbs). Mun það eitt elzta íslenzka leikritið. Um séra Snorra eru geysimiklar þjóðsagnir. - Kona: Hildur Jónsdóttir prests á Stað í Aðalvík. Hún var 17 árum yngri en séra Snorri, og sögð hafa verið meðal fermingarbarna hans þar vestra. Börn þeirra: Einar í Múlakoti í Stafholtstungum; Helga, fyrri kona Guðmundar Eiríkssonar að Nautabúi, síðar kona Einars Sigurðssonar á Sturlureykjum; Jakob, bóndi og smiður á Húsafelli; Kristín, kona Sigurðar Jónssonar á Hvítárvöllum; Guðrún, járnsmiður góður, óg.; séra Björn, aðstoðarprestur að Húsafelli; Guðný, smiður góður, óg. Bjó um skeið sem einsetukona í Ambáttarhól, sem er skammt frá Flókadalsá í Varmalækjarlandi.
Björn Snorrason (1764-1797) prests á Húsafelli, Björnssonar. Gerðist aðstoðarprestur föður síns, þegar séra Snorri var kominn fast að áttræðu. Séra Björn missti heilsuna eftir eins árs prestsþjónustu og varð að láta af embætti. Stúdent frá Skálholtsskóla 1784 „með allgóðum vitnisburði fyrir gáfur og skarpleik.“ Kona: Rannveig Grímsdóttir smiðs Eiríkssonar. Börn þeirra: Snorri, dó í Bessastaðaskóla, og Elísabet, kona Magnúsar Jónssonar frá Deildartungu, Þorvaldssonar.
Jón Grímsson (1772-1809) fékk kallið. 1796. Foreldrar: Grímur Jónsson, GötuhÚsum í Rvík, og k. h. Vigdís Sigurðardóttir, Erlendssonar. - Hélt staðinn til æviloka. Voru þeir prestarnir, séra Snorri og séra Jón, samtíðarmenn á Húsafelli í sex ár. Fór mjög veI á með þeim, og messaði séra Snorri öðru hvoru heima á staðnum allt fram á nítugasta aldursár, en þá fór honum að daprast sýn. - Séra Jón fékk gott orð sem prestur. Hann var hagmæltur vel, og samdi meðal annars lofsamlega grafskrift um séra Snorra. Hann varð ekki gamall maður, dó úr holdsveiki 37 ára að aldri.
Séra Jón Grímsson var síðastur presta á Húsafelli, og hefur sá staður nú verið bændabýli í full 160 ár.
Húsafellsprestar tóku margir tryggð við staðinn, eyddu þar ævidögum og kusu sér þar legstað að lífi loknu. Er hvort tveggja, að landslag er þar óvenju fagurt og fjölbreytt og jörð kostamikil. Þar hafa menn því unað sér vel. - Snorri pestur kom að Húsafelli árið 1757. Að honum látnum tók Jakob sonur hans við jörð og búi, og hefur nú sami ættleggur, mann fram af manni, gengið óslitið um garða á Húsafelli í rúmar tvær aldir.
5. Gilsbakki
í Hvítársíðu. Þar var Nikuláskirkja. Annexía var Síðumúli. Þar var Maríukirkja.
TiI Síðumúla lágu fyrrum fjögur bænhús. Eitt þeirra kann að hafa verið á Kirkjubóli, og talað er um bænhús á Haukagili. Annexía var að fornu Stóri-Ás í Hálsasveit, en var 1605 lagður til Húsafells. Enn fremur voru kirkjur á Sámsstöðum og Þorgautsstöðum fram yfir 1600, en báðar aflagðar fyrir 1708. Með lögum 16/11 1907 var Gilsbakkaprestakall lagt niður, og sóknirnar báðar lagðar undir Reykholt.
Ormur Koðránsson (d. 1179) fékk kallið fyrir 1143. Foreldrar: Koðrán Ormsson á Gilsbakka, Hermundarsonar og k. h. Guðrún Sigmundsdóttir á Svínafelli, Þorgilssonar.
Þorkell (í Síðumúla) fékk kallið fyrir 1250.
Pétur Marteinsson ...
Páll Grímsson fékk kallið 1393.
Guðmundur Narfason fékk kallið fyrir 1462. Faðir: Narfi lögmaður Sveinsson á Melum og Saurbæ á Kjalarnesi. Sonur hans: Narfi.
Þorbjörn Ámundason fékk kallið 1463.
Oddur Bergsson fékk kallið fyrir 1491.
Þórður Jónsson fékk kallið 1494.
Þórður Stallason fékk kallið 1504.
Eiríkur Jónsson fékk kallið 1536. Foreldrar: Jón ríki Þórðarson á Borg og Hvanneyri og k. h. Ragnhildur Einarsdóttir umboðsmanns á Hofsstöðum, Þórólfssonar. Börn hans með Steinunni Jónsdóttur: Einar, lögréttumaður á Hvanneyri; Sesselja, kona Steindórs sýslumanns Finnssonar á Ökrum; Ásta, kona Torfa Brandssonar í Höfn og Guðrún.
Eiríkur Grímsson (um 1512-1597) fékk kallið 1578. Nefndur meðal Húsafellspresta.
Guðmundur Einarsson (d. 1587) fékk kallið 1580. Faðir: Séra Einar Úlfsson á Bergstöðum. - Kona: Halldóra Halldórsdóttir prests í Selárdal, Einarssonar. Börn þeirra: Úlfur, Guðmundur og Þorgerður.
Torfi Þorsteinsson (d. 1622) fékk kallið 1588. Foreldrar: Þorsteinn Sighvatsson í Höfn í Melasveit og f. k. h. Ásta Eiríksdóttir prests í Reykholti, Jónssonar. - Þjónaði líka Húsafelli um tíma. Kona: Margrét yngri Aradóttir á Fitjum, Ólafssonar. Börn þeirra: Þorkell, Guðmundur og Þorsteinn; Sesselja, kona séra Jóns yngra Böðvarssonar í Reykholti; Guðrún, kona Gríms Einarssonar að Strönd í Selvogi; Ásta, kona Benedikts Þorvaldssonar á Víðimýri.
Gunnar Pálsson (d. 1661) fékk kallið 1623. Foreldrar: Páll Jónsson á Hólmi í Leiru (aðrir: Páll Magnússon á Hafnarhólmi ) og Hallotta (föðurnafn ekki þekkt). „Hann var maður mikilhæfur og merkur að mörgu, hraustmenni hið mesta og svo líkamaþungur, að trauðlega báru hann sterkustu hestar.“ - Kona 1: Sigríður Sigurðardóttir lögréttumanns í Einarsnesi, Jónssonar. Þau bl. Kona 2: Guðný Skaftadóttir prests á Setbergi, Loftssonar. Þau bl. Kona 3: Þórunn Björnsdóttir lögréttumanns í Stóra-Skógi, Guðmundssonar. Börn þeirra: Séra Páll eldri á Gilsbakka; séra Páll yngri í Stafholti; séra Þorsteinn, kirkjuprestur í Skálholti; Guðný, kona Þorvarðs Magnússonar í Bæ í Borgarfirði; Ingveldur, kona séra Eiríks Eyjólfssonar á Lundi, og Ólöf, s. k. séra Jóhanns Þórðarsonar í Laugardælum.
Páll Gunnarsson eldri (1637-1700) fékk kallið 1661. Foreldrar: Séra Gunnar Pálsson á Gilsbakka og þriðja k. h. Þórunn Björnsdóttir frá Stóra-Skógi. - Kona: Helga Eiríksdóttir frá Fitjum, Oddssonar. Börn þeirra: Séra Gunnar í Stafholti; Eiríkur stúdent; Einar stúdent; Guðný, f. k. séra Árna Þorleifssonar í Arnarbæli; Sigríður, kona séra Torfa Halldórssonar á Reynivöllum; Þorbjörg, fyrri kona Hannesar Þórðarsonar í Snóksdal; Þórunn, kona Þórðar Þorsteinssonar prests í Miðdalsþingum; Halldóra og Halla.
Jón Eyjólfsson eldri (1648-1718) fékk kalI ið 1700. Foreldrar: Séra Eyjólfur Jónsson á Lundi og k. h. Katrín Einarsdóttir frá Ásgarði, Teitssonar. „Hann var vel gefinn og mikils metinn.“ Eftir hann eru til sálmar, erfiljóð o. fl. - Kona: Arndís Jónsdóttir lögréttumanns á Geitaskarði, Egilssonar. Börn þeirra: Ingibjörg, kona séra Magnúsar Árnasonar á Reynivöllum; Katrín, kona séra Ólafs Jónssonar á Stað á Snæfjallaströnd; Halla, óg.; séra Jón á Gilsbakka.
Jón Jónsson (1696-1771) fékk kallið 1718. Foreldrar: Séra Jón eldri Eyjólfsson á Gilsbakka og k.h. Arndís Jónsdóttir. - Fékk Gilsbakka eftir föður sinn og hélt til æviloka. Var vel látinn. Kona: Guðrún Þórðardóttir frá Hvalgröfum, Guðlaugssonar. Börn þeirra: Jón eldri á Leirulæk og Norðtungu; séra Jón á Gilsbakka; Markús stúdent; Arndís, kona séra Kolbeins Þorsteinssonar í Miðdal; Vilborg, kona séra Jóns Finnssonar í Hruna; Sigríður, kona séra Guðbrands Sigurðssonar á Brjánslæk; Guðný og Margrét.
Kolbeinn Þorsteinsson (1731-1783). Foreldrar: Þorsteinn Kolbeinsson á Tungufelli og k. h. Guðrún Hallvarðsdóttir frá Efra-seli Í Ytra-Hreppi, Halldórssonar. - Var aðstoðarprestur hjá tengdaföður sínum, séra Jóni eldra á Gilsbakka. Fékk Miðdal 1765 og hélt til æviloka. (Holdsveikur síðustu æviárin ). Hann var „gáfumaður, skarpvitur og iðjusamur, listamaður, hugvitsmaður og skáldmæltur“ (sjá Lbs.). Prentað er eftir hann latínukvæði, enn fremur latnesk þýðing Passíusálma Hallgríms Péturssonar, auk þess Gilsbakkaþula, Kátt er um jólin, koma þau senn. Er það talin merk heimild um „bæjarbrag, hátíðahald og heimafólk á staðnum.“ Kona: Arndís Jónsdóttir prests á Gilsbakka. Börn þeirra: Þorsteinn (dó um tvítugt); Jón eldri, kaupmaður í Stykkishólmi; Jón yngri, beykir; séra Eyjólfur á Eyri við Skutulsfjörð; Guðrún eldri. Átti fyrr séra Sigurð aðstoðarprest í Miðdal, Ólafsson, en síðar Eirík dbrm. Vigfússon á Reykjum á Skeiðum; Guðrún yngri (skáldmælt), kona Einars Bjarnasonar í Bryðjuholti; Margrét, átti fyrst Þórð stúdent Sæmundsson, varð síðan seinni kona séra Hilaríusar Illugasonar á Mosfelli í Grímsnesi, síðast miðkona séra Jóns Jónssonar í Klausturhólum; Halldóra, seinni kona Árna Þorleifssonar í Kalmanstungu.
Jón Jónsson yngri (1737-1796) fékk kallið 1771. Foreldrar: Séra Jón Jónsson eldri á Gilsbakka og k. h. Guðrún Þórðardóttir frá Hvalgröfum. - Hann var vel gefinn maður, merkisprestur og prýðilega látinn“ (Vorið 1784 átti hann eftir einn hest af sjötíu, þ. e. árið eftir Skaftárelda ). - Kona: Ragnheiður Jónsdóttir prests í Hvammi í Norðurárdal, Sigurðssonar. Börn þeirra: Séra Jón á Bergsstöðum; Kristín, kona Jóns Fr. stúdents Thórarensens í Víðidalstungu; Halla, kona Jóns stúdents Árnasonar, bónda á Leirá. Ragnheiður, ekkja séra Jóns, átti síðar séra Einar Guðbrandssonar, síðast á Hjaltabakka.
Eggert Guðmundsson (1789-1832) fékk kallið 1796. Hans er áður getið meðal Reykholtspresta.
Hjörtur Jónsson (f. 1776-d. 1843). fékk kallið 1806. Foreldrar: Jón Hjartarson í Klasbarðahjáleigu, Skúmsstöðum og síðast í Akurey í Landeyjum, og k. h. Anna Þorleifsdóttir frá Akurey, Árnasonar. - Fyrst aðstoðarprestur í Stórólfshvolsþingum. Stundaði kennslu um skeið. Árið 1805 var hann látinn fylgja Bjarna frá Sjöundá utan til aftöku. - „Hann var valmenni og vinsæll, heldur vel gefinn, gerðist þungfær vegna fitu á seinni árum sínum.“ „Séra Hjörtur lifði á þeirri öld, þegar söfnuðir báru takmarkalausa virðingu fyrir prestum sínum, ef þeir höfðu eitthvert manngildi. Svo var það með séra Hjört, að hann hafði flest ráð sveitarinnar í hendi sér. Einkum voru það þó einkamálin, sem hann lét sig miklu varða. Rak hann persónur sundur og saman eftir geðþótta sínum, og var tilhögun hans hlýtt næstum takmarkalaust. Hafa ráð hans í þeim efnum víst verið talin holl og einlæg. Það er athyglisvert, að út fyrir prestakallið fer naumast piltur eða stúlka að ná sér í maka í tíð séra Hjartar. Allt er parað saman innan sóknanna.“ - Kona: Þórunn Vigfúsdóttir prests Björnssonar í Garði. Börn áttu þau tvö, og komast annað þeirra upp, séra Jón á Gilsbakka, er var í nokkur ár aðstoðarprestur föður síns.
Magnús Sigurðsson (1805-1858) fékk kallið 1844. Foreldrar: Séra Sigurður Sigurðsson á Auðkúlu og k. h. Rósa Magnúsdóttir frá Myrkárdal, Jónssonar. - Átti séra Magnús við ýmsa örðugleika að stríða í prestskapartíð sinni á Gilsbakka, bæði í sambandi við heimilislíf og safnaðar. - Kona 1: Guðrún Árnadóttir prests á Tjörn í Svarfaðardal. Hún dó af barnsförum eftir eins árs sambúð. Kona 2: Guðrún Pétursdóttir hreppstjóra að Miðhópi, Péturssonar. Börn þeirra: Björn, smiður í Dýrafirði; Jón, drukknaði; Guðrún, átti fyrr Davíð Davíðsson á Háreksstöðum, síðar Vilhjálm Sigurðsson; og Sigurður Jónas, organleikara, fór til Vesturheims.
Gísli Gíslason (1786-1860) fékk kallið 1858. Foreldrar: Gísli Arason á Enni í Refasveit og k. h. Margrét Jónsdóttir frá Krythóli, Jónssonar. Séra Gísli var áður prestur á Vesturhópshólum og Staðarbakka. Er hann var þar nyrðra, kom það í hlut hans að fylgja Friðrik frá Katadal á aftökustað. - Hann er sagður hafa verið góðum gáfum gæddur, lærður vel og skáldmæltur, en bæði vínhneigður og óeirinn í kvennamálum. - Kona: Ragnheiður Vigfúsdóttir sýslumanns á Hlíðarenda, Þórarinssonar (sögð einstakt valkvendi). En vegna drykkjuskapar hans, hafi hún að lokum „orðið að yfirgefa hann.“ Börn þeirra: Gísli, síðari maður Vatnsenda-Rósu; Margrét, kona Steins Oddssonar á Þorgrímsstöðum og víðar; Ólöf, kona Sveins Oddssonar á Þorgrímsstöðum og víðar; Ólöf, kona Sveins Guðmundssonar á Valdalæk; Árni, sýslumaður á Kirkjubæjarklaustri, (fluttist að Krýsuvík 1880 og var þar til dauðadags, 1898. Hann var búhöldur svo mikill, að hann hafði um hríð hæsta lausafjártíund allra búandi manna í landinu); séra Skúli á Breiðabólstað í Fljótshlíð, og Vigfús í Samkomugerði. Kona 2: Helga Jónsdóttir prests á Breiðabólstað í Vesturhópi. Þau bl.
Jón Hjartarson (1815-1881) fékk kallið 1860. Foreldrar: Séra Hjörtur Jónsson á Gilsbakka og k.h. Þórunn Vigfúsdóttir (áður nefnd). - Var fyrst aðstoðarprestur hjá föður sínum á Gilsbakka. Fékk Kross í Landeyjum og þjónaði þar í 13 ár, þar til hann fékk Gilsbakka, sem hann hélt ttl æviloka. „Hann var maður í stærra lagi, herðabreiður, vel vaxinn og karlmannlegur, fríður í andliti, mildur á svip, jarpur á hár og skegg, málrómurinn hreinn, og söngrödd hafði hann góða.“ En vínhneigður var hann og „rataði ekki meðalhófið í þeim efnum.“ Var sagt, að gestrisni á sumum bæjum í þessu efni, er hann var á ferð um sóknina, hafi örvað hneigð hans til vínneyzlu. - Kona: Kristín Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti, Böðvarssonar. Börn þeirra: Hjörtur, læknir í Stykkishólmi; Þórunn, kona Þorvalds læknis á Ísafirði; Þorvaldur, prestur á Ísafirði; Árni, guðfr., kaupmaður á Ísafirði; Grímur Jónsson, guðfr., kennari á Ísafirði. Kona 2: Þorbjörg Pálsdóttir Jónssonar frá Þorvaldsstöðum, Auðunssonar. Var Þorbjörg yngri en flest stjúpbörn hennar. Þau bl. Þorbjörg átti síðar Pál Helgason á Bjarnastöðum.
Þorvaldur Jónsson (1874-1925) prests Hjartarsonar á Gilsbakka. Aðstoðarprestur föður síns frá 1872, fékk Setberg 1875, Eyri í Skutulsfirði 1881. Lét af prestsskap 1915.
Magnús Andrésson (1845-1922) fékk kallið 1881. Foreldrar: Andrés hreppstjóri Magnússon í Syðra-Langholti og k. h. Katrín Eyjólfsdóttir frá Snorrastöðum í Laugardal, Þorleifssonar. - Hann þjónaði Gilsbakka- og Síðumúlasóknum í 37 ár, og var síðastur presta, er sat á Gilsbakka. Prófastur var hann í Mýraprófastsdæmi um langt árabil. Lausn frá prestskap 1918, en bjó á Gilsbakka, sem hann hafði keypt, til æviloka. - Þingmaður Árnesinga 1881-85, Mýramanna 1901-07 og 1912-13. R. af dbr. 1905. Rrt: Skrá yfir bókasafn alþingis, greinar í tímaritum o. fl. „Séra Magnús var siðavandur, hollráður, einlægur og vildi hverjum manni vel.“ Hann stundaði smáskammtalækningar, er þóttu heppnast með ágætum. Kennari þótti hann afburðagóður, og kenndi mörgum piltum undir skóla. Menningarmál lét hann sig miklu skipta, og stofnaði t. d. bindindis- og lestrarfélag í sóknum sínum. Þegar hann kom að Gilsbakka, flutti hann með sér ýmsa nýja siði, þar á meðal „nýjan söng.“ Kona: Sigríður Pétursdóttir Sívertsens bónda í Höfn í Melasveit. Börn þeirra: Þorlákur; Andrés, dó uppkominn, ókv.; Sigríður, kennari í Rvík; Pétur, alþm., ráðherra í Rvík; Katrín, bókavörður í Rvík; Guðmundur; Steinunn Sigríður, kona Ásmundar biskups Guðmundssonar; Guðrún, kona Sigurðar Snorrasonar, bónda á Gilsbakka; Ragnheiður, kona Guðmundar Jónssonar, bónda á Hvítárbakka, og Sigrún, hjúkrunarkona í Rvík.
6. Hvammur
í Norðurárdal. Þar var Maríukirkja. Annexía var Norðtunga. Þar var Katrínarkirkja.
Kirkja var einnig á Skarðshömrum fram yfir 1600, en talið er, að bænhús þar væri af tekið fyrir meira en 20 árum 1708. Í Örnólfsdal og á Kirkjubóli í Hellistungum hafa sennilega verið kirkjur eða bænhús. Talað er og um bænhús á Höfða, Hamri, Glitstöðum, Hafþórsstöðum, Hvassafelli og Hreðavatni, en ekki er þeirra getið í fornum skjölum. Með lögum 16/11 1907 er Hvammsprestakall lagt niður, og báðar sóknirnar lagðar undir Stafholt.
Helgi Jónsson (d 1528) fékk kallið eftir 1503. Faðir?: Jón Sigurðsson Hallssonar, Svarthöfðasonar.
Sveinn Þorbjarnarson (á 16. öld) fékk kallið 1523. Synir hans: Séra Ólafur í Selárdal, Sveinn og Bjarni.
Salómon Guðmundsson (1529-1598) fékk kallið 1559. Foreldrar: Guðmundur Salómonsson á Laxfossi og k. h. Agnes Brandsdóttir, Helgasonar. - Árið 1590 varð hann að standa upp fyrir séra Einari skáldi Sigurðssyni, föður Odds biskups, fékk þá Húsafell og hélt til æviloka. Börn hans: Séra Jón á Hesti og Agnes, kona Magnúsar Magnússonar.
Einar Sigurðsson (1538-1626) fékk kallið 1590. Foreldrar: Séra Sigurður Þorsteinsson, síðast í Grímsey og Guðrún Finnbogadóttir, ábóta á Munkaþverá, Einarssonar. Vígðist fyrst aðstoðarprestur að Möðruvallaklaustri, fékk Mývatnsþing 1561 og Nes 1564. „Var um þessar mundir mjög fátækur og fékk styrk af þurfandi fé presta. Sumarið 1589 tók Oddur biskup, sonur hans, hann og allt hans fólk til sín suður í Skálholt, veitti honum vorið 1590 Hvamm og prófastsdæmi í Þverárþingi.“ En dvöl hans í Hvammi varð skammæ, því að næsta ár fékk hann Heydali og var þar til æviloka. Hann „reyndist hinn röggsamasti maður, enda hraustmenni, léttur í lund og góðgjarn. Hann var skáld, og liggur eftir hann meira í kveðskap, bæði prentað og óprentað, en nokkurn annan Íslending fram að þessu. Hann varð svo kynsæll, að leitun mun á þeim Íslendingi, að ekki sé af honum kominn, ef vel er að gáð.“ Af sonum hans varð einn biskup og fimm prestar. - Kona 1: Margrét Helgadóttir, Eyjólfssonar. Börn þeirra: Oddur biskup; Séra Sigurður á Breiðabólstað í Fljótshlíð; Sesselja, kona séra Halls Hallvarðssonar í Bjarnanesi. Kona 2 : Ólöf Þórarinsdóttir, Gíslasonar. Börn þeirra: Séra Gísli, síðast á Stað á Reykjanesi; séra Ólafur skáld í Kirkjubæ; séra Jón á Hofi í Álftafirði; séra Höskuldur í Heydölum; Eiríkur stúdent; Margrét, kona séra Árna Þorvarðssonar í Vallanesi; Anna, kona séra Ketils Ólafssonar á Kálfafellsstað; Sigríður, kona Bjarna silfursmiðs í Berunesi; Guðrún, kona séra Gissurs Gíslasonar í Þingmúla; Herdís, dó 10 ára. - Þess má geta, að enn er mikið sunginn jólasálmur séra Einars, „Nóttin var sú ágæt ein,“ sem nú er um það bil fjögurra alda gamall.
Ólafur Einarsson (d. um 1618) fékk kallið 1591. Foreldrar: Einar lögréttumaður Eiríksson á Hvanneyri og seinni kona hans, Bergljót Hallsdóttir sýslumanns í Hjörsey, Ólafssonar. Hélt staðinn aðeins eitt ár, fór þaðan að Helgafelli og dó þar. Kona: Þuríður Jónsdóttir frá Skarði á Landi, Eiríkssonar, Torfasonar í Klofa. Börn þeirra: Jón eldri í Lóni; Jón yngri í Hvalsnesi; Egill á Bláfelli; Guðrún átti fyrr séra Erasmus Ormsson á Borg, síðar Guðmund Jónsson; Valgerður, átti fyrst Ólaf Hannesson frá Hvammi í Kjós, þá Eyjólf Sigurðsson á Vatnsenda, síðan Þórð Árnason frá Narfeyri, síðast Jón Ólafsson prests á Kvennabrekku; Steinunn, kona Þorleiks Guðmundssonar, Þorvaldssonar prests á Ferjubakka (Borg), Einarssonar; Þorgerður, átti Guðmund, launson Þorleifs Bjarnarsonar í Búðardal.
Ásmundur Þormóðsson (d. 1630) fékk kallið 1592. Foreldrar: Þormóður lögréttumaður Ásmundsson í Bræðratungu og k. h. Ingibjörg Þorsteinsdóttir í Hjörsey, Torfasonar. - Hélt Hvamm til æviloka. Kona: Ingibjörg Halldórsdóttir prests í Selárdal, Einarssonar. Börn þeirra: Halldór og Bárður, dóu báðir í bólunni; Guðmundur í Stóra-Holti í Saurbæ; Þóra, átti fyrr Pétur sýslumann Pálsson að Staðarhóli, síðar Þorstein Jónsson á Narfeyri; Guðríður.
Eyjólfur Jónsson (d. 1672) fékk kallið 1630. Er nefndur meðal Lundarpresta. Var eitt ár í Hvammi.
Þorsteinn Tyrfingsson (d. 1645) fékk kallið 1631. Foreldrar: Tyrfingur Ásgeirsson í Hjörsey og k.h. Þórdís Hansdóttir sýslumanns i Hjörsey, Ólafssonar. - „Talinn vitur maður.“ Kona: Jórunn Einarsdóttir prests á Melum, Þórðarsonar. Börn þeirra: Jón á Nautabúi, Hólaráðsmaður; Einar, biskup á Hólum; Árni stúdent; Guðrún, kona Benedikts lögréttumanns Björnssonar í Bólstaðarhlíð.
Jón Ólafsson (1605~1694) fékk kallið 1646. Foreldrar: Ólafur (Illi-Láfi) Jónsson á Svarfhóli í Laxárdal og k. h. Ingibjörg Vigfúsdóttir sýslumanns á Kalastöðum, Jónssonar. „Hann var merkismaður og heljarmenni að burðum sem föðurfrændur hans.“ Kona 1: Sigríður Loftsdóttir prests að Setbergi, Skaftasonar. Dóttir þeirra: Kristín, kona Finns skálds Sigurðssonar á Ökrum. Kona 2: Þóra Þorvaldsdóttir prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Rafnssonar. Börn þeirra: Séra Brynjólfur í Görðum á Álftanesi; Sigríður, kona séra Jóns yngra Eyjólfssonar í Hvammi í Norðurárdal.
Helgi Bjarnason lögréttumanns Guðmundssonar að Kletti í Kollafirði og k. h. Helgu Ólafsdóttur frá Svarfhóli í Laxárdal. Var aðstoðarprestur séra Jón Ólafssonar.
Jón Eyjólfsson yngri (um 1650 - 1727) fékk kallið 1695. Foreldrar: Séra Eyjólfur Jónsson á Lundi og k.h. Katrín Einarsdóttir í Ásgarði, Teitssonar. „Hann var talinn merkismaður.“ Kona: Sigríður Jónsdóttir prests í Hvammi, Ólafssonar. Börn þeirra: Séra Jón eldri, aðstoðarprestur föður síns; Eyjólfur; Jón yngri á Skarðshömrum og Laxfossi.
Markús Eiríksson (um 1687-1750) fékk kallið 1714. Foreldrar: Séra Eiríkur Guðmundsson í Fagradal og k.h. Halldóra Jónsdóttir lögréttumanns Sigurðssonar, Hrólfssonar. „Hann fær lélegan vitnisburð.“ Kona: Steinunn Jónsdóttir frá Gunnsteinsstöðum, Jónssonar. Dóttir þeirra: Sigríður, kona séra Sigurðar Jónssonar í Stafholti.
Sveinn Guðlaugsson (1704-1752) fékk kallið 1750. Foreldrar: Guðlaugur Tómasson að Arnarhóli hjá Fróðá og k. h. Ástríður Sveinsdóttir í Klettakoti hjá Fróðá. „Fær góðan vitnisburð.“ Kona: Helga Jónsdóttir prests á Staðarstað, Jónssonar. Helga var fædd 1695, varð blind 1711, dó 1780. Börn þeirra: Séra Guðlaugur í Vatnsfirði; séra Jón á Stað í Steingrímsfirði; Ástríður, kona Einars Jónssonar á Hrekksstöðum; Kristín, kona Vigfúsar stúdents Eiríkssonar í Stóra- Ási í Hálsasveit.
Jón Sigurðsson sterki (1723-:1780) fékk kallið 1752. Foreldrar: Sigurður sýslumaður Jónsson á Hvítárvöllum og k. h. Ólöf Jónsdóttir eldra á Eyri í Seyðisfirði, Magnússonar. - „Var vel gefinn og búhöldur mikill, vel látinn og heljarmenni að burðum sem faðir hans.“ - Kona: Kristín Eggertsdóttir á Álftanesi, Guðmundssonar. Hjónin systkinabörn. Börn þeirra: Ragnheiður, átti fyrr séra Jón yngra Jónsson á Gilsbakka, síðar séra Einar Guðbrandsson á Hjaltabakka; og Sigurður á Hvítárvöllum.
Eiríkur Vigfússon (1747-1808). fékk kallið 1780. Foreldrar: Séra Vigfús Jónsson í Hítardal og f.k.h. Katrín Þórðardóttir prests á Staðarstað, Jónssonar. Lætur Hannes biskup Finnsson svo um mælt; „að séra Eiríkur sé reglusamur, góðgerðarsamur, siðprúður, starfsamur, góður kennimaður og einkum vel laginn að fræða börn, en enginn sérlegur gáfumaður.“ Fékk síðar Reykholt og að lokum Stafholt og andaðist þar. Enginn búmaður og ætíð fátækur. Kona: Sigríður Jónsdóttir biskups Teitssonar. Sonur þeirra: Séra Vigfús Reykdal, síðast í Miðdalsþingum.
Jón Oddsson Hjaltalín (1749-1835) fékk kallið 1783. Foreldrar: Oddur lögréttumaður Hjaltalín á Reyðará, Jónssonar, og k. h. Oddný Erlendsdóttir lögréttumanns, Brandssonar. - Kom að Hvammi frá Kálfafelli á Síðu. Missti þá um sumarið allt búfé sitt í Skaftáreldunum. Og í Hvammi missti hann einnig fyrsta veturinn allt búféð, nema fjórar kýr, eina á og einn hest. Fékk Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1786 og hlaut þar 13I,4 rd. verðlaun fyrir túngarðahleðslu. Árið 1828 fékk hann 50 rd. gjöf frá konungi fyrir 50 ára prestþjónustu. „Hjá biskupum og próföstum fær séra Jón hið mesta lof í öllum greinum, þar er þeir minnast á hann. Og Hannes biskup segir, að hann hafi glæsilegar gáfur. Hann hefur ort mörg kvæði og sálma. Einnig samdi hann sögur.“ - Kona 1: Guðrún Jónsdóttir prests í Bjarnarnesi, Bergssonar. Börn þeirra: Oddur læknir í Bjarnarhöfn; Guðrún, kona Vigfúsar Guðmundssonar á Signýjarstöðum; Jósep á Valshamri; Bergur í Öxney; Guðný, Guðfinna og Guðbjörg; Jón trésmiður; Vigfús í Langadal stóra. Kona 2: Gróa Oddsdóttir prests á Reynivöllum, Þorvarðssonar. Börn þeirra: Guðrún, kona Jóns kaupm. Daníelssonar í Grundarfirði; Jón, landlæknir; Kristín, kona Jóns Daníelssonar yngra á Kverná; Guð rún önnur, kona Magnúsar kaupm. og alþm. Jónssonar í Bráðræði.
Jón Ásgeirsson (1758-1834) fékk kallið 1786. Foreldrar: Séra Ásgeir Jónsson á Stað í Steingrímsfirði og f.k.h. Kristín Guðnadóttir. - Í skóla var hann sagður skara fram úr öðrum í tölvísi. „Hann var vel gefinn og vel að sér, söngmaður góður, þótti betur fallinn til veraldlegrar umsýslu en prestsverka, enda aðsjáll og vel efnum búinn, hæglátur í geði, og þó kíminn.“ Kona: Sigríður Einarsdóttir prests að Vindási í Kjós, Torfasonar. Sonur þeirra: Ásgeir Stadfeldt sórenskrifari í Noregi.
Steindór Jónsson (1740-1797) fékk kallið 1792. Foreldrar: Jón bóndi Eiríksson á Búðum og k.h. Sigríður Jónsdóttir frá Bár í Eyrarsveit, Jónssonar. - „Hann var talinn hraustmenni að burðum, sæmilegur kennimaður, stilltur og vel látinn.“ - Kona 1: Hólmfríður Þorláksdóttir prests í Selárdal, Guðmundssonar. Börn þeirra: Guðríður, kona Jóns Halldórssonar á Littla-Fjalli; Ingibjörg s.k. Eyjólfs í Skíðsholtum; Rannveig, kona Gests Sæmundssonar á Kaðalstöðum. Kona 2: Guðný Brandsdóttir smiðs á Jörfa. þau bl.
Þórður Þorsteinsson (1754-1819) fékk kallið 1797. Foreldrar: Séra Þorsteinn Þórðarson í Hvammi í Hvammssveit og k. h. Margrét Pálmadóttir lögréttumanns á Breiðabólstað í Sökkólfsdal, Sigurðssonar. „Andaðist í Dalsmynni 1819, en þangað; hafði hann flutzt varið 1808, og hafði túnið í Hvammi skemmzt mjög af skriðufalli og snjóflóði (fórst í því einn sonur hans).“ - Kona: Guðbjörg Jónsdóttir frá Hvoli í Saurbæ, Jónssonar. Börn þeirra: Margrét í Dalsmynni; Jón á Berserkjahrauni; Pálmi; Anna, kona Jóns Jónssonar á Leiðólfsstöðum; Ásmundur á Flóðatanga; Guðbjörg, kana Tuma Magnússonar á Háreksstöðum; Benedikt á Breiðabólstað í Sökkólfsdal; Þorbjörg, kona Elíasar Magnússonar; Þorsteinn í Dalsmynni; Jósep í Stóru-Gröf; Þuríður.
Einar Guðbrandsson prests Sigurðssonar á Brjánslæk og s. k. h. Sigríðar Jónsdóttur prests á Gilsbakka. Var í fjögur ár aðstoðarprestur séra Þórðar Þorsteinssonar í Hvammi. Eftir það bjó hann fyrst á Brekku í Norðurárdal og síðar í Arnarholti í Stafholtstungum. Varð síðar prestur á Hjaltabakka og síðast á Auðkúlu.
Jón Magnússon (1773-1850) fékk kallið 1818. Foreldrar: Magnús sýslumaður Ketilsson í Búðardal og f.k.h. Ragnhildur Eggertsdóttir frá Skarði, Bjarnasonar. - „Þótti daufur í prestsverkum og undarlegur á skapsmunum, en búmaður mikill.“ - Kana: Guðrún Guðmundsdóttir sýslumanns í Svignaskarði, Keltilssonar (Þau bræðrabörn). Börn þeirra: Séra Magnús (Nordahl) í Meðallandsþingum; Ragnheiður, kona Guðmundar Teitssonar í Litla-Skarði í Stafholtstungum.
Búi Jónsson ( 1804-1848) fóstursonur séra Jóns Magnússonar prests í Hvammi og síðar aðstoðarprestur hans, „andríkur kennimaður, skemmtinn og gamansamur, skáldmæltur vel.“
Guðlaugur Sveinbjarnarson (1787-1874) fékk kallið 1848. Foreldrar: Sveinbjörn trésmiður Holt Arnórsson sýslumanns í Belgsholti, Jónssonar, og k. h, Helga Guðlaugsdóttir prests í Vatnsfirði, Sveinssonar. - Fékk Stað í Aðalvík 1817, Stórahraun 1826 og fluttist þaðan að Hvammi. Hætti prestskap 1854 vegna sjóndepru, fluttist að Kvíum, en síðar að Grímsstöðum í Reykholtsdal og dó þar. „Hann var fjörmaður, gamansamur og drykkfelldur í meira lagi, heldur illa að sér og daufur kennimaður.“ - Kona 1: Karítas Þorbjarnardóttir gullsmiðs á Lundum í Stafholtstungum, Ólafssonar. Börn þeirra: Sigurður silfursmiður á Brekku í Norðurárdal; Elísabet, kona Jóns Snorrasonar á Kálfalæk; Málmfríður, kona Odds söðlasmiðs í Fróðhúsum. Kona 2: Rannveig Guðmundsdóttir frá Hróksholti, ekkja Guttorms smiðs Einarssonar. Þau bl. Kona 3; Halldóra Jónasdóttir prests í Reykholti, Jónssonar. Var séra Guðlaugur þá orðinn alblindur. Þau bl.
Jón Þorvarðsson (1826-1866) fékk kallið 1854. Foreldrar: Séra Þorvarður Jónsson, síðast á Prestbakka á Síðu, og fyrsta kona hans, Anna Skúladóttir stúdents að Stóru-Borg, Þórðarsonar. - Fékk fyrst Breiðuvíkurþing, þá Hvamm, síðan Garða á Akranesi og síðast Reykholt og hélt til æviloka. Kona: Guðríður Skaftadóttir dbrm og smáskammtalæknis í Stöðlakoti í Rvík. Börn þeirra: Anna, kona Sigurðar hreppstjóra Ólafssonar á Hellulandi; séra Skafti á Hvanneyri; Guðný, kona Gunnars í Lóni Ólafssonar alþm. í Ási, Sigurðssonar.
Benedikt Kristjánsson (1824-1903) fékk kallið 1858. Foreldrar: Kristján dbrm. Jónsson á Illugastöðum í Fnjóskadal og k. h. Guðrún Halldórsdóttir á Reykjum í Fnjóskadal, Jónssonar. - Segir sjálfur svo frá, að hann hefði verið meira hneigður til smíða en bókar. Þó mikill náms- og gáfumaður. - Var prestur í Görðum á Akranesi, Hvammi og síðast í Múla (29 ár). Alþm. Þingeyinga 1875-79, N.Þing: 1881-85, S-Þing. 1886-91, Mýrarmanna 1893. Gæslustjóri Landsbankans 1890-98. „Var mjög áhugasamur um þjóðmál, átti manna mestan þátt í stofnun Kaupfélags Þingeyinga." Kona 1: Arnfríður Sigurðardóttir frá Grímsstöðum við Mývatn, Jónssonar. Dætur þeirra: Kristín María, kona Björns Jóhannssonar á Ljósavatni; Guðrún Emilía, kona Sigfúsar Magnússonar prests á Grenjaðarstöðum (fóru til Vesturheims). Kona: 2 Elínborg Friðriksdóttir prests Eggerz í Akureyjum, ekkja Páls alþm. Vídalíns í Víðidalstungu. Þau bl.
Benedikt Björnsson (1796-1873) fékk kallið 1860. Foreldrar: Séra Björn Benediktsson í Hítardal og k. h. Solveig Ásgeirsdóttir prests á Stað í Steingrímsfirði, Jónssonar. - Bjó fyrst eitt ár á hálfum Hvítárvöllum, síðan fimm ár í Knarrarnesi á Mýrum. Og víðar bjó hann þar til hann varð prestur. Fékk Fagranes 1839 og kom þaðan að Hvammi. Fékk lausn 1867, fluttist þá að Suðurkoti í Andakíl, en síðan aftur að Knarrarnesi, og andaðist þar. „Hann var með stærstu mönnum vexti, stórskorinn í andliti, stirður í róm, en góður prédikari og vandaði vel öll prestsverk, ekki drykkjugjarn, stilltur og viðfelldinn, gestrisinn og vel kynntur af sóknarmönnum sínum, búsýslumaður og mikill hestamaður.“ Kona: Þuríður Bjarnadóttir í Sviðholti, Halldórssonar. Hún bilaðist á geðsmunum, og þau slitu samvistir. Sonur þeirra: Bjarni, hreppstjóri í Knarrarnesi, Kona 2: Guðríður Gísladóttir prests í Hítarnesi, Guðmundssonar. Þau bl. Kona 3: Ingibjörg Jónsdóttir, hreppstjóra á Álftanesi á Mýrum, Bjarnasonar.
Þorvaldur (Gunnlaugur Þorv.) Stefánsson (1836-1884) fékk kallið 1868. Foreldrar: Séra Stefán Þorvaldsson i Stafholti og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir prests í Steinnesi, Péturssonar. Fékk Nesþing 1861, og kom þaðan að Hvammi, er hann hélt til æviloka. Kona l: Valborg Elísabet Sveinbjarnardóttir rektors, Egilssonar. Sonur þeirra Benedikt Gröndal, skáld og bæjarfógetaskrifari í Rvík. Kona 2: Kristín Jónsdóttir prests á Breiðabólsstað í Vesturhópi, Sigurðssonar. Börn þeirra: Arni, kennari á Akureyri; séra Jón prestur á Stað á Reykjanesi; Valborg Elísabet, kona Sigurðar stúdents Pálssonar á Auðshaugi á Barðaströnd. - Kristín, ekkja séra Þorvalds, átti síðar séra Bjarna Símonarson á Brjánslæk.
Jón Ólafur Magnússon (Jón 6.) (1856-1929) fékk kallið 1884. Foreldrar: Magnús Andrésson að Steiná og k.h. Rannveig Guðmundsdóttir að Mælifellsá, Guðmundssonar. - Fyrst prestur á Hofi á Skagaströnd, þá í Hvammi, síðan á Mælifelli og síðast á Ríp í Skagafirði. Fékk lausn 1904 vegna raddbilunar. Bóndi á Fróðá á Snæfellsnesi 1904-05, í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit 1905- 11, í Ögri í sömu sveit 1911-13. Dvaldist í Ameríku 1913-19, Flögu í Vatnsdal og Hamrakoti í A-.Hún. 1920-24, í Reykjavík eftir það. - Kennari við Barnaskóla Ólafsvíkur 1904-05. - Kona: Steinunn Guðrún Þorsteinsdóttir í Úthlíð, Þorsteinssonar. Synir þeirra: Þorsteinn, bankafulltrúi og skáld (Þórir Bergsson) og séra Magnús, guðfræðiprófessor.
Gísli Einarsson (1858-1938) fékk kallið 1887. Foreldrar: Einar bóndi í Krossanesi, Magnússon prests í Glaumbæ, Magnússonar, og k.h. Evfemía Gísladóttir bónda og sagnaritara Konráðssonar, síðast í Flatey á Breiðafirði. Séra Gísli var síðastur presta, er sat í Hvammi. Árið 1911 voru Stafholts- og Hvammsprestaköll sameinuð. Flutti þá séra Gísli að Stafholti og sat þar til ársins 1935, en þá fékk hann lausn frá embætti. Fluttist á næsta ári til Borgarness og dvaldist þar til æviloka. Sýslunefndarmaður Mýrasýslu frá 1892. Hreppsnefndarmaður í 12 ár og lengst af oddviti. Fulltrúi á Þingvallafundi 1907. Kona: Vigdís Pálsdóttir bónda og alþm. í Dæli í Víðidal.
Börn þeirra: Ragnheiður, kona Hermanns Þórðarsonar, kennara og bónda á Glitstöðum, síðast í Rvík; Sverrir, bóndi í Hvammi í Norðurárdal, formaður Stéttarsambands bænda, giftur Sigurlaugu Guðmundsdóttur frá Lundum; Evfemía, óg. í Rvík; Kristín, óg á Hvassafelli; Sigurlaug, gift Þorsteini Snorrasyni, bónda á Hvassafelli; Vigdís, kona Jóns læknis Blöndals í Stafholtsey, síðar forstöðukona í Rvík; Björn, bóndi í Sveinatungu, giftur Andrínu Guðrúnu Kristleifsdóttur frá Stóra-Kroppi.
7. Stafholt
í Stafholtstungum. Þar var Nikuláskirkja. Annexía er í Hjarðarholti.
Kirkjur voru fyrrum í Svignaskarði, Eskiholti og Stóru-Gröf, og eru þær af teknar eftir 1600, í Galtarholti er enn kirkja 1575, en er af tekin (fyrir) 1600, sömuleiðis í Arnarholti. Talað er enn um bænhús á Kaðalstöðum og í Grímstungu, en ekki mun þeirra getið í skjölum. Þá eru og sagnir um kirkju að Borg i Langavatnsdal.
Stein Þorvarðsson fékk kallið fyrir 1143.
Þórarinn Vandráðsson fékk kallið fyrir 1239.
Helgi fékk kallið fyrir 1325.
Bergur ...
Grímur ...
Einar … fékk kallið fyrir 1397.
Snorri … fékk kallið fyrir 1451?
Oddur Pétursson (á 15. öld) fékk kallið fyrir 1474.
Helgi Jónsson fékk kallið fyrir 1509.
Narfi Þorsteinsson (á 15. og 16. öld).
Freysteinn Grímsson (á 16. öld) fékk kallið 1530.
Jón Egilsson (d. 1619) fékk kallið 1571. Foreldrar: Egill Jónsson á Ingjaldshóli og k. h. „sem nefnd er Sigríður og síðar átti Jón Grímsson í Norðtungu.“ Hélt Stafholt til æviloka. „Hann virðist hafa verið atorkumaður og gætti vel réttinda Stafholtskirkju.“ - Kona: Valgerður Halldórsdóttir frá Saurbæ á Kjalarnesi, Ormssonar. Börn þeirra: Séra Högni, prestur í Stóra-Dal og Stafafelli; Halldór stúdent; Ingunn, kona Marteins Halldórssonar á Álftanesi; Sigríður, kona Guðmundar Guðmundssonar í Bæ og Norðtungu; Þórdís, átti fyrr Jón smið Pálsson í Tungu i Staðarsveit, en síðar séra Jón gamla Jónsson á Staðarhrauni; Guðrún, Eiríkur og Hildur.
Gísli Bjarnason ...
Gísli Oddsson fékk kallið 1621.
Sigurður Oddsson eldri (f. 1595-1675) fékk kallið 1623. Foreldrar: Oddur biskup Einarsson og k.h. Helga Jónsdóttir sýslumanns á Holtastöðum, Björnssonar. - Hélt Stafholt til æviloka. „Hann var einn hinn helzti kennimaður á sinni tíð.“ Kona 1: Hólmfríður Jónsdóttir sýslumanns á Galtalæk, Vigfússonar. Þau bl. Kona 2: Guðrún Jónsdóttir prests í Hítardal, Guðmundssonar (konungsleyfi vegna þremennings frændsemi 1635, - kostaði 200 rd.). Börn þeirra: Oddur stúdent; Gísli Skálholtsráðsmaður, séra Sigurður á Staðastað; Guðríður, kona Ólafs Hallgrímssonar í Síðumúla; Hólmfríður, kona séra Ólafs Jónssonar í Hítardal.
Páll Gunnarsson yngri (d. 1696) fékk kallið 1675. Foreldrar: Séra Gunnar Pálsson á Gilsbakka og þriðja kona hans, Þórunn Björnsdóttir í Stóra-Skógi, Guðmundssonar. Hélt staðinn til æviloka.
Gunnar Pálsson (1667-1707) fékk kallið 1696. Foreldrar: Séra Páll Gunnarsson eldri á Gilsbakka og k. h. Helga Eiríksdóttir á Fitjum, Oddssonar. - Var fyrst aðstoðarprestur föður síns á Gilsbakka, fékk Húsafell 1693 og kom þaðan að Stafholti. „Var illa kynntur, lá oft undir kærum, enda drykkfelldur, tók sér aðstoðarprest, gaf upp staðinn, settist að í Neðra-Nesi og andaðist þar úr bólunni miklu.“ - Kona: Guðríður Torfadóttir frá Flatey, Jónssonar. Synir þeirra: Páll stúdent í Fagurey; Jón og Gunnar.
Jón Jónsson (1680-1740) fékk kallið 1707. Foreldrar: Jón yngri sýslumaður Sigurðsson í Einarsnesi og k. h. Ragnheiður Torfadóttir prests í Gaulverjabæ, Jónssonar. Hélt staðinn til æviloka. „Hann var göfugur maður og ríklundaður, talinn frábær í prestsverkum, og þótti jafnan mikils um hann vert.“ - Kona 1: Kristín (konungsleyfi vegna tvímenningsfrændsemi) Guðmundsdóttir lögsagnara á Álftanesi, Sigurðssonar. Börn þeirra: Torfi stúdent; Ragnheiður, dó ung; Margrét f.k. séra Gísla Snorrasonar í Odda. Kona 2: Ragnheiður Gísladóttir í Mávahlíð, Jónssonar. Börn þeirra: Sigríður, átti fyrr Jón Ásmundsson á Breiðabólstað á Skógarströnd, varð síðar þriðja kona Boga Benediktssonar í Hrappsey; Jón sýslumaður á Móeiðarhvoli.
Sigurður Jónsson (um 1712-1766) fékk kallið 1740. Foreldrar: Jón Lögréttumaður Þorleifsson á Egilsstöðum á Völlum og k.h. Sesselja Jónsdóttir frá Héðinshöfða, Grímssonar. Fær allgóðan vitnisburð. Hélt staðinn til æviloka. - Kona:, Sigríður Markúsdóttir prests í Hvammi í Norðurárdal, Eiríkssonar. Börn þeirra: Séra Markús á Mosfelli í Mosfellssveit; séra Jón, aðstoðarprestur í Hítarnesi; Kristín, kona Hafliða borgara Helgasonar í Grundarfirði; Steinunn, kona Sigurðar Brandssonar í Mávahlíð og Stapa; Margrét, varð fyrst síðari kona Séra Jóns Steingrímssonar á Prestbakka á Síðu, síðan miðkona séra Þórðar Brynjólfssonar á Felli í Mýrdal.
Kristján Jóhannsson (1737-1806) fékk kallið 1766. Foreldrar: Séra Jóhann Kristjánsson á Mælifelli og k. h. Agnes Erlendsdóttir prests á Kvíabekk, Guðbrandssonar. „Hann var vel gefinn, kennimaður góður og söngmaður, gestrisinn, en undarlegur í geði og stundum óviðfelldinn, drykkjumaður mikill og þá drambsamur.“ Hann var skáldmæltur, orti erfiljóð og sálma. Eru tveir sálmar eftir hann í sálmabókinni frá 1945, nr. 504 og 522. - Kona: Sigríður eldri Stefánsdóttir prests á Höskuldsstöðum, Ólafssonar. Áttu þau eina dóttur, er dó á unga aldri.
Eiríkur Vigfússon (1747-1808) fékk kallið 1807. Hans er getið meðal Reykholtspresta.
Pétur Pétursson (1772-1837) fékk kallið 1808. Foreldrar: Pétur lögsagnari Pétursson í Syðri-Görðum (Hofgörðum) og k.h. Arndís Skaftadóttir lögréttumanns í Skógarnesi, Sigurðssonar. Hélt staðinn til æviloka.„“Hann fékk ágætt orð, góður læknir, vel auðugur.“ Kona: Sigþrúður Bjarnadóttir prests á Mælifelli, Jónssonar. Börn þeirra: Arndís, kona séra Friðriks Eggerz í Akureyjum; Kristján Pétur, dó í Stafholti nærri útlærður í Bessastaðaskóla.
Arngrímur Halldórsson (1808-1863) prests Magnússonar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og k. h. Guðrúnar Arngrímsdóttur prests á Melum, Jónssonar. Var eitt ár aðstoðarprestur séra Péturs Péturssonar í Stafholti. Séra Arngrímur var síðast prestur á Bægisá.
Böðvar Þorvaldsson (1787-1862) fékk kallið 1837. Foreldrar: Séra Þorvaldur skáld Böðvarsson, síðast prestur í Holti undir Eyjafjöllum, og miðkona hans, Guðrún Einarsdóttir lögréttumanns, Hafliðasonar. „Hann var skörulegur maður, búsýslumaður góður, mikill vexti, rammur að afli og starfsmaður, kennimaður góður, raddmaður í meðallagi, skáldmæltur, og er allmargt sálma og erfiljóða varðveitt eftir hann.“ Kona: Þóra Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar. Börn þeirra: Anna, f. k. Rögnvalds gullsmiðs Sigmundssonar í Innra-Fagradal; séra Þorvaldur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd (afi Haralds Böðvarssonar kaupmanns og útgerðarmanns á Akranesi); séra Árni á Eyri í Skutulsfirði; Pálína Guðrún, átti fyrr Guðmund Jónsson Salómonsen í Árnesi, síðar Lárus Sigurðsson í Háarifi; Hólmfríður, kona Þorláks St. Blöndals skrifara og skálds; Björn, gullsmiður í Fagradal; séra Þórarinn í Görðum á Álftanesi (Samdi Lestrarbók handa alþýðu, er kom út 1874, vel metin fróðleiksbók á sínum tíma); Þóra óg. - Kona 2: Elísabet Jónsdóttir prests í Steinnesi, Péturssonar.
Eggert Bjarnason (1771--1856) fékk kallið 1843. Foreldrar: Bjarni landlæknir Pálsson (1719-1779), var skipaður landlæknir, hinn fyrsti á íslandi, 1760, og k. h. Rannveig Skúladóttir landfógeta, Magnússonar. - Var á skóla árum sínum fylgdarmaður Sveins læknis Pálssonar í rannsóknarferðum hans um landið 1793--95. Fór víða, festi illa rætur. Fékk Klausturhóla 1799, Mosfell í Grímsnesi 1806, Stóru-Velli á Landi 1817, Saurbæjarþing 1837, Stafholt 1843, lét af prestsskap 1847. Fluttist þá að Stafholtsey, fór þaðan í húsmennsku að Efra-Nesi, var næstu þrjú árin í Stafholti, en að lokum aftur í Efra-Nesi og dó þar. „Hann var hraustur að afli, snar og hinn mesti fjörmaður, hestamaður mikill og drykkjumaður, og þá heldur vanstilltur, en hversdagslega gæflyndur, söngmaður góður, en daufur ræðumaður, hirðulítill um embætti sitt, enda lítt hneigður til prestskapar, skeytingarlítill í klæðaburði, ófríður sýnum, móleitur í andliti, meðalmaður að vexti, stundaði talsvert lækningar og bar gott skyn á þau efni.“ - Kona 1: Þorgerður Eyjólfsdóttir lögréttumanns að Skógtjörn, Jónssonar. Börn þeirra: Séra Bjarni í Garpsdal; Eyjólfur bókbindari; Jórunn, kona Geirs Guðmundssonar á Fremri-Brekku í Saurbæ; Melkjör í Efra-Nesi; Gunnar, við lyfjanám í Nesi, dó 1825; Guðrún, kona Jóns Gamalíelssonar í Lambhúsum á Álftanesi; Ingibjörg, óg. - Kona 2: Rannveig Guðmundsdóttir eldra í Fljótsdal í Fljótshlíð (dó 12 vikum eftir hjónabandið). Þau bl. _ Kona 3: Þórunn Gísladóttir í Hlíðarendakoti, Jónssonar. Börn þeirra: Rannveig, átti fyrr séra Magnús Nordahl í Meðallandsþingum, en síðar Gísla Magnússon í Rofabæ; Magnús, ókv. og bl. Steinvör, kona séra Magnúsar Gíslasonar í Sauðlauksdal; Gísli, hreppstjóri, síðast í Giljum í Hálsasveit; Eggþóra, síðari kona séra Andrésar Hjaltasonar á Lundi; Björg, kona Andrésar járnsmiðs Þórarinssonar í Holti í Stokkseyrarhreppi. „Svo er talið, að allar konur séra Eggerts hafi orðið geðveikar. “
Ólafur Pálsson (1814-1876) fékk kallið 1847. Foreldrar: Séra Páll Ólafsson í Guttormshaga og k. h. Kristín eldri Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti, Böðvarssonar. - Hann var lærdómsmaður mikill og stundaði ritstörf. Eru til eftir hann ýmsar þýðingar úr erlendum málum, sömuleiðis ræður og ritgerðir, kvæði og kvæðaþýðingar. - Eftir sjö ára prestsþjónustu í Stafholti varð hann dómkirkjuprestur í Rvík, fékk Mel 1871 og hélt til æviloka. R.af dbr. 1866. - Konungkjörinn alþm. 1867. Kona: Guðrún Ólafsdóttir dómsmálaritara í Viðey, Stephensens. Börn þeirra: Ólafía Sigríður, átti fyrr séra Pál Jónsson á Hesti, síðar séra Lárus Benediktsson í Selárdal; séra Páll í Vatnsfirði; séra Ólafur í Saurbæjarþingum; Theódór verzlunarstjóri á Borðeyri; Kristín, s. k. Böðvars í Hafnarfirði, Böðvarssonar; Þorvaldur á Þóroddsstöðum í Hrútafirði; Stefán, hreppstjóri á Brandagili; og Sigríður, kona Finnboga Jakobssonar á Fjarðarhorni í Hrútafirði.
Einar Sæmundsson (Einarsen) (1793-1866) fékk kallið 1855. Foreldrar: Séra Sæmundur Einarsson á Útskálum og f. k. h. Guðrún yngri Einarsdóttir lögréttumanns í Þrándarholti, Hafliðasonar. Kom að Stafholti frá Setbergi í Eyrarsveit og hélt til æviloka. „Var talinn vel gáfaður, en nokkuð ölkær á seinni árum, ræðumaður góður, hagorður, skemmtinn og vel látinn.“ Er nokkuð til eftir hann af ræðum og ritgerðum. - Kona: Kristjana Hansdóttir Wingaards Richdals, sem var norskur að ætt. Börn þeirra: Hans Wingaard; Hallfríður, kona Páls Einarssonar í Fagurey; Soffía Anna, kona Odds Jónassonar í Spjör í Eyrarsveit; Sigurður (Sæmundsen) , verzlunarstjóri, síðar kaupmaður; Sigríður; Metta, kona Markúsar prests Gíslasonar í Stafholti.
Markús Gíslason (1837-1890). Var aðstoðarprestur tengdaföður síns, séra Einars Sæmundssonar í Stafholti, og þjónaði í eitt ár eftir dauða séra Einars.
Stefán Þorvaldsson (1808-1888) fékk kallið 1866. Foreldrar: Séra Þorvaldur skáld Böðvarsson í Holti undir Eyjafjöllum og þriðja k. h. Kristín Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar (var séra Stefán hálfbróðir séra Böðvars, sem var prestur í Stafholti frá 1837). Fékk Knappsstaði 1835, Mosfell í Mosfellssveit 1843, Hítarnes 1855, að lokum Stafholt 1866. Lét þar af prestsskap 1886, og var þá blindur orðinn. R. af dbr. 1883. „Hann var dugnaðarmaður, skörungur og hestamaður mikill, glaðlyndur og vel látinn.“ - Kona: Ingibjörg Jónsdóttir prests á Höskuldsstöðum, Péturssonar (þau systkinabörn ). Börn þeirra: Séra Þorvaldur (Gunnlaugur Þorvaldur) í Hvammi í Norðurárdal; Jón, smiður í Neðra-Nesi; Elísabet, kona Björns trésmiðs Þorlákssonar í Munaðarnesi; Árni, dó 24 ára; Þórunn Sigríður Kristín, óg. og bl.
Stefán Jónsson, síðar sóknarprestur á Staðarhrauni vígðist aðstoðarprestur afa síns, séra Stefáns Þorvaldssonar í Stafholti og þjónaði eftir það um skeið sem settur sóknarprestur.
Jóhann Þorsteinsson (1850-1930) fékk kallið 1886. Foreldrar: Þorsteinn Helgason, bóndi á Grund í Svínadal, og k. h. Sigurbjörg Jónsdóttir prests á Auðkúlu, Jónssonar. - Vann í skrifstofum landfógeta og landshöfðingja 1879-1881, biskupsskrifari 1881-86. Hélt Stafholt í fjórðung aldar. „Var auðmaður. Gaf Mýrasýslu og Stafholtstungnahreppi 2 þús. kr. eftir sig.“ Skrifaði greinar í tímarit og sneri Biblíusögum á íslenzku. Kona: Elín Þorleifsdóttir ríka á Háeyri, Kolbeinssonar. Börn þeirra: Þóra og Leifur. (Leifur dó frá skólanámi, uppkominn ). Kona 2: Sigríður Þórðardóttir sýslumanns á Litla-Hrauni, Guðmundssonar. Þau bl.
Gísli Einarsson (1858-1938). Fluttist að Stafholti 1911. Áður getið meðal Hvammspresta. Lausn frá embætti 1935.
Björn Magnússon, prestur á Borg. Aukaþjónusta í Stafholts- og Hvammssóknum 1935-37.
Einar Guðnason, prestur í Reykholti. Aukaþjónusta Í Hjarðarholts- og Norðtungusóknum 1935-37.
Bergur Björnsson (f. 1905). Fékk kallið 1937. Foreldrar: Séra Björn Jónsson, prófastur á Miklabæ, Jónsson, og k.h. Guðfinna Jensdóttir bónda á Innri-Veðraá, Jónssonar. - Prestur á Breiðabólsstað á Skógarströnd 1931-37. Kom þaðan að Stafholti. Aukaþjónusta í Borgarprestakalli 1945-46. Stundakennari við Húsmæðraskólann á Varmalandi, nema veturinn 1950-51, er hann kenndi við Gagnfræðaskóla Akraness. Formaður Fræðsluráðs Mýrasýslu frá 1951. Kona: Guðbjörg Sigríður Pálsdóttir bátasmiðs og vélamanns í Rvík. Synir þeirra: Ragnar Heiðar og Guðmundur Páll.
Leó Júlíusson, prestur á Borg. Aukaþjónusta í Stafholtsprestakalli 1961-62 og 1966-69.
Rögnvaldur Finnbogason (f. 1927). Fékk kallið 1962. Foreldrar: Finnbogi verkamaður í Hafnarfirði, Jónsson, og k. h. Ingibjörg Magnússonar. - Framhaldsnám í trúarbragðasögu við Lundúnaháskóla 1952-53. Settur sóknarprestur í Skútustaðaprestakalli 1952, veitt Bjarnanes 1954, Hofsprestakall 1965, og er nú prestur á Seyðisfirði. Kona 1: Erla Gunnarsdóttir tónlistakennara í Rvík, Sigurgeirssonar. Börn þeirra: Hildur og Þrándur. - Kona 2: Kristín Sigurðardóttir skólastjóra Thorlaciusar.
Óskar H. Finnbogason (f. 1913), fékk kallið 1965. Foreldrar: Finnbogi Höskuldsson, bóndi í Skarfanesi á Landi, og k. h. Elísabet Þórðardóttir, bónda í Gröf í Hrunamannahreppi. - Kennari við íþróttaskólann í Haukadal 1940-41, við Miðbæjarskólann í Rvík 1946-47 og við Miðskólann í Borgarnesi 1955-58. Starfsmaður hjá tollstjóra í Rvík 1942-54. Veitt Staðarhraun 1954, búsettur í Borgarnesi. Nú prestur á Bíldudal. - Kona: Rakel Veturliðadóttir, verkstjóra á Ísafirði, Guðbjartssonar. Börn þeirra: Finnbogi, Guðrún Auður og Veturliði Gunnar.
Brynjólfur Gíslason (f. 1938) fékk kallið 1969. Foreldrar: Séra Gísli Brynjólfsson fyrr prófastur á Kirkjubæjarklaustri og k. h. Ásta Þóra Valdimarsdóttir skipstjóra á Akranesi, Kristmundssonar. - Stundakennari við Barnaskólann og Húsmæðraskólann á Varmalandi. - Kona: Áslaug Pálsdóttir bónda á Heiði í Mýrdal. Börn þeirra: Ásta og Margrét.
Þar sem nokkur lægð ríkti yfir umsókn presta um þetta brauð hin síðari ár, þá hefur fólkið í prestakallinu fagnað þeim ungu hjónum, sem nú hafa setzt þarna að, og vonar, að þau uni sér þar um langa ævi. Hafa þau þegar stofnað þarna aðlaðandi heimili í nýviðgerðu íbúðarhúsi.
Stafholt þótti löngum eftirsóknarvert prestakall. Er þar líka flest á einn veg: Staðurinn vel í sveit settur, fagur og frjósamur, engjalönd mikil út frá túni og laxveiðiár á báðar hliðar. - Kirkjan stendur þar á hæð, er Kirkjuhóll heitir, og ber hátt, svo að hana sér víðsvegar að úr héraðinu, og er raunverulega „á bjargi byggð.“
8. Borg
á Mýrum. Þar var Mikaelskirkja.
Annexía er Álftanes. Þar var Maríukirkja.
Kirkjur voru fyrrum að Hofsstöðum, löngu af tekin, á Ferjubakka og Lambastöðum, lagðar niður eftir 1600, og á Langárfossi og Álftárósi, teknar af með konungsbréfi 1765. Bænhús munu hafa verið á Ölvaldsstöðum og Álftárbakka, og talað er um bænhús á Brennistöðum og í Einarsnesi, þótt ekki sé þeirra getið í fornskjölum. Með lögum 27/2 1880 er Álftártungusókn lögð til Borgarprestakalls. Prestar í Borgarþingum sátu lengi á Ferjubakka. Með stjórnarráðsbréfi 13/3 1940 er Borgarsókn skipt í Borgar- og Borgarnessóknir.
Einar Skúlason fékk kallið fyrir 1143.
Bersi Vermundarson (hinn auðgi) fékk kallið 1201. Faðir? Vermundur Þorgilsson, Símonarsonar. Kona: Hróðný Þórðardóttir, er síðar fylgdi Þórði Sturlusyni. Dóttir Bersa prests var Herdís, fyrri kona Snorra Sturlusonar.
Jón Sölmundarson (á Álftanesi) fékk kallið fyrir 1397. jón Eyjólfsson fékk kallið fyrir 1531.
Þorleifur Eiríksson fékk kallið um 1536.
Kolbeinn Jónsson fékk kallið 1538.
Jón Freysteinsson ...
Þorvaldur Einarsson (á 16. öld). fékk kallið 1568. Bjó í Höfn. Kona: 1: Marsíbil. Sonur þeirra: Ólafur. Kona 2: Ragnhildur Pálsdóttir. Sonur þeirra: Guðmundur (Jörva-Gvendur).
Hallkell Stefánsson fékk kallið 1582. Faðir: Séra Stefán Hallkelsson í Laugardælum. - Kona: Sigríður Jónsdóttir prests í Hestþingum Magnússonar. Börn þeirra: Séra Jón, aðstoðarprestur föður síns; Hallur; Steinunn, kona séra Orms Narfasonar á Breiðabólstað á Skógarströnd. Kona 2: Guðrún Þórhallsdóttir í Stafnesi, Oddssonar. Sonur þeirra: Séra Stefán í Nesi við Seltjörn.
Ormur Narfason fékk kallið 1600. - Foreldrar: Narfi sýslumaður Ormsson í Rvík og Guðrún Magnúsdóttir á Espihóli, Brynjólfssonar. Kona: Steinunn Hallkelsdóttir prests (foreldrar nefndir hér næst á undan). Börn þeirra: Séra Jón „litli“ í Miðdalsþingum; Erlendur var á Vestfjörðum, raupsamur og fór með kukl; Erlendur (annar); Sigríður; Narfi; Sigurður og Haukur.
Erasmus Ormsson fékk kallið 1820. Foreldrar: Séra Ormur Þorvarðsson á Reynivöllum og k. h. Elísabet Ólafsdóttir Janssonar Bagges. Bjó á Ferjubakka. Kona: Guðrún Ólafsdóttir prests á Helgafelli, Einarssonar. - Börn þeirra voru þrjú.
Halldór Jónsson (d. 1670) fékk kallið um 1655. Foreldrar: Séra Jón Halldórsson í Kaupangi og k. h. Sigríður Jónsdóttir, Ásgrímssonar. - Bjó á Ferjubakka. Varð tvívegis að greiða sekt fyrir legorðssök og einu sinni vegna áfloga. - Kona 1: Guðrún Guðmundsdóttir prests á Stað á Reykjanesi, Jónssonar. Dætur þeirra: Sigríður, Þóra og Halldóra. Kona 2: Kristín Marteinsdóttir á Álftanesi, Halldórssonar. Barna ekki getið.
Hannes Björnsson (um 1631-1704) fékk kallið 1660. Foreldrar: Björn lögréttumaður Gíslason í Bæ í Borgarfirði og k.h. Ingibjörg Ormsdóttir sýslumanns í Eyjum, Vigfússonar. Bjó á Ferjubakka. Fékk Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og hélt til æviloka. „Hann var merkisprestur, skörulegur og oft siðamaður í meiri háttar brúðkaupsveizlum.“ Allmikið af ritum eru til eftir hann. Kona: Sigríður Jónsdóttir prests í Reykholti, Böðvarssonar. Börn þeirra: Sesselja, óg. og bl.; Þuríður, kona Eiríks á Ferstiklu Sigurðssonar (prests á Skorrastöðum); Björn; Þórunn, kona Jóns lögréttumanns Jónssonar í Laugardalshólum; Jón; séra Torfi í Saurbæ; Ingibjörg, dó í bólunni miklu.
Jón Halldórsson (d. 1692) fékk kallið 1668. Foreldrar: Séra Halldór Marteinsson á Álftanesi og k. h. Þórey Jóndóttir, Kolbeinssonar. - Bjó fyrst á Lambastöðum, síðar á Langárfossi. „Hann átti ljótar deilur við Vigfús Jónsson á Leirulæk“ (Leirulækjar-Fúsa). „Hann var mikillátur og rausnsamur, en talinn hviklyndur.“ Kona: Randíður Jónsdóttir í Hróarsholti, Loftssonar. Synir þeirra hétu Jón og Halldór.
Þorsteinn Þórarinsson (d. 1695) fékk kallið 1679. Foreldrar: Þórarinn lögréttumaður Illugason á Varmalæk og Hvítárvöllum og k h. Þorbjörg Gísladóttir á Hrafnabjörgum, Björnssonar (prests í Saurbæ í Eyjafirði). Bjó á Ferjubakka. Kona: Guðrún Bjarnadóttir prests í Grundarþingum, Hallssonar. Börn þeirra: Þórður; Sigurður, vinnumaður í Hjörsey; Páll á Skeljabrekku. Kona 2: Þórunn Þorsteinsdóttir frá Hlíð í Hörðudal, Sigurðssonar. Þau bl.
Jón Eyjólfsson eldri (um 1648-1718) fékk kallið 1681. Foreldrar: Séra Eyjólfur Jónsson á Lundi og k. h. Katrín Einarsdóttir í Ásgarði. Bjó á Langárfossi. Séra Jóns er getið meðal Gilsbakkapresta.
Auðunn Benediktsson (um 1675-1707) fékk kallið 1701. Foreldrar: Séra Benedikt Pétursson á Hesti og k. h. Guðrún Guðmundsdóttir. - Bjó á Borg og hélt staðinn til dauðadags. „Hann var gáfumaður, vel að sér, og hefur samið rím eftir nýja stýl.“ - Kona: Þóra Þorvarðsdóttir lögréttumanns í Bæ í Borgarfirði, Magnússonar. Börn þeirra: Séra Þorvarður í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd; Guðrún, ráðskona hjá séra Þorvarði bróður sínum. Ekkja séra Auðuns átti síðar séra Ólaf Jónsson í Miðdal.
Þórður Þórðarson (168~1738) fékk kallið 1708. Foreldrar: Þórður lögréttumaður Finnsson á Ökrum og k.h. Guðbjörg Jónsdóttir á Syðra-Rauðamel, Björnssonar. Bjó fyrst á Borg, síðar á Ferjubakka. Fékk Hvamm í Hvammssveit og hélt til dauðadags. Eftir hann er annáll og ættartölubók (í Lbs). Kona: Þorbjörg Eiríksdóttir prests á Lundi, Eyjólfssonar. Börn þeirra: Margrét, kona Jóns Sigurðssonar á Ingjaldshóli; Ragnhildur, kona Magnúsar Jónssonar ráðsmanns á Skarði; séra Eiríkur í Nesi; Guðrún, s. k. Ketils Jónssonar í Húsavík; Jón, drukknaði; Gunnar; Eyjólfur á Skerðingsstöðum; Guðmundur, guðfræðingur; séra Einar í Hvammi; Guðbjörg, óg., bl.
Þórhalli Magnússon (d. 1746) fékk kallið 1716. „Talinn bóndason af Seltjarnarnesi.“ Bjó fyrst á Borg, en síðar á Hamri. Hélt staðinn til dánardægurs. Fær sæmilegan vitnisburð, kenndi ýmsum skólalærdóm. - Kona. 1: Guðrún Gísladóttir Nikulássonar í Þingnesi, Einarssonar. Börn þeirra: Séra Magnús i Villingaholti; Jón; Helga, kona Gísla Björnssonar á Sandi í Kjós; séra Þórður í Saurbæ á Kjalarnesi; Kona 2: Bóthildur Egilsdóttir frá Kálfa læk, Finnssonar. Sonur þeirra: Séra Egill, prófastur í Bogense á Fjóni.
Illugi Halldórsson (um 1711-1770) fékk kallið 1747. Foreldrar: Séra Halldór Árnason á Húsafelli og k. h. Halldóra Illugadóttir prests í Grímsey, Jónssonar- Bjó á Hamri í Borgarhreppi meðan hann hélt Borgarþing. - Var tvívegis dæmdur frá kjóli og kalli fyrir hórdómsbrot og vegna óeirða í kvennamálum. „Hann var mjög fátækur jafnan, svo að hann fargaði jafnvel leigukúgildum sínum.“ Árið 1759 varð hann að hrökklast frá prestsþjónustu á Borg út af kvennasnatti, skildi þá við konu sína og fór að stunda sjóróðra um skeið. Var á þeim árum til heimilis á Krossi í Lundarreykjadal. Og enn varð kvennastúss honum að fótakefli. „Þá þótti svo hneykslanleg sambúð hans og húsfreyju þar ógiftrar,“ að sýslumaður skarst í það að tvístra þeim. Ævina endaði séra Illugi hjá bróður sínum, Bjarna sýslumanni á Þingeyrum. Sagt var um séra Illuga, að hann hefði verið „hraustmenni að burðum og talinn af samtímamönnum vel gefinn og mælskumaður.“ Kona: Sigríður Jónsdóttir, Steinssonar (biskups Jónssonar). „þótti heldur óráðsett.“ Börn þeirra: Björn; Guðmundur; Þorgeir og Jón; séra Árni á Hofi á Skagaströnd og Elín.
Friðrik Guðmundsson (um 1725-1812) fékk kallið 1759. Foreldrar: Guðmundur stúdent Ólafsson í Höfðabúð á Höfðaströnd, Kárssonar, og k. h. Sigríður Guðbrandsdóttir úr Hörgárdal, Jónssonar. -„Hann var vel gefinn og góður ræðumaður talinn, en jafnan mjög fátækur og hirðulítill um embættisrekstur og embættisbækur, enda drykkfelldur, en þó allvel liðinn.“ Lét af prestskap 1794,og fluttist þá að Lambastöðum á Mýrum. - Kona: Guðrún Torfadóttir prests á Stað í Súgandafirði, Ísleifssonar. Börn þeirra: Sigurður í Borgarholti; Guðmundur eldri; Sæmundur, var utan lands og stundaði brennivínsgerð; Guðmundur yngri; Málmfríður; Ebenezer á Lækjamóti í Víðidal; Sigríður eldri; Sigríður yngri, s. k. séra Bjarna Péturssonar á Ólafsvöllum Ragnhildur, kona Halldórs Hjálmssonar á Hermundarstöðum; Ástríður, kona Jóns Einarssonar á Kröggólfsstöðum.
Bjarni Pétursson Bjarnasonar í Bæ á Selströnd var aðstoðarprestur séra Friðriks Guðmundssonar 1778-1786.
Þórður Þorsteinsson prests Þórðarsonar í Hvammi í Hvammssveit, var aðstoðarpr. séra Fr. Guðmundssonar 1787-1792.
Jón Arngrímsson (1769-1798). Fékk kallið 1794. Foreldrar: Séra Arngrímur Jónsson á Melum og k.h. Ragnhildur Bjarnadóttir. - Skrifari hjá Skúla landfógeta Magnússyni í Viðey. Þegar hann fékk Borg, sat hann fyrsta veturinn á Álftanesi, en bjó síðan á Borg, og hélt staðinn til æviloka. Varð úti í kafaldsbyl rétt hjá heimili sínu. „Hann fékk mikið lof hjá samtíðarmönnum sínum fyrir gáfur og mannkosti, vel að sér og hagleiksmaður.“ Kona: Metta Níelsdóttir lögréttumanns Hjaltalíns í Hlíðarhúsum, Jónssonar. Hún átti síðar Davíð kaðlara Sörensen Grönager á Búðum. Hún barnlaus með báðum mönnum sínum.
Jón Magnússon (1750-1823) fékk kallið 1798. Foreldrar: Séra Magnús Pétursson á Höskuldsstöðum og k.h. Ásgerður Pálsdóttir prests að Upsum, Bjarnasonar. Bjó fyrst á Borg, síðan á Ferjubakka, en síðast á Kárastöðum og dó þar. „Hann var vel gefinn og vel metinn, en fátækur jafnan, enda lélegur búmaður.“ - Kona: Ólöf Pétursdóttir „prestamágs“ á Skúfsstöðum, Ólafssonar. Börn þeirra: Séra Pétur á Kálfatjörn; Kristín, kona Guðmundar Ólafssonar Snókdalíns; Sigríður, átti fyrr Guðmund Jónsson á Brennistöðum, síðar Ólaf Björnsson í Ferjukoti; Ingiríður, aldrei við karlmann kennd, kölluð „allra systir“, með því, að hún taldi sig í ætt við flesta meiri háttar menn, sem hún sá.
Pétur Jónsson (1778-1865) var aðstoðarprestur föður síns, séra Jóns Magnússonar á Borg, frá 1808-1823.
Páll Guðmundsson (1778-1846) fékk kallið 1823. Foreldrar: Guðmundur ökonomus Vigfússon og k.h. Guðrún Þorbjarnardóttir ríka í Skildinganesi, Bjarnasonar. „Talinn ekki mikill gáfumaður“, en fær þó lofsamlegan vitnisburð hjá biskupi, búmaður góður, hraustmenni hið mesta til burða og glíminn. - Kona: Helga Guðmundsdóttir prests á Stað í Hrútafirði, Eiríkssonar. Börn þeirra: Guðrún, kona séra Einars Sívertsens í Gufudal; Ingveldur og Sigríður, báðar ógiftar; Guðmundur sýslumaður í Arnarholti (d. 1886).
Guðmundur Vigfússon (1810-1870) fékk kallið 1846. Foreldrar: Vigfús á Signýjarstöðum Guðmundsson (ökonomuss Vigfússonar) og k. h. Guðrún Jónsdóttir prests og skálds Hjaltalíns (nefndur áður meðal Hvammpresta). - Kom að Borg frá Stóra-Núpi. „Hann var hirðumaður mikill og atorkusamur, mannkostamaður mikill og höfðinglyndur, enda vel stæður.“ Kona: Guðrún yngri Finnbogadóttir verzlunarmanns í Rvík, Björnssonar. Börn þeirra: Solveig átti systkinabarn sitt, Ingimund Jakobsson (prests Finnbogasonar) í Svaðbæli; Guðrún, f. k. Böðvars Böðvarssonar (prests á Mel, Þorvaldssonar), síðast í Hafnarfirði; Finnbogi á Tindum í Geiradal; Vigfús söðlasmiður; Arndís, kona Theódórs verzlunarmanns á Borðeyri, Ólafssonar; Rannveig Sigríður Dórothea, kona Jóns Jónssonar á Auðunnarstöðum; Þrúður Elísabet, seinni kona systkinabarns síns, Péturs á Stóru-Borg, Kristóferssonar, Finnbogasonar.
Þorkell Eyjólfsson (1815-1891) fékk kallið 1859. Foreldrar: Séra Eyjólfur Gíslason í Garpsdal og Miðdalaþingum og k. h. Guðrún Jónsdóttir prests og skálds á Bægisá, Þorlákssonar. - Eftir 15 ára prestsþjónustu að Borg, fékk hann Staðastað 1874, hætti prestskap 1890, fluttist þá að Búðum og andaðist þar. „Var vel að sér, kenndi mörgum undir skóla, vel virtur.“ - Kona: Ragnheiður Pálsdóttir prests í Hörgsdal (mikilhæfur maður og búsæll). Börn þeirra: Matthildur yfirsetukona, átti Magnús Jóhannesson á Sveinsstöðum; Eyjólfur, úrsmiður í Rvík; Páll, gullsmiður og málfræðingur, síðast í Rvík; Jón eldri, vestanpóstur; Guðbrandur, verzlunarmaður í Ólafsvík; Guðrún, kona Holgeirs kaupmanns Clausens; Bjarni, skipasmiður; Jón yngri dr. og þjóðskjalavörður (Fornólfur) í Rvík; Kjartan á Búðum og Fossi í Staðarsveit; Einar, rithöf. og skrifstofustjóri Alþingis.
Guðmundur Bjarnason (1816-1884) fékk kallið 1875. Foreldrar: Bjarni Símonarson í Laugardælum og k. h. Ragnheiður Guðmundsdóttir prests að Hrepphólum, Magnússonar. - Var prestur á ýmsum stöðum áður en hann fékk Borg, sem hann hélt til dauðadags. - Kona: Guðrún Þorkelsdóttir úr Rvík, Rafnssonar. Börn þeirra: Ragnheiður, kona Eyjólfs gullsmiðs Oddssonar í Rvík; Guðmundur í Einarsnesi; Ingibjörg; Margrét, kona Teits verzlunarmanns Ólafssonar í Rvík. Laundóttir séra Guðmundar: Kristín, kona Eyjólfs Ólafssonar í Sviðnum.
Árni Jónsson (1849-1916) fékk kallið 1884. Foreldrar: Jón Árnason á Skútustöðum og k. h. Þuríður Helgadóttir s. st. Ásmundssonar. - Hélt Borg í 4 ár. Til er eftir hann sálmur, ritgerðir og þýðingar. Alþm. Mýramanna 1886-91, alþm. Norður-Þingeyinga 1902-07, og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í héraði. R. af dbr. 1909. - Kona: Dýrleif Sveinsdóttir, bónda á Hóli í Höfðahverfi, Sveinssonar. Börn þeirra: Þuríður, gift Gustav Bergström, húsagerðarmeistara í Vesturheimi; Jón, dr. med., læknir í Seattle. Kona 2: Auður Gísladóttir, bónda á Þverá í Dalsmynni, Ásmundssonar. Börn þeirra: Dýrleif Þorbjörg, gift fyrr Skúla prófessor í Árósum, síðar Ásgeiri eftirlitsmanni Péturssyni; Þorbjörg Dýrleif, kennari í Rvik; Gísli, bóndi á Helluvaði við Mývatn; Þóra, kona Kristins yfirkennara Ármannssonar í Rvík; séra Gunnar, prestur í Kópavogi; Ingileif Oddný, kona Vilhjálms Þ. Gíslasonar, útvarpsstjóra í Rvík; Ólöf Dagmar, kona Hákonar borgardómara Guðmundssonar í Rvík.
Einar Friðgeirsson (1863-1929) fékk kallið 1888. Foreldrar: Friðgeir bóndi í Garði Olgeirsson og k. h. Anna Ásmundsdóttir bónda á Þverá í Dalsmynni, Gíslasonar. - Vígðist 1887 aðstoðarprestur séra Þorkels Bjarnasonar á Reynivöllum, fékk Borg ári síðar og hélt til æviloka, eða í 41 ár. Prófastur í Mýraprófasdæmi 1892-1902. Sýslunefndarmaður frá 1889. Starfaði að félagsmálum í héraði og var m. a. um skeið í stjórn Kaupfélags Borgfirðinga. Hann var fjölhæfur gáfumaður, ljóðelskur, og einnig var ljóðfákur hans léttur í spori og lék við tauminn. Birtust nokkur ljóð hans í Óðni undir dulnefninu „Fnjóskur“. Einnig eru eftir hann ritgerðir og þýðingar í tímaritum. Kona: Jakobína Hólmfríður Sigurgeirsdóttir bónda á Galtarstöðum ytri í Hróarstungu. Börn þeirra: Ólöf, óg.; Grímur, umsjónarmaður í Rvík; Geir, stud. mag.; Egill, bóndi á Langárfossi, síðar í Rvík; Þorlákur, skrif. í Rvk.
Björn Magnússon (f. 1904) fékk kallið 1929. Foreldrar: Magnús prófastur á Prestsbakka á Síðu Bjarnason og k.h. Ingibjörg Brynjólfsdóttir prests Jónssonar í Vestmannaeyjum. - Sóknarprestur að Borg í 17 ár. Prófastur í Mýraprófastdæmi 1935-45. Skipaður dósent við guðfræðideild Háskóla íslands 1945 og prófessor við sömu deild 1949. Auk þessa hefur hann gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum, verið afkastamikill rithöfundur, skrifað fjölda bóka auk ritgerða í ýmis tímarit. Félagi í Vísindafélagi Íslendinga. - Hefur unnið mjög mikið að bindindismálum, og var m. a. stórtemplar 1952-55. Kona: Charlotte Kristjana, dóttir Jóns Júlíusar afgreiðslumanns í Rvík, Björnssonar. Börn þeirra: Magnús, flugumferðarstjóri í Rvík; Dóróthea Málfríður; kona Birgis Ólafssonar, skrifstofumanns í Rvík; Jón Kristinn, verkfræðingur í Rvík; Ingi Ragnar Brynjólfur bankamaður i Rvík; Björn, doktor í guðfræði, í Rvík; Ingibjörg óg. í Rvík og Oddur Borgar.
Bergur Björnsson, prestur í Stafholti. Aukaþjónusta í Borgarprestakalli 1945-46.
Leó Júlíusson (f. 1919) fékk kallið 1946. Foreldrar: Sigurður Júlíus Sigurðsson, formaður í Bolungarvík, og k.h. Anna Guðfinna Guðmundsdóttir bónda á Bæ í Trékyllisvík, Guðmundssonar. Stundaði framhaldsnám í trúarheimspeki og trúarlífssálarfræði við Kaupmannahafnarháskóla í sept. 1951 - maí 1952. Settur til prédikunarstarfa í Hálsprestakalli sumarið 1944. Settur sóknarprestur í Hofsprestakalli í Álftafirði 1945. Fékk Borg ári síðar. Prófastur í Mýraprófastsdæmi 1961. Aukaþjónusta í Akrasókn frá 1965 og í Stafholtsprestakalli 1961-62 og 1966-69. - Séra Leó hefur um árabil haldið sunnudagaskóla fyrir börnin í Borgarnesi. Hefst sú stund kl. 11 f. h. hvern sunnudag vetrarlangt. --- Á þeim stundum er „frækorni sáð“ í fullri vissu þess, að upp vaxi meiður, er veitt geti skjól í næðingum lífsins, og að þar „velji sér athvarf hin saklausu börn.“ Skóla þennan sækja litlu börnin með ljúfu geði og leggja í einlægni fram skerf sinn í starfið.
Stundakennari við Gagnfræðaskóla Borgarness hefur séra Leó lengstum verið síðan haustið 1947, og við Bændaskólann á Hvanneyri veturinn 1955-56. - Kona 1: Gunnlaug Magnússon Baldvinsdóttir prentara í Rvík. Þau skildu. Bl.~ Kona 2: Anna Sigurðardóttir kaupmanns á Akranesi, Vigfússonar. Börn þeirra eru tvö: Jónína og Sigurður.
Borg á Mýrum býr að fornri frægð. Þar sat Skallagrímur og niðjar hans, er kallaðir voru Mýramenn. „Langmerkastur þeirra var Egill Skallagrímsson (um 900-980), frægur af kveðskap sínum og hreysti.“
Hér kemur einnig Snorri Sturluson við sögu í byrjun 13. aldar. Hann fékk Herdísar, dóttur Bersa prests hins auðga, og með henni veraldarauð mikinn. Sat hann staðinn í nokkur ár, áður en hann fluttist að Reykholti.
Telja má líklegt, að Borg sé meðal elztu kirkjustaða á landinu. Segir svo í Laxdælu, að Þorsteinn Egilsson hafi flutt lík Kjartans Ólafssonar að Borg, og að þar sé hann grafinn. „Þá var kirkja nývígð og í hvítavoðum,“ segir þar. Atburður sá gerist snemma á ll. öld. - Og Borg hefur allt til þessa dags verið talin til höfuðbóla.
Hverfum að lokum til okkar daga. Nú liggur fjölfarin leið þar við garð, og þegar vegfarandi lítur heim á staðinn, blasir við augum „hreint land og fagurt.“ Þar ræður smekkvísi og snyrtimennska ríkjum.
Þessi samantekt er tekin upp úr Kaupfélagsritinu, 27. hefti okt. 1970, 28. hefti des 1970 og 29. hefti jan 1971. Útgefandi Kaupfélag Borgfirðinga.
Höfundur samantektarinnar er skráður BJ - líklega Björn Jakobsson á Varmalæk.
I.
Aðalheimildir um þetta efni eru sóttar í Prestatal og prófasta eftir séra Svein Níelsson, prófast á Staðastað, aðra útgáfu, endurskoðaða af Birni prófessor Magnússyni. Auk þess má nefna íslenzkar æviskrár dr. Páls Eggerts Ólafssonar, Úr byggðum Borgarfjarðar eftir Kristleif fræðimann Þorsteinsson á Stóra-Kroppi og Guðfræðingatal Björns Magnússonar. - Eins og sjá má, er þetta eingöngu samantekt, en ekki sagnfræði.
Fyrri útgáfa af Prestatali séra Sveins kom út í Kaupmannahöfn 1869 á vegum Hins íslenzka Bókmenntafélags. Sá Jón Sigurðsson um útgáfuna og ritaði að henni formálann. Önnur útgáfa kom út 1950 á vegum sama félags. Björn prófessor Magnússon sá um þá útgáfu og jók við og ritar einnig formála að þeirri útgáfu.
Séra Sveinn Níelsson (1801-1881) var sonur Níelsar bónda Sveinssonar á Kleifum í Gilsfirði og konu hans, Sesselju Jónsdóttur frá Barmi á Skarðsströnd. Stúdent frá Bessastöðum 1824. Eftir að hafa gegnt ýmsum störfum um árabil, fékk hann Blöndudalshóla 1835, Staðarbakka 1843, Staðastað 1850, og að síðustu Hallormsstað 1879, hætti prestskap 1880 og fluttist til Reykjavíkur. - Prófastur í Snæfellsnessýslu 1866-74, Þjóðfundarfulltrúi Húnvetninga 1851, og þingmaður Snæfellinga 1865-67.
„Hann var í röð fremstu kennimanna, gáfumaður mikill og skáldmæltur (sjá Lbs.), smiður góður, orðlagður kennari, og kenndi mörgum nemendum undir skóla“ - Fyrri kona hans var Guðný Jónsdóttir prests á Grenjaðarstað, Jónssonar. Þau skildu. Börn þeirra: Jón Aðalsteinn aðjunkt í Nyköbing; Sigríður, kona Níelsar trésmiðs Eyjólfssonar á Grímsstöðum á Mýrum. Kona 2: Guðrún Jónsdóttir prests í Steinnesi, Péturssonar. Börn þeirra: Elísabet Guðný, kona Björns ritstjóra og ráðherra Jónssonar; Hallgrímur biskup; Jón á Selvelli í Breiðuvík; Sveinn, trésmiður í Reykjavík.
Eins og í ljós kemur, eiga nokkrir prestar frá elstu tímum enga sögu hér, og verða nöfnin ein að nægja. Geta má þess, að mannlýsingar í sambandi við einstaka presta eru því aðeins teknar upp, að þær séu fyrir hendi, en örfátt um þá sagt frá eigin brjósti. Og þeir fá hér misstóra skammta í frásögn. Má segja, að það fari eftir því, hvernig „stendur á efninu.“ Einnig verður að takmarka frásögnina nokkuð, svo að ekki flói út yfir alla bakka.
Þegar athugað er ætterni fyrri tíðar presta, vekur það nokkra athygli, að fæstir þeirra eru af venjulegu alþýðufólki komnir. Langtíðast eru þetta prestssynir eða þá synir lögréttumanna. Aðeins örfáir bændasynir hlutu hnossið. Og í sumum ættum koma fram prestar mann fram af manni. Má í því efni nefna sem dæmi séra Einar skáld Sigurðsson í Heydölum (1538-1626) og afkomendur hans. Þar rann lengi vel ósvikið prestablóð í æðum. Einnig má i þessu sambandi minna á séra Högna Sigurðsson, prest á Breiðabólstað í Fljótshlíð (1693--1770), sem vakti sérstaka athygli á sínum tíma sem „prestafaðir.“ Faðir hans og afi voru báðir prestar. Með konu sinni, Guðríði Pálsdóttur frá Sólheimum, Ámundasonar, átti hann 17 börn, þar af 8 syni, sem allir urðu prestar.
Segir sagan sem fágætan viðburð, að allir hafi þeir mætt á Breiðabólstað á Jónsmessu 1760 „í fullum prestaskrúða, en séra Högni sjálfur sá níundi.“ Enn fremur er þess getið, „að þeir hafi allir komið hempuklæddir í prestastefnu á alþingi.“
Svo að tekin séu dæmi úr Borgarfirði, má segja, að tveir Reykholtsprestar hafi gert nokkuð verk í þessu efni. Séra Jón Böðvarsson yngri (1594-1657) átti sex börn með konu sinni, Sesselju Torfadóttur prests á Gilsbakka, fjóra sonu og tvær dætur. Allir synirnir urðu prestar og önnur dóttirin prestskona. - Þessu líkt gerist hjá séra Halldóri í Reykholti, syni séra Jóns Böðvarssonar. Með konu sinni, Hólmfríði Hannesdóttur, átti hann átta börn, fjóra sonu og fjórar dætur. Allir synirnir urðu prestar, og tvær dætranna, sem báðar báru nafnið Sesselja, giftust prestum.
Þá liggur og ljóst fyrir, að dætur presta hafa mátt taka sér vara í þessu efni. Þær hafa ekki með ljúfu geði verið látnar hlaupa beint í fangið á óbreyttum bændasonum, heldur höfnuðu þær að mestu í hjónabandi sem prestsmaddömur.
Og sú var raunin með flesta eldri tíðar presta, að þótt þeir eignuðust tvær eða þrjár konur, var undantekningarlítið segin saga, að þeir völdu þær allar úr hópi prestsdætra. Líka er frá því sagt, að sumar stúlkur hafi sett sök við súlu að giftast presti eða engum ella. Voru þess dæmi, að þær gengu að eiga presta, sem komnir voru að fótum fram og blindir að auki. - En sagan sýnir, að slíkir hættir í hjúskaparmálum losnuðu mjög í reipum, er fram liðu stundir og stéttamunur tók að deyfast og efnahagur að jafnast.
Í prestatali séra Sveins Níelssonar eru taldir 6350 prestar, sem gegnt hafa prestsembætti á íslandi. - Sem vonlegt, er finnst misjafn sauður í svo mörgu fé. Má segja, að þar komi við sögu menn frá lægstu gráðu til hinnar hæstu. - Fyrr á tímum voru færðir í hempu ýmsir lítt lærðir menn, sem auk þess höfðu hvorki köllun né getu til starfsins, en fóru í þetta eingöngu stöðunnar vegna. Þeir lökustu reyndust kærulausir í starfi, jafnvel drykkfelldir ofstopamenn, sem leyfðu sér margt óviðfelldið í skjóli þeirrar trúar og lotningar, sem almenningur bar fyrir prestsstarfinu. Og fáfræði sumra presta og hjákátlegheit urðu þess valdandi að orðið „pokaprestur“ hlaut sess í málinu.
Hins vegar er vandalaust að finna andstæður. Í hópi presta fyrirfinnast fjölmargir, er voru sannir leiðtogar lýðsins, andleg stórmenni í bestu merkingu þess orðs og það á heimsmælikvarða. Jafnvel á mestu þrenginga og þrautatímum þjóðarinnar var andlegur styrkur þeirra svo máttugur, að þá skópu þeir ódauðleg listaverk. Þeir voru sannkölluð leiðarljós fjöldans á dimmviðristímum, þegar í flest skjól sýndist fokið. Ýmsir í klerkastétt eiga ótvírætt skilið sama dóm og Hallgrímur Pétursson fær hjá Matthíasi: „Niðjar Íslands munu minnast þín, meðan sól á kaldan jökul skín.“
En því er erfitt að gleyma og sætta sig við, hversu ofnautn áfengis varð mörgum vel gefnum og sómakærum prestum fjötur um fót. En fyrir slíkt háttalag fá þeir eðlilega harðari dóm en allur fjöldinn. Svo hátt hefur starf þeirra og staða ætíð verið metin.
_ _ _
Nú eru liðin 20 ár síðan önnur útgáfa af Prestatali kom út. Á því tímabili hafa auðvitað margir tekið vígslu og bætst í hóp starfandi presta á vegum þjóðkirkjunnar. Hér er reynt að bæta þeim við á þessu svæði, sem um er að ræða. - En fátt er svo vel úr garði gert, að villulaust komist í hendur lesenda.
Hefst nú prestatalið.
1. Hestþing.
Hestþing í Borgarfirði. Kirkjur eru á Hvanneyri, og var helguð Maríu, Pétri postula, Tómasi erkibiskupi og Marteini biskupi; og í Bæ. Þar var Ólafskirkja.
Kirkjur voru enn fremur á Grjóteyri, og er löngu af tekin; á Varmalæk og Indriðastöðum, og voru teknar af eftir 1600; á Grund var kirkja reist af Brynjólfi biskupi, og stóð þar ennþá 1707; á Hesti var kirkja, af tekin með konungsbréfi 1765. Bænhús var forðum á Kistu (hjá Hvanneyri) og á Vatnsenda, en eru aflagðar fyrir löngu. Með lögum 16/11 1907 voru Lundar- og Fitjasóknir lagðar til Hestþinga. Prestsetur var lengstum á Hesti, en er nú á Hvanneyri (Staðarhóli).
Símon Jörundarson í Bæ. Fékk kallið fyrir 1118.
Högni Þormóðsson í Bæ. Fékk kallið fyrir 1185.
Árni á Hvanneyri. Fékk kallið fyrir 1358.
Einar Þorsteinsson. Fékk kallið fyrir 1470.
Narfi Þorsteinsson. Fékk kallið 1530.
Magnús Jónsson. Fékk kallið fyrir 1552.
Steinn Eyjólfsson. Fékk kallið fyrir 1559 .
Jón Magnússon. Fékk kallið 1563 .
Jón Salómonsson. Fékk kallið 1592.
Auðunn Jónsson (- - 1669). Fékk kallið 1619. Faðir: Séra Jón Salómonsson á Hesti. „Ráðvendismaður, búmaður góður, nokkuð aðsjáll.“ - Kona: Guðrún Teitsdóttir prests á Lundi, Péturssonar. Þau bl., en ólu upp nokkur munaðarlaus börn.
Benedikt Pétursson (um 1640-1724). Fékk kallið 1667. Foreldrar: Pétur Teitsson prests á Lundi, Péturssonar, og k.h. Oddný Benediktsdóttir. - Hann var fóstursonur séra Auðuns á Hesti. „Talinn gáfumaður, vel lærður og lesinn, góður ræðumaður, hagmætIur, hygginn og góður búsýslumaður. Eftir hann er Hestsannáll 1665-1718.“ Kona: Guðrún Guðmundsdóttir í Mávahlíð. Meðal barna þeirra var séra Auðunn á Borg á Mýrum.
Einar Oddsson yngri (1790-1775) fékk kallið 1715. Foreldrar: Oddur Eiríksson á Fitjum í Skorradal og k. h. Guðríður Einarsdóttir prests á Vindási í Kjós. Kona: Jórunn Sigurðardóttir lögréttumanns í Sólheimatungu. Börn þeirra: Séra Einar í Guttormshaga; Sigurður í Tóftum í Grindavík; Ráðhildur, bjó með bróður sínum í Tóftum; Guðrún.
Hálfdan Nikulásson (1695-1769) fékk kallið 1718. Foreldrar: Nikulás Nikulásson á Varmalæk, síðast á Stóra-Kroppi, og k. h. Anna Hálfdanardóttir í Brúsholti. - Talinn vandaður maður, „sæmilega að sér og góður klerkur.“ Kona: Guðrún Gísladóttir iögréttumanns í Njarðvík. Áttu tvær dætur, Kristínu og Önnu.
Arngrímur Jónsson (1737-1815) aðstoðarprestur séra Hálfdanar Nikulássonar í Hestþingum 1766-1769.
Þorsteinn Sveinbjarnarson (1730-1814) fékk kallið 1769. „Launsonur Sveinbjarnar Egilssonar í Innri-Njarðvík og Guðrúnar Nikulásdóttur í Vogum, Jónssonar.“ „Vel gefinn og kennimaður góður, einnig búhöldur góður, jók t.d. mjög laxveiði í Grímsá.“ Orti og þýddi marga sálma og ýmis kvæði og vísur. - Kona: Þorbjörg Hannesdóttir í Marteinstungu, Jónssonar. Tvö voru börn þeirra, Guðrún og Gunnar.
Arnór Jónsson (1772-1853) fékk kallið 1798. Foreldrar: Séra Jón Hannesson á MosfelIi í Mosfellssveit og k.h. Sigríður Arnórsdóttir sýslumann í Belgsholti, Jónssonar. - „Hann var skarpur maður, vel lærður, kenndi mörgum undir skóla, góðurkennimaður. Hann var lágur vexti, en þrekvaxinn, fjörmaður mikill, rammur að afli og glímumaður ágætur.“ En búmaður var hann ekki og átti erfiðan fjárhag. Skáld mæltur var hann, og orti bæði sálma, kvæði, grafskriftir og erfiljóð. Kona 1: Sigríður Sveinsdóttir næturvarðar í Rvík. Sonur þeirra, Hannes, varð aðstoðarprestur hjá föður sínum. Kona 2: Guðrún Magnúsdóttir í Tröð í Álftafirði. Börn áttu þau tvö: Magnús og Sigríði.
Sveinn Jónsson (1757-1829) fékk kallið 1811. Foreldrar: Séra Jón Sveinsson á Staði Steingrímsfirði og k. h. Guðríður Jónsdóttir. Var aðeins tvö ár á Hesti, enginn búsýslumaður, kom víða við, og bjó sífellt við fátækt. Kona: Guðrún Sumarliðadóttir á Víðidalsá, Pálssonar. Börn þeirra voru: Sumarliði (Vídalín); Margrét; Jón „Vídalín;“ Ljótunn og Guðríður.
Jón Hallgrímsson Bachmann (1775-1845) fékk kallið 1812. Foreldrar: Hallgrímur læknir Bachmann í Bjarnarhöfn og k. h. Halldóra Skúladóttir landfógeta, Magnússonar. - „Hann var lipur gáfumaður, söngmaður mikill og ræðumaður, hár vexti, rammur að afli, ekki fríður sýnum, kvenhollur mjög og drykkfelldur mjög, jafnan fátækur.“ - Kona: Ragnhildur Björnsdóttir prests að Setbergi, Þorgrímssonar. Þau eignuðust níu börn. Orð lék á, að hann ætti launbörn, er öðrum voru kennd, og Jón fræðimaður Borgfirðingur taldi sig launson hans.“
Jóhann Tómasson (1793-1865) fékk kallið 1830. Foreldrar: „Laun getin sonur Tómasar stúdents Tómassonar á Ásgeirsá og Ásu Gísladóttur.“ Var fyrst prestur í Húnaþingi, en síðar að Hesti og hélt til æviloka. Bjó fyrst á Hesti, síðan á Báreksstöðum (Bárustöðum), flutti svo aftur að Hesti. Hann þótti ræðumaður ágætur, skáldmæltur og skemmtin í viðræðum, lítill búmaður og mjög fátækur, „enda greiðvikinn og hjartagóður við alla bágstadda.“ Kona 1: Oddný Jónsdóttir umboðsmanns í Gvendareyjum, Ketilssonar . Börn þeirra: VaIgerður á Hóli í Rvík; Jónas söðlasmiður 1 Melaleiti; Sigríður, Þorbjörg, Ragnheiður eldri, Ragnheiður yngri; Páll á Ási í Melasveit. Kona 2: Arnbjörg Jóhannesdóttir Lynge á Bræðraparti á Akranesi. Meðal barna þeirra var séra Jóhannes Lárus Lynge á Kvennabrekku, faðir Jakobs skálds Smára.
Jakob Björnsson (1836-1919 fékk kallið 1866. Foreldrar: Björn gullsmiður Jakobsson á Fitjum í Skorradal og kh. Ragnheiður Eggertsdóttir prests í Reykholti, Guðmundssonar. - „Talinn góður ræðumaður og skörulegur ífmmburði, fjörmaður og knálegur.“ Síða'st prestur í Saurbæ í Eyjafirði. Kona: Solveig Pálsdóttir frá Gilsbakka í Axarfirði, Einarssonar. Börn þeirra: Kristín, kona SigfÚsar Axfjörð, bónda á Krýnastöðum, Einarssonar; Ragnheiður, kona Árna Hólm, bónda í Saurbæ Magnússonar; Ólöf Rannveig, kona Guðmundar Ágústs, bónda í Saurbæ Sigurpálssonar; Björn, gullsmiður á Akureyri.
Páll Jónsson (1843-1875) fékk kallið 1869. Foreldrar: Séra Jón Eiríksson á Stóra-Núpi og k. h. Guðrún Pálsdóttir prests í Guttormshaga, Ólafssonar. - Stundaði fyrst kennslu, þar til hann fékk Hestþing, sem hann hélt til æviloka. Kona: Ólafía Sigríður Ólafsdóttir prófasts á Melstað, Pálssonar (þau systkinabörn ). Börn þeirra komust eigi upp. Hún átti síðar séra Lárus Benediktsson í Selárdal. - Séra Páll sat fyrstu tvö árin í Þingnesi, síðan á Hesti.
Páll Ólafsson (1850-1928) Vígður 1873 aðstoðarprestur föður síns á Melstað. Prestur í Hestþingum 1875–1876. Gerðist aftur aðstoðarprestur föður síns. Fékk Stað í Hrútafirði 1877, Prestsbakka 1880 (ásamt Stað). Prestur í Vatnsfirði 1900–1928. Prófastur í Strandaprófastsdæmi 1883–1900. Prófastur í Norður-Ísafjarðarsýslu 1906–1927. Foreldrar: Séra Ólafur Pálsson á Melstað (móðurbróðir séra Páls Jónssonar á Hesti) og k h. Guðrún Ólafsdóttir dómsmálaritara í Viðey, Stephensens. - Fyrst aðstoðarprestur föður síns, síðan á Stað í Hrútafirði, þá Prestbakka, og að lokum í Vatnsfirði frá 1900 til æviloka. Þm. Strandamanna 1886-91. R. af fálk. Kona: Arndís Pétursdóttir Eggerz, kaupfélagsstjóra og bónda í Akureyjum, Friðrikssonar. Börn þeirra: Elinborg, kona Guðmundar Theódórs, bónda í Stórholti; Guðrún, kona Þorbjörns Þórðarsonar, læknis á Bíldudal; Ölafur, verzlunarstjóri á Ísafirði; Jakobína Jóhanna Sigríður, kona Hannesar Stephensens, verzlunarstjóra á Bíldudal; Böðvar, kaupfélagsstjóri á Bíldudal; Stefán, bóndi í Miðhúsum og Svansvík; Páll, bóndi í Þúfum; Jakobína Jóhanna Sigríður, kona Ágústs Sigurðssonar verzlm. á Bíldudal; Sigþrúður, kona Odds Guðmundssonar, kaupm. á Ísafirði; Jón; Sigurður, bóndi á Nauteyri.
Janus Jónsson (1851-1922) fékk kallið 1876. Foreldrar: Jón silfursmiður á Kirkjubóli í Skutulsfirði, Þórðarson, og k.h. Þóra Katrín Eyjólfsdóttir prests á Eyri í Skutulsfirði, Kolbeinssonar. - Fór frá Hesti að Holti í Önundarfirði. „Séra Janus var hógvær og kurteis, prédikari góður, ágætur söngmaður, og fóru honum öll prestverk vel úr hendi. Hann var fræðimaður mikill og málfræðingur.“ Síðast kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Skrifaði greinar í tímarit og þýddi m. a . sögu Andersens, Gegnum brim og boða. - Kona Sigríður Halldórsdóttir yfirkennara Friðrikssonar. Þau barnlaus.
Arnór Þorláksson (A. Jóhannes) (1858-1913) fékk kallið 1884. Foreldrar: Þorlákur, prestur á Undirfelli í Vatnsdal, Stefánsson, og k. h. Sigurbjörg Jónsdóttir prófasts í Steinnesi, Péturssonar. Kennari við FIensborgarskólann 1883-84 Séra Arnór var söngmaður ágætur, með bjarta og fagra rödd, „atorkumaður, frábær hestamaður, vel gefinn og hagmæltur,“ (sjá sálmab. 1945, nr. 573). - Kona 1: Guðrún Elísabet Jónsdóttir bónda í Neðra-Nesi i Stafholtstungum, Stefánssonar, (alsystir séra Stefáns á Staðarhrauni ). Börn þeirra: Halldór, gervilimasmiður Í Rvík; Ingibjörg; Marta María Guðrún; Þorlákur, fulltrúi Í Rvík; Jón Stefán, kaupm. Í Rvík; Þórarinn, verzlunarm. í Rvík; Hannes, verkfræðingur Í Rvík; Steingrímur, fulltr. í Rvík; séra Lárus í Miklabæ; Guðrún Elísabet, kona séra Páls á Skinnastað. - Kona 2: Hallbera Guðmundsdóttir þurrabúðamanns Í Rvík. Þau barnlaus.
Tryggvi Þórhallsson (1889-1935) fékk kallið 1913. Foreldrar: Þórhallur biskup Bjarmson og k. h. Valgerður Jónsdóttir bónda á Bjarnastöðum Í Bárðardal, Halldórssonar. - Nam guðfræði við Hafnarháskóla 1911-12. Settur dósent við Guðfræðideild Háskóla íslands 1916-17. Ritstjóri 1917-27. Forsætisráðherra 1927-32. Forseti sameinaðs Alþingis 1933. Þm. Strandamanna 1924-34. Aðalbankastjóri Búnaðarbankans 1932. Formaður Búnaðarfélags Íslands 1925-35. Formaður Framsóknarflokksins og síðar Bændaflokksins. Endurskoðandi Landsbankans ofl., ofl. - Skörulegur ræðumaður, einlægur ungmennafélagi, sterkur bindindismaður og bændavinur sem faðir hans. - Er í minnum haft, að hann sem forsætisráðherra hafði aldrei vín á borðum í opinberum veizlum. Kona: Anna Guðrún Klemensdótttir síðar ráðherra, Jónssonar. Börn þeirra: Klemens, hagstofustjóri; Valgerður, kona Hallgrímrs Helgasonar tónskálds; Þórhallur, bankastjóri Búnaðarbankans; Agnar, framkvæmdastjóri hjá S.Í.S.; Þorbjörg, kona Ívars dr. phil. Daníelssonar; Björn, lögfræðingur í Landsbankanum; Anna Guðrún, kona Bjarna prófessors Guðnasonar.
Eiríkur Albertsson (f. 1887) fékk kallið 1917. Foreldrar: Albert bóndi Jónsson i Flugumýrarhvammi og k. h. Stefanía Pétursdóttir bónda og hagyrðings í Djúpadal í Blönduhlíð, Guðmundssonar. Cand. theol. 1917. Sumardvöl í Svíþjóð 1922, kynnti sér uppeldismál. Dr. í guðfræði við Hásk. Ísl. 1930. Í hreppsnefnd Andakílshr. 1926-34. Skólastjóri Alþýðuskólans á Hvítárbakka 1920-23. Hélt unglingaskóla á Hesti 1924-26. Kjörinn bréfafélagi Vísindafél. ísl. 1941. Út hafa komið allmörg rit eftir hann bæði frumsamin og þýdd. Meðal þeirra má nefna doktorsrit hans um Magnús Eiríksson, guðfræði hans og trúarlíf. Einnig hafa birst fjölmargar greinar eftir hann í tímaritum. - Sem prestur var séra Eiríkur ræðumaður með ágætum og flutningur skýr og þróttmikill. Einkum voru tækifærisræður hans mjög dáðar. Kona: Sigríður Björnsdóttir prests á Miklabæ í Skagafirði. Á síðari árum hefur hún stundað bæði barnakennslu og ritstörf. Börn þeirra: Guðfinna, kona Guðmundar Ólafssonar bílstj. í Borgarnesi; Jón, skattstjóri á Akranesi; Stefanía, stúdent, gift cand. jur. Myron Appleman í Keflavík; Guðbjörg, gift Alan L. Chase verkfr. í New York; Björn, viðskiptaumboðsmaður í Biddelford í Main; Ásta, gift Robert Clark verkfr. í Baltimore; Albert, dó ungur; Friðrik, nam gistihúsarekstur í Bandaríkjunum; Ragnar, rafvirkjam. í Rvík.
Sigurjón Guðjónsson, prestur í Saurbæ. Aukaþjónusta í Hvanneyrar- og Fitjasóknum árið 1944.
Einar Guðnason, prestur í Reykholti. Aulmþjónusta í Bæjar- og Lundarsóknum árið 1944.
Guðmundur Sveinsson (f. 1921) fékk kallið 1945. Foreldrar: Sveinn Óskar Guðmundsson, múrari í Rvík, og k. h. Þórfríður jónsdóttir bónda í Fjarðarkoti í Mjóafirði, Einarssonar (bróðurdóttir séra Hjörleifs á Undirfelli). - Cand. theol. Hásk. hl. 1945. Framhaldsnám í Gamla-testamentisfræðum í Khöfn í fimm missiri 1948-51, í Lundi vormissierið 1951, aftur í Khöfn frá ág. 1953 til jan. 1954. Próf í hebresku í Khöfn 1949, m kand. í semtiskum málum í Lundi 1951. Gegndi kennslustörfum í Guðfræðideild Hásk. Ísl. vormissirið 1952, settur dósent við sömu deild 1954. Skólastjóri Samvinnuskólans í Bifröst frá 1955. Ritstjóri Samvinnunnar 1959- 63, og ýmis önnur störf hefur hann haft með höndum á vegum S.1.S.
Séra Guðmundur er afburða ræðumaður, og ritað hefur hann fjölda greina og ritgerða um margvísleg efni.
Og nú var Hestur úr sögunni sem prestsetur, og sat séra Guðmundur á Hvanneyri. Síðar var svo reist prestsseturshús að Staðarhóli, sem er gamalt býli hjá Hvanneyri.
Kona: Guðlaug Einarsdóttir verkstjóra í Rvík, Jónssonar. Gegnir hún húsmóðurstarfi bæði á heimili sínu og í Samvinnuskólanum. Dætur þeirra eru þrjár: Guðbjörg, Þórfríður og Guðlaug.
Ingi Jónsson (f. 1927) útgerðannanns Sveinssonar í Rvík. Var aðstoðarprestur í Hestþingum í nokkra mánuði á árinu 1952.
Árni Sigurðsson (f. 1927) sýslumanns Sigurðssonar á Sauðárkróki.
Var aðstoðarprestur í Hestþingum frá 4. okt. 1953 til 1. sept. 1954.
Guðmundur Þorsteinsson (G. Ólafs) (f. 1930) fékk kallið 1956. Foreldrar: Séra Þorsteinn B. Gíslason prófastur í Steinnesi og k. h. Ólína S. Benediktsdótir. Cand. theol. Hásk. Ísl. 1956. Auk prestþjónustunnar stundar hann kennslu við Bændaskólann á Hvanneyri. Á sæti í hreppsnefnd Andakílshrepps. Í stjórn Norræna fél. í Borgarfirði frá 1958. Í skólanefnd heimavistarbarnask. að Kleppjárnsreykjum frá 1961.
"Í skóla reyndist séra Guðmundur í fremstu röð námsmanna. Honum er einnig í lófa lagið að miðla öðrum af þekkingu sinni. Kennslustörf veitast honum auðveld og ánægjuleg. Kona: Ásta Björnsdótitr kennara í Reykjavík Bjarnasonar. Börn þeirra: Bjarni, Ólína, Elísabet Hanna og Sigurlaug. Hafa þau hjón búið sér og börnum sínum fagurt og aðlaðandi heimili á núverandi prestssetri, Staðarhóli."
2. Lundur í Lundarreykjadal
Þar var kirkja helguð með Guði og heilagri Maríu og sælum Laurentio. Annexían var Fitjar í Skorradal; þar var Nikuláskirkja.
Bænhús voru fyrrum að Oddsstöðum, Sarpi og Skálpastöðum, og enn fremur er talað um bænhús í Dagverðarnesi á Englandi og á Gullberastöðum. Öll eru þau löngu af lögð. - Með lögum 16/11, 1907 er Lundarprestakall lagt niður, og sóknirnar lagðar til Hestþinga.
Þórður Sigurðsson Lundarskalli fékk kallið fyrir 1121.
Klyppur Þorvarðsson.
Þorvarður Klyppsson fékk kallið fyrir 1191.
Árni Þorvarðsson.
Þórður fékk kallið fyrir 1501.
Jón Stallason fékk kallið fyrir 1504.
Gísli.
Ásgeir Hákonarson (1517-1571) fékk kallið 1542. „Launsonur Hákonar Björgólfssonar og Þóru Ásgeirsdóttur sýslumanns Pálssonar að Skarði. „Var gróðamaður mikill, og er mælt, að hann hafi látið eftir sig 13 hundruð hundraða (þótt hann erfði ekkert), og 13 börn, sem hann kom á legg.“ Prestur á Lundi til æviloka.
Sigurður fékk kallið 1572.
Hallkell Stefánsson (á 16. og 17. öld) fékk kallið 1574. Faðir: Séra Stefán Hallkelsson í Laugardælum.
Teitur Pétursson fékk kallið 15'82. „Talinn merkur maður.“ Meðal barna hans var Guðrún, kona séra Auðuns Jónssonar á Hesti.
Eyjólfur Jónsson (um 1599-1672) fékk kallið 1634. Foreldrar: Jón formaður Hallsson í Grímsey og k. h. Þorbjörg, talin systir séra Einars skálds í Heydölum. - „Var talinn mjög vel að sér, og kendi mörgum skólalærdóm.“ Kona: Katrín Einarsdóttir í Ásgarði á Dölum vestra. Börn þeirra: Einar, sýslumaður í Traðarholti; séra Eiríkur á Lundi; séra Jón eldri á Gilsbakka; séra Jón yngri Í Hvammi Í Norðurárdal; Þorsteinn lögreéttumaður á Háeyri.
Eiríkur Eyjólfsson (1641-1706) fék!k kallið 1673. Foreldrar: Séra Eyjólfur Jónsson á Lundi og k. h. Katrín Einarsdóttir. „Talinn valmenni sem foreldrar hans og merkismaður.“ Kona: Ingveldur Gunnarsdóttir prests á Gilsbakka. Börn þeirra: Eyjólfur, hagleiksmaður mikilli (dó í bólunni miklu 1707); séra Helgi á Lundi (dó einnig úr bólunni) og Gunnar (dó úr bólunni); Þorbjörg, kona séra Þórðar Þórðarsonar í Hvammi í Dölum; Katrín, kona séra Hafliða Bergsveinssonar í Hrepphólum; Margrét (dó í bólunni miklu 1707. Ógiftur og barnlaus.)
Helgi Eiríksson (um 1676-1707) fékk kallið 1707. Foreldrar nefndir hér næst á undan. „Vígðist 1703 aðstoðarprestur föður síns, fékk prestakallið eftir hann í maí 1707, andaðist síðar um sumarið ókvæntur og barnlaus.“
Einar Oddsson eldri (1685~1753) fékk kallið 1707. Foreldrar: Oddur Eiríksson á Fitjum í Skorradal og s. k. hans, Guðríður Einarsdóttir prests að Vindási í Kjós, Illugasonar. Áður prestur að Ásum í Skaftártungu. Lét af prestskap á Lundi 1751, fluttist þá að Fitjum og andaðist þar. Kona 1: Guðrún Ketilsdóttir prests í Ásum í Skaftártungu, Halldórssonar. Sonur þeirra: Séra Ketill á Lundi. Kona 2: Halldóra Þórðardóttir Í Snóksdal, Hannessonar, Ekkja séra Vigfúsar Eiríkssonar í Miðdalaþingum. Þau barnlaus. ~ Kona 3: Þorkatla Þorgeirsdóttir á Hjallasandi, Illugasonar, ekkja Jóns lögréttumanns Sigurðssonar á Hallbjarnareyri. Börn þeirra: Guðrún eldri, kona séra Jóns Halldórssonar að Klausturhólum; Guðrún yngri, kona Jóns lögréttumanns Högnasonar á Laugarvatni; Þorkatla, kona Jóns?
Ketill Einarsson (1709-1769) fékk kallið 1751. Foreldrar nefndir hér næst á undan. Vígðist aðstoðarprestur föður síns 1735 og bjó í Vatnshorni í Skorradal. Fékk Lund við uppgjöf föður síns og hélt til æviloka. - Kona: Þórunn Eiríksdóttir stúdents Pálssonar. Börn þeirra: Einar; Ólöf, kona Torfa Guðmundssonar í Bæ í Borgarfirði; Halldóra, kona Páls Árnasonar á Fiskilæk; Guðríður.
Snæbjörn Þorvarðsson (- - 1789) fékk kallið 1769. Foreldrar: Þorvarður lögréttumaður Einarsson í Brautarholti og f. k. hans, Agatha Halldórsdóttir frá Möðruvöllum í Kjós, Þórðarsonar. Fékk lítið lof sem kennimaður, enda drykkfelldur. Kona: Vilborg Gísladóttir prests í Seltjarnarnesþingum. Dætur þeirra: Þóra, átti fyrst Þórodd Þórðarson, síðan Odd Bjarnason, síðast Davíð lögréttumann á Fitjum Björnsson (lögm. Markússonar); Magdalena, kona Torfa Þorsteinssonar á Reykjum í Lundarreykjadal.
Markús Sigurðsson (1758-1818) prests Jónssonar í Stafholti. Var aðstoðarprestur séra Snæbjarnar Þorvarðssonar á Lundi í tvö ár og bjó á Skarði.
Einar Þorleifsson (1754-1834) lögréttumanns Pálmasonar á Breiðabólstað í Sökkólfsdal. „Fluttist 1789 að Grund í Skorradal, þjónaði Lundi í milli presta veturinn 1790.“
Engilbert Jónsson (1747-1820) fékk kallið 1790. Foreldrar: Jón í Minna-Bæ í Grímsnesi Eyjólfsson prests á Snæólfsstöðum, Bjönssonar, og k. h. Solveig Halldórsdóttir í Skógarkoti, Magnússonar. Fór frá Lundi 1815 að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og hélt till æviloka. „Hann var þrálátur, óróagjarn og komst því oft í málaferli, drykkfelldur og mjög búralegur í háttum. Ella var hann vel að sér í mörgu, tók um sextugt að leggja sig eftir hebresku og varð vel fær í henni. Hann tók þá og að semja orðabók (latneska, enska, íslenzka, franska og þýzka). Er getið brots úr henni í uppskrift dánarbús hans, en þaðan hefur hún glatazt. Hann var einhver mesti snilldarskrifari sinnar tíðar, sem sjá má af handritum í Lb. Kona 1: Hallgríma Stefánsdóttir að Núpi í Fljótshlíð, Magnússsonar. Börn þeirra: Stefán; Þórður í Sarpi í Skorradal; Salveig, síðast í Reykholti; Jón í Leirárgörðum; Guðmundur. Kona 2: Guðrún ljósmóðir Ólafsdóttir smiðs á Reykjum. Þau barnlaus. Kona 3: Sigríður Ásmundsdóttir af Akranesi, Ólafssonar. Þau áttu einn son, sem dó tveggja ára. Sigríður, ekkja hans, átti síðar Gísla Ólafsson á Ferstiklu.
Þórður Jónsson (1769-1834) fékk kallið 1814. Foreldrar: Jón, síðast í Flekkudal efra Jónsson prests á Reynivöllum, Þórðarsonar, og k. h. Guðrún Jónsdóttir á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi. Einarssonar. - „Hann var búhöldur góður, en kennimaður minni.“ Kom að Lundi frá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, lét af prestskap 1833 og dó á Lundi. Kona: Ingibjörg Snorradóttir frá Núpi í Fljótshlíð, Grímssonar. Börn þeirra: Guðrún, kona Gríms Steinólfssonar á Grímsstöðum í Reykholtsdal (sonur þeirra var séra Magnús skáld á Mosfelli); Halldór í Bakkakoti í Bæjarsveit; Björn á Útskálahamri; Þórður; Vigdís, kona Illuga Ketilssonar í Síðumúla.
Jón Ingjaldsson, aðstoðarprestur fékk kallið 1826.
Benedikt Eggertsson (Guðmundsen) (1799-1871) fékk kallið 1833. Foreldrar: Séra Eggert Guðmundsson í Reykholti og k. h. Guðrún Bogadóttir í Hrappsey, Benediktssonar. Áður en hann fékk Lund, var hann aðstoðarprestur föður síns í Reykholti (gegndi prestakallinu eitt ár eftir að faðir hans dó). „Var þreklega vaxinn, enda kraftamaður mikill, ljúfmenni hið mesta, búmaður góður, en ekki talinn mikill prestur. Hestamaður var hann svo góður, að orð var á gjört.“ - Kona: Agnes Þorsteinsdóttir. Börn þeirra: Séra Þorsteinn, síðast að Krossi í Landeyjum; Guðrún, kona Móritz trésmiðs Steinssonar; Eggert, bóndi í Laugardælum. (Ragnheiður, systir séra Benedikts, átti Björn gullsmið Jakobsson á Fitjum, en síðar Sigurð skáld Helgason frá Jörfa).
Þórður Þórðarson (Jónassen) (1825-1884) fékk kallið 1853. Foreldrar: „Launsonur Þórðar dómstjóra Jónassonar og Margrétar Stefánsdóttur prests í Sauðanesi, Einarssonar.“ - Fór mikið orð af honum sem kennimanni. Segir Kristleifur fræðimaður á Stóra-Kroppi svo frá, að mælsku hans og orðgnótt hafi verið við brugðið. „Fólkið hópaðist að kirkjunni til hans, ekki einungis sóknarfólkið, þar við bætust flokkar utansóknar. Í einni slíkri heimreið að Lundarkirkju var vísa þessi kveðin af Jóni ÞorIeifssyni, bónda á Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal:
Að Lundi ríður flokkur fríður,
farin hlíðin er á snið.
í kirkju bíður klerkur þýður,
kennir prýðilegan sið.
Það var öðru sinni, er Jón Þorleifsson reið um sumar með flokk manna að Bæjarkirkju, að hann kastaði fram þessari stöku:
Bæ að ríða margir menn
og menja fríðar spengur.
Prestur tíðir syngur senn,
sízt má bíða lengur.“
Síðar fékk séra Þórður Reykholt og andaðist þar. Kona: Margrét Ólafsdóttir læknis Thórarensens á Hofi. Börn þeirra: Steinunn Margrét og Jónas Tryggvi dóu bæði er þau voru innan við tvítugt.
Andrés Hjaltason (1805-1882) fékk kallið 1856. Foreldrar: Séra Hjalti Jónsson á Stað í Steingrímsfirði og k. h. Sigríður Guðbrandsdóttir prests á Brjánslæk, Sigurðssonar. - „Hann var hraustmenni mikið, spaklyndur og dagfarsgóður, en klaufalegt látbragð varð þess valdandi, að gert var gys að honum.“ Skáldmæltur var hann, og er til eftir hann bæði sálmar, kvæði og rímur. - Fékk Garpsdal 1864, Flatey 1868. Lét af prestskap 1880. Kona 1: Margrét Ásgeirsdóttir frá Rauðamýri á Langadalsströnd, Ásgeirssonar. Börn þeirra: Jón Hjaltalín, skólastjóri á Möðruvöllum; Sigurður, trésmiður; Andría María, ógift. Kona 2. Eggþóra Eggertsdóttir prests í Stafholti, Bjarnasonar. Dóttir þeirra: Þórunn Margrét, kona Brynjólfs ökumanns Jónssonar í Rvík.
Bjarni Sigvaldason (1824-1883) fékk kallið 1864. Foreldrar: Séra Sigvaldi Snæbjömsson í Grímstungum og k. h. Gróa Bjarnadótitr frá Þórormstungu Steindórssonar. „Hann var maður vinsæll og alþýðulegur.“ Síðast prestur á Stað í Steingrímsfirði. - Kona: Gróa Erlendsdóttir frá Sveinsstöðum í Þingi, Árnasonar. Dætur þeirra: Gróa Guðrún, kona Björns Benediktssonar Blöndals á BreiðabóIstað í Vatnsdal; Elín Þórunn, yfirsetukona á GemlufaIli, ógift og barnlaus.
Oddur Vigfús Gíslason (1836-1911) fékk kallið 1875. Foreldrar: Gísli trésmiður í Reykjavík Jónsson og k. h. Rósa Grímsdóttir frá Espihóli, Grímssonar.
Séra Oddur var um margt nokkuð óvenjulegur maður, enda varð ævi hans mjög viðburðarík og fjölþætt. Eftir að hafa tekið próf úr prestaskóla 1860, fór hann til Englands og „nam lýsisbræðslu.“ Starfaði hann eftir það í nokkur ár við lýsisbræðslu suður í Höfnum, því að þar voru útvegsbændur margir og aflaföng mikil. Stundum var hann og fylgdarmaður Englendinga og „með þeim í brennisteinsnámu þar syðra.“ - Enska tungu kunni hann ágæta vel og samdi leiðarvísi á því máli. Þá sneri hann enskri skáldsögu á íslenzku, og nefndist hún Krossgangan.
Annars varð séra Oddur víðkunnur maður fyrir margra hluta sakir. Við sögu hans kemur maður, Vilhjálmur að nafni, bóndi í Kotvogi í Höfnum. Hann var Hákonarson og oft nefndur „hinn auðgi.“ Var um hann sagt, að hann bæri ægishjálm yfir öllum sveitungum sínum og þótt víðar væri leitað, og svo var hann vinsæll, að flestum var ljúft að sitja og standa eins og hann vildi. - Tvær dætur átti hann gjafvaxta, Önnu og Steinunni, „og þóttu þær hinir beztu kvenkostir á Suðurnesjum.“ - Þegar Oddur var að störfum þar syðra, tókust ástir með honum og Önnu Vilhjálmsdóttur. En er hann sótti meyjarmálin við föður hennar, fékk hann „afdráttarlaust harða neitun.“ - En með því að Oddur var viljafastur og djarfhuga, lét hann ekkert hindra sig frá áformi sínu, nam stúlkuna á brott að næturlagi, og með aðstoð röskra manna sigldu þau á sexæringi til Reykjavíkur. Fór hjónavígslan fram strax og í land var komið. Varð för þessi víðfræg mjög, enda á hún varla hliðstæðu hér á landi á síðari öldum.
Þegar séra Oddur vígðist að Lundi, var hann orðinn fertugur að aldri. Vissi sóknarfólkið þá góð deili á honum, því að hann var þá orðinn víðkunnur og mikið umtalaður. Og honum fylgdi það líf og sá kraftur, að hann hlaut að vekja athygli, hvar sem hann fór. Og honum var margt til lista lagt: sundmaður ágætur, snilldar formaður og skipstjórnari. Einnig lét hann bindindismál til sín taka og vann ótrauður í þágu þeirra. Og sjómannastéttin átti þar öflugan talsmann, og eru til eftir hann mörg rit helguð sjómennsku. Þá var hann og forvígismaður í slysavarnarmálum, og það eitt út af fyrir sig geymir nafn hans um langan aldur.
„Séra Oddur var meðalmaður á vöxt, knálegur, fríður sýnum og vel á sig kominn að öllu.“ Hann var aðeins fjögur ár á Lundi og fékk Stað í Grindavík 1879. Árið 1894 fluttist hann til Vesturheims og varð prestur Bræðrasafnaðar í Nýja-Íslandi; Einnig stundaði hann lækningar þar vestra og hlaut þar lækningaleyfi. Andaðist í Winnipeg 1911.
Þorsteinn Benediktsson (1852-1924) fékk kallið 1879. Sonur séra Benedikts Eggertssonar á Lundi, (áður nefndur) og Agnesar Þorsteinsdóttur. „Valmenni og vel látinn, áhugasamur um þjóðmál.“ Fulltrúi á Þingvallafundum. Síðar prestur á Rafnseyri, Bjarnarnesi og Krossi í Landeyjum. Kona: Guðrún Sigríður Lárusdóttir bókhaldara Knudsens. Þau barnlaus.
Eiríkur Gíslason (1857-1920) fékk kallið 1882. Foreldrar: Séra Gísli Jóhannesson á Reynivöllum og k. h. Guðlaug Eiríksdóttir sýslumanns í Kollabæ, Sverrissonar. - Hann var „áberandi maður, stór vexti, karlmannlegur, hispurslaus og blátt áfram, en ekki fágaður í orðum.“ Þm. Snæfellinga 1894-99. Póstafgreiðslumaður 1905-20. Fékk Breiðabólsstað á Skógapströnd 1884, Staðastað 1890, Prestbakka og Stað í Hrútafirði 1902 og hélt til æviloka. Kona: Vilborg Jónsdóttir prests á Auðkúlu, Þórðarsonar. Þau eignuðust tvo syni og tvær dætur.
Ólafur Ólafsson (1860-1935) fékk kallið 1885. Foreldrar: Ólafur kaupmaður Jónsson í Hafnarfirði og kona hans, Metta Kristín Ólafsdóttir hreppstjópa Þorvaldssonar. - Séra Ólafur var í hópi hinna áhugasömustu framfaramanna bæði í búnaðar-, viðskipta- og menningarmálum. Kona: Ingibjörg Pálsdóttir prests Mathiesens í Arnarbæli. Búnaðist þeim ágætlega á Lundi, „enda var stjórnsemi og myndarskap konu hans viðbrugðið.“ Þau voru bæði veitul og hjúasæl í mesta máta. Börn þeirra: Ásta, kona Ólafs bónda í Brautarholti, Páll kaupmaður; Jón Foss læknir; Kristín, kona Vilmundar landlæknis Jónssonar og Guðrún Sigríður, kona séra Björns Stefánssonar á Auðkúlu.
Séra Ólafur fékk Hjarðarholt í Dölum 1902. Þar stofnaði hann og starfrækti ungmennaskóla með prestsembættinu, og þótti sá skóli í alla staði hinn prýðilegasti. - Einnig var hann prófastur í Dalasýslu, sýslunefndarmaður og póstafgreiðslumaður.
Sigurður Jónsson (1864-1932) fékk kallið 1902. Foreldrar: Jón Sigurðsson á Hrafnkelsstöðum og k. h. Hólmfríður Jónsdóttir á Brekku i Fljótsdal. Veittur Þönglabakki í Fjörðum 1893 og þjónaði því brauði í níu ár. Eins og áður segir fékk hann Lund 1902 og hélt til æviloka. Kona: Guðrún Metta Sveinsdóttir trésmiðs í Reykjavík, Sveinssonar, prests á Staðarstað, Níelssonar (höf. Prestatals). Börn þeirra: Sigrún, kona Magnúsar Jónssonar, bónda á Brekku í Þingi; Kristjana, ógift; Sveinn Aðalsteinn, las læknisfræði; Sigursveinn, dó uppkominn; Friðjón Ágúst cand. mag., skólastjóri í Reykjavík.
Séra Sigurður var vel gefinn og veI látinn í sveit sinni og sóknum. „Hann var gestrisinn og hýr heim að sækja, skýr í tali, skáldmæltur vel, en dulur og fámáll í fjölmenni.“
Lundarprestakall var sameinað Hestþingum 1932. Séra Sigurður var því síðastur presta, er sat á Lundi.
3. Reykholt
í Reykholtsdal. Þar var Péturskirkja.
Annexía var Ás Í Hálsasveit (Stóri-Ás) til 1605 og aftur frá 1812. Þar var kirkja helguð Guði og Maríu drottningu, Andreasi postula og öllum Guðs helgum mönnum.
Kirkjur voru fyrr meir á Hömrum, löngu af tekin, á Hæli, StóraKroppi og Skáney, voru þær allar af teknar eftir 1600, enn fremur í Deildartungu og á Sturlureykjum (Gullsmiðs-Reykjum), stóðu þær báðar enn 1708, en niður lagðar sem sóknarkirkjur. - Með konungsbréfi 1812 var Húsafellsprestakall lagt niður, og varð þá Stóri-Ás annexía frá Reykholti, og Húsafellskirkja lögð niður, og sóknin lögð til Stóra-Áss. Með lögum 16/1907 voru Gilsbakka- og Síðumúlasóknir lagðar til ReykholtsprestakaIls.
Þórður Sölvason. Fékk kallið fyrir 1055.
Magnús Þórðarson (á 11. og 12. öld). Fékk kallið fyrir 1118. Faðir: Þórður prestur Sölvason í Reykholti. Börn hans: Sölvi (óskírgetinn) prestur í Reykholti; Oddný, s.k. Einars Magnússonar (Þorsteinssonar, Síðu-Hallssonar); Þórður (skírgetinn ).
Sölvi Magnússon. Fékk kallið 1128. „Launsonur Magnúsar prests Þórðarsonar í Reykholti.“ - Synir hans: Páll prestur í Reykholti; Ólafur prestur á HelgafelIi.
Þórir Þorsteinsson (í Deildartungu).
Páll Sölvason (- - 1185). Faðir: Sölvi prestur Magnússon í Reykholti. „Auðugur og í röð heldri klerka, var í biskupskjöri 1174. Átti rimmu mikla við Hvamm-Sturlu.“ Kona: Þorbjörg Bjarnadóttir. Börn þeirra: Brandur prestur; Magnús prestur í Reykholti; Arndís, kona Guðmundar dýra Þorvaldssonar á Bakka; Þórlaug, kona Þóris prests auðga Þorsteinssonar í Deildartungu. Segir sagan, að til þessa síðastnefnda hjónabands hafi séra Páll stofnað i þeim tilgangi „að efla auð ættar sinnar.“ Þau hjón, Þórir prestur og Þórlaug, lögðu til „suðurgöngu,“ en dóu bæði í þeirri ferð. Tók þá Páll prestur allan arf eftir þau. En fleiri þóttust eiga tilkall til hans, og út af því reis hið svokallaða „Deildartungumál.“ Komu þeir hér við sögu Böðvar í Görðum og tengdasonur hans, Hvamm-Sturla, er deildu við Pál prest út af arfinum. Var sáttafundur í málinu haldinn í Reykholti. Þegar lengi hafði verið rætt um málið án samkomulags, fór Þorbjörgu, konu séra Páls, að leiðast þófið, „óð fram milli þeirra með sveðju í hendi og lagði til Sturlu og stefndi á augað. Var hún þá gripin, svo að lagið kom á kinnina, og varð af allmikið sár.“ Við þennan atburð skapaðist nýtt viðhorf í málinu. En því lauk ekki vandræðalaust fyrr en Jón Loftsson gekk í málið, og til að mýkja skap Sturlu bauð hann að taka af honum í fóstur Snorra son hans. Var hann síðan á fóstri með Jóni Loftssynií Odda, þar til hann var 19 vetra. Og á því fræðasetri mun Snorri hafa fengið gott veganesti til listsköpunar í máli og stíl, svo sem síðar kom fram. - Þannig hafa stundum góðir menn og vitrir, eins og Jón Loftsson, breytt ógiftusamlegum atvikum í gifturík.
Magnús Pálsson (? - 1223) fékk kallið 1185. Foreldrar eru nefndir hér næst á undan. Kona: Hallfríður Þorgilsdóttir prests á Staðastað, Arasonar prests fróða (1067), sem talinn er fyrsti rithöfundur á íslenzku. Synir þeirra: Ari prestur og Brandur prestur.
Styrmir Kárason fróði fékk kallið 1128.
Þorlákur Ketilsson fékk kallið 1237.
Arnbjörn fékk kallið fyrir 1241.
Þórarinn Vandráðsson.
Þórður Bersason fékk kallið fyrir 1253.
Einar Kolskeggsson fékk kallið um 1360.
Ari Gunnlaugsson fékk kallið fyrir 1388.
Ásbjörn Ólafsson fékk kallið fyrir 1390.
Ólafur Kolbeinsson fékk kallið 1392.
Gunnar Gilsson fékk kallið 1394.
Halldór.
Þorkell Ólafsson fékk kallið um 1419.
Hrafn Gilsson fékk kallið 1463.
Halldór Jónsson.
Þórður Jónsson fékk kallið 1503.
Jón Einarsson fékk kallið 1509.
Ólafur Gilsson fékk kallið 1518.
Ólafur Guðmundsson fékk kallið 1537.
Björn Þorgilsson fékk kallið 1538.
Eiríkur Jónsson fékk kallið um 1547.
Einar Marteinsson (- - um 1604) fékk kallið 1563. „Laungetinn sonur Marteins biskups Einarssonar með Guðrúnu Jónsdóttur.“ „Hann var valmenni og nokkuð einfaldur, listfengur sem föðurfrændur hans, einkum til kvennavinnu og klæðskurðar; vel efnum búinn.“ Kona: Þórunn Úlarsdótttir prests í Hjarðarholti, Guðmundssonar. Börn þeirra: Þórður, fór utan og dó þar, góður málari og vel að sér um margt; Páll, miklhæfur maður, sýslumaður og klausturhaldari, ókvæntur og barnlaus; Guðrún, átti fyrst Jón lögmann Jónsson frá Svalbarði, síðar Steindór sýslumann Gíslason lögmanns Þórðarsonar.
Jón Einarsson yngri (1514-1591) fékk kallið 1569. Foreldrar: Einar Sigvaldason (langalífs, Gunnarssonar) að Hrauni á Síðu, og k.h. Gunnhildur Jónsdóttir. - „Hann sinnti mjög lestri og ritstörfum. Var valmenni og með fádæmum óeigingjarn.“ Kona: Guðríður Sigurðardóttir, Þorbjarnarsonar. Börn þeirra: Séra Böðvar í Reykholti; Halldóra, kona Styrs hins spjelna Þorvaldssonar, bónda á Varmalæk; Guðrún, kona séra Rafns Þorvaldssonar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd; Margrét, kona Jóns Péturssonar á Hæli Í Flókadal.
Böðvar Jónsson (1550-1626) fékk kallið 1582. Foreldrar: Séra Jón yngri Einarsson í Reykholti og k.h. Guðríður Sigurðardóttir. - „Hann var einn fyrirklerka í Skálholtsbiskupsdæmi, vel að sér og skáldmæltur.“ - Kona 1: Ásta Pantaleonsdóttir prests á Stað Í Grunnavík, Ólafssona. Börn þeirra: Séra Jón eldri, síðast í Nesþingum; Þórður á Hurðarbaki í Reykholtsdal; Vigfús; Steinvör, s.k. Torfa Ögmundssonar á Leirá; Sigríður, átti fyrr Guðmund Einarsson, Ásmundssonar, varð síðar s.k. Péturs Þórðarsonar í Tjaldanesi. Kona 2: Guðrún Þorleifsdóttir á Mýrum í Dýrafirði, Bjarnasonar. Dóttir þeirra: Ásta, kona Vilhjálms Vigfússonar sýslumanns á Kalastöðum, Jónssonar. Kona 3: Steinunn Jónsdóttir refs í Búðardal, Sigurðssonar. Börn þeirra: Finnur stúdent; séra Jón yngri í Reykholti; Solveig, kona Jóns á Skáney Vigfússonar sýslumanns frá Kalastöðum.
Jón Böðvarsson yngri (1594 - 1657) fékk kallið 1627. Foreldrar: Séra Böðvar Jónsson í Reykholti og þriðja kona hans, Steinunn Jónsdóttir. „Talinn vel að sér um margt, merkur maður, siðavandur, orðlagður söngmaður.“ - Kona: Sesselja Torfadóttir prests á Gilsbakka, Þorsteinssonar. Börn þeirra: Séra Halldór eldri í Reykholti; séra Torfi í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd; séra Ólafur í Hítardal; séra Halldór yngri á Stað í Grunnavík; Margrét, kona Guðmundar lögréttumanns í Deildartungu; Steinunn, kona séra Hannesar Björnssonar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.
Halldór Jónsson eldri (1626-1704) fékk kallið 1657. Foreldrar: Séra Jón yngri Böðvarsson í Reykholti og k.h. Sesselja Torfadóttir prests á GiLsbakka. "Hann var merkisklerkur, vinsæll og vel metinn." Kona: Hólmfríður Hannesdóttir Skálholtsráðsmanns, Helgasonar, (fékk séra Halldór séra Torfa Jónsson Í Gaulverjabæ til að biðja hennar handa 'Sér, og hafði mörgum biðjum áður verið frá vísað), og var hún nefnd prestamóðir. Börn þeirra: Séra Jón eldri í Hítardal (hinn fróði); Sesselja, kona séra Helga Jónssonar á Staðarhrauni; séra Hannes í Reykholti; séra Torfi á Reynivöllum, séra Jón yngri á Þingvöllum; Sesselja (önnur), kona séra Björns Þórðarsonar á Melum; Katrín og Guðrún.
Hannes Halldórsson (1668-1731) fékk kallið 1705. Foreldrar: Séra Halldór Jónsson í Reykholti og k.h. Hólmfríður Hannesdóttir. - Prófastur í Þverárþingi. Átti við heilsuleysi að búa síðari hluta ævinnar. Eftir hann eru viðaukar Skarðsárannála og uppskriftir skjalabóka. Kona 1: Guðlaug Eiríksdóttir prests í Hjarðarholti, Vigfússonar. Þau bl. Kona 2: Helga eldri Jónsdóttir sýslumanns í Einarsnesi, Sigurðssonar. Eignuðust þrjá syni.
Finnur Jónsson (1704 - 1789) fékk kallið 1732. Foreldrar: Séra Jón Halldórsson (hinn fróði) í Hítardal og k.h. Sigríður Björnsdóttir prests á Snæúlfsstöðum, Stefánssonar. Finnur var biskup í Skálholti á árabilinu 1754-1785. Sóttist þó ekki eftir því embætti. Undi sér betur í Reykholti. Hlaut fyrstur Íslendinga doktorsnafnbót í guðfræði. Merkur og afkastamikill rithöfundur. Latínumaður mikill, sneri m.a. Lilju Eysteins Ásgrímssonar á latínu. Liggur mikið eftir hann bæði prentað og í handritum. „Hann var einn hinn hirðusamasti maður í embættisrekstri, gætti vel meðalhófs í biskupsstjórn, tók vægt á smámunum og jafnaði í kyrrþey, en um hin stærri brot tók hann fast í taumana.“ Árið 1777 tók hann son sinn, Hannes, til aðstoðar í biskupsstörfum. Tók svo Hannes að fullu við biskupsembætti 1785 og hélt til dauðadags 1796. Er Hannes biskup af sumum talinn „einn hinn fjölhæfasti Íslendingurinn, sem uppi hefur verið.“
Geta má þess, að allir þessir nafnkenndu fræðimenn, Jón pró fastur Halldórsson, faðir Finns biskups, og Hannes biskup Finnsson, eru fæddir í Reykholti. „Margar merkar ættir eru komnar frá þessum gömlu og göfugu Reykholtsprestum.“
Þorleifur Bjarnason (1719-1783) fékk kallið 1754. Foreldrar: Séra Bjarni Þorleifsson að Kálfafelli og k.h. Þórunn Ísleifsdóttir sýslumanns að Felli, Einarssonar. „Vel að sér og kenndi nemendum undir, skóla; var skemmtinn og alúðlegur“ Séra Þorleifur kemur allmikið við brúðkaupssögu Eggerts Ólafssonar, þar sem hann stýrði þeirri veglegu athöfn, sem fram fór í Reykholti 1767.
Séra Þorleifur var ókvæntur og barnlaus.
Eiríkur Vigfússon (1747-1808) fékk kallið 1783. Foreldrar: Séra Vigfús Jónsson í Hítardal og f.k. Katrín Þórðardóttir prests á Staðastað, Jónssonar. „Hann var reglusamur, góðgerðasamur, siðprúður, starfsamur og góður kennimaður, en búmaður enginn.“ Kona: Sigríður Jónsdóttir biskups Teitssonar. „Hann var talinn erfiður konu sinni, enda var hún kaldlynd og hispursöm“ (drambsöm). Sonur þeirra var séra Vigfús í Miðdalaþingum.
Vigfús E. Reykdal, aðstoðarprestur fékk kallið 1806.
Eggert Guðmundsson (1769-1832) fékk kallið 1807. Foreldrar: Guðmundur ökonómus, sýslumaður í Gullbringusýslu, Vigfússon, og k.h. Guðrún Þorbjarnardóttir hins ríka í Skildingarnesi, Bjarnasonar. „Hann var hraustmenni og frækinn, auðugur, en enginn sérlegur fræðimaður.“ Sagður hestamaður mikill, og hestakyn hans orðlagt. „Fremri var hann talinn í bústjórn en prestsverkum, sem voru þó af flestum álitin sæmileg.“ Kona: Guðrún Bogadóttir í Hrappsey, Benediktssonar. Börn þeirra: Guðrún, kona Magnúsar skipherra Waage (Jónssonar) í Stóru-Vogum; séra Benedikt, síðast í Vatnsfirði; Halldóra fyrri kona séra Guðmundar Bjarnasonar á Hólmum, en síðar Rögnvalds Jónssonar á Gullberastöðum; Ragnheiður, fyrri kona Björns gullsmiðs Jakobssonar á Fitjum, en síðar Sigurðar Helgasonar skálds á Jörfa.
Benedikt Eggertsson (1799-1871) prests Guðmundssonar í Reykholti. Aðstoðarprestur föður síns. Hans er getið meðal Lundarpresta.
Þorsteinn Helgason (1806-1839) fékk kallið 1833. Foreldrar: Helgi konrektor Sigurðsson á Móeiðarhvoli og k.h. Ragnheiður Jónsdóttir sýslumanns í Rangárþingi (einn auðugasti maður á Íslandi sinnar tíðar). - Helgi, faðir séra Þorsteins, var kennari í Skálholtsskóla í tíð Finns biskups, hvarf frá því starfi og gerðist bóndi á Móheiðarhvoli. - Séra Þorsteinn er sagður hafa verið glæsimenni mikið, og „öll prestsverk fórust honum svo snilldarlega, að unun þótti til hans að heyra.“ Hann var og áhugasamur um búnaðarframkvæmdir. Þá reisti hann nýja ag vandaða kirkju, er var sú fyrsta hér um slóðir með timburþaki. Dáðust allir að fegurð hennar, samanborið við það, sem áður var“ - Séra Þorsteinn féll frá á bezta aldri, aðeins 33 ára gamall. Minning hans mun geymast um aldir í erfiljóði Jónasar.
Þar segir meðal annars:
„Veit þá enginn, að eyjan hvíta
á sér enn vor, ef fólkið þorir
guði að treysta, hlekki hrista,
hlýða réttu, góðs að bíða?
Fagur er dalur og fyllist skógi
og frjálsir menn, þegar aldir renna.
Skáldið hnígur og margir í moldu
með honum búa, - en þessu trúið!“
Kona: Sigríður Pálsdóttir sýslumanns á Hallfreðarstöðum, Guðmundssonar. Dætur þeirra: Ragnheiður, s. k. Skúla læknis Thórarensens á Móheiðarhvoli; Sigríður, f.k. Péturs Sívertsens í Höfn í Melasveit; Guðrún, kona séra Skúla Gíslasonar á Breiðabólstað í Fljótshlíð. - Sigríður, ekkja séra Þorsteins Helgasonar varð síðar s.k. séra Sigurðar G. Thórarensens í Hraungerði.
Jón H. Bachmann (Hallgrímsson) þjónaði um skeið eftir drukknun séra Þorsteins Helgasonar. Hans er getið meðal Hestþingapresta.
Jónas Jónsson (1773-1861) fékk kallið 1839. Foreldrar: Jón lestamaður á Hólum, Jónsson, síðar bóndi á Höfða á Höfðaströnd, og s.k.h. Margrét Ólafsdóttir bryta á Bakka í Viðvíkursveit, Jónssonar. Séra Jónas var orðinn 67 ára, er hann kom að Reykholti, talinn „skarpgáfaður og mælskur ræðumaður.“ Lét af prestsskap 1852, en dvaldist í Reykholti til æviloka í skjóli tengdasonar síns, séra Vernharðs Þorkelssonar, blindur síðustu árin. Kona 1: Sigríður Jónsdóttir prests í Garði, Sigurðssonar. Sonur þeirra: Jón í Vík í Héðinsfirði. Kona 2: Þórdís, systir fyrri konu haus. Dó 1844 af bruna við þvott í Snorralaug. Börn þeirra: Þórður, dómstjóri í landsyfirdómi; Guðrún, kona séra Ólafs Þorleifssonar að Höfða; Halldóra, þriðja kona séra Guðlaugs Sveinbjarnarsonar, þá uppgjafaprestur í Kvíum í Þverárhlíð; Björn, drukknaði í Fnjóská 1834; séra Jónas, aðstoðarprestur í Reykholti; Ólafur á Norður-Reykjum í Hálsasveit; Sigurður á Hofsstöðum í Hálsasveit; Sigríður, s. k. séra Vernharðs Þorkelssonar í Reykholti; Jón í Skógum í Flókadal; Sæunn, óg. og bl.
Jónas Jónasson (1808-1850) prests Jónssonar í Reykholti og seinni k. h. Sigríðar Jónsdóttur. Vígðist 1840 aðstoðarprestur föður síns, og var það til æviloka. Ókv. og bl.
Vernharður Þorkelsson (1785-1863) fékk kallið 1852. Foreldrar: Séra Þorkell Guðnason á Stað í Hrútafirði og k. h. Guðbjörg Vernharðsdóttir prests í Otradal, Guðmundssonar. - Að Reykholti kom séra Vernharður frá Hítarnesi, og var þá kominn um sjötugt. Var hann rómaður fyrir „mannkærleika, lítillæti og ljúfmennsku.“ Góður ræðumaður, mikill framfaramaður og skáldmæltur. Tóku sóknarbörn hans undir með Sigurði Breiðfjörð, er hann lýsti honum með þessari stöku:
Vernharð prest ég virða má
í vinaflokki bjarta.
Hann hefur öðlazt ofan frá
anda sinn og hjarta.
Hann lét af prestskap 77 ára gamall og andaðist í Reykholti ári síðar. Fyrirhyggjusamur var hann, og lét meðal annars smíða líkkistu sína fyrir andlát sitt. Einnig lét hann sauma líkklæði sín á sama tíma. Og er hann lá banaleguna, „óskaði hann eftir að fá að sjá þau, og gladdist við það eins og gott barn, er það fær nýja flík hjá móður sinni.“ (Kr. Þ. Úr byggðum Bfj.). Séra Vernharður var föðurafi séra Jóhanns Þorkelssonar, dómkirkjuprests í Reykjavík (d. 1944). Kona: Ragnheiður Einarsdóttir í Svefneyjum, Sveinbjörnssonar. Börn þeirra: Þorkell í Víðikeri; séra Einar á Stað í Grindavík; Ástríður, kona Sigurðar í Möðrudal; Guðbjörg, kona Jóns söðlasmiðs Gunnarssonar; Guðrún, s. k. Björns gullsmiðs Magnússonar í Gvendareyjum; Soffía, kona Helga hreppstjóra Helgasonar í Vogi.
Jón Þorvarðsson (1826-1866) fékk kallið 1862. Foreldrar: Séra Þorvarður Jónsson síðast á Prestbakka á Síðu og k. h. Anna Skúladóttir stúdents að Stóru-Borg, Þórðarsonar. - „Prestur var hann talinn dágóður, lítillátur, gestrisinn, glaðvær, barngóður og ör á fé.“ Kona: Guðríður Skaftadóttir dbrm. og smáskammtalæknis í Stöðlakoti í Reykjavík, Skaftasonar. Börn þeirra: Anna, kona Sigurðar hreppstjóra Ólafssonar á Hellulandi; séra Skafti á Hvanneyri; Guðný kona Gunnars í Lóni Ólafssonar.
Þórarinn Kristjánsson (1816-1883) fékk kallið 1867. Foreldrar: Séra Kristján Þorsteinsson á Völlum og fyrsta kona hans, Þorbjörg Þórarinsdóttir prests og skálds í Múla, Jónssonar. - Leið séra Þórarins lá frá Prestbakka við Hrútafjörð að Reykholti. Fékk Vatnsfjörð 1872 og hélt til æviloka. Gegndi prófastsembætti í þessum þrem prófastsdæmum. - „Ræðumaður þótti hann hinn prýðilegasti og skrifari af hreinni list. - Enginn búhöldur var hann talinn, og í Reykholti þótti honum fátt um flest. Þegar hann hvarf þaðan eftir fimm ára dvöl, söknuðu ýmsir kirkjuverka hans og töldu hann meðal allra gáfuðustu presta, sem þeir mundu í Reykholti. - Hann var náfrændi Jónasar skálds Hallgrímssonar og langafi Kristjáns Eldjárns, forseta Íslands. - Kona: Ingibjörg Helgadóttir dbrm. í Vogi á Mýrum, Helgasonar. Börn þeirra: séra Kristján Eldjárn að Tjörn í Svarfaðardal; Helgi Jónas í Rauðanesi; Sesselja, kona Einars trésmiðs Bjarnasonar á Ísafirði; Ingibjörg, kona Bjarna Jónssonar á Eyri í Mjóafirði.
Séra Þórarinn Kristjánsson varð R. af dbr. 1874, 2. þjóðfm. Strandamanna 1851.
Þórður Þórðarson Jónassen (1825-1884) fékk kallið 1872. Foreldrar: Þórður dómstjóri Jónasson og Margrét Stefánsdóttir prests Einarssonar á Sauðanesi (alsystir Einars á Reynistað, afa Einars skálds Benediktssonar.) - Séra Þórður var hið mesta ljúfmenni, hestamaður mikill, en áhugalítill um fjármál. Kennimaður var hann með afburðum, og á sumrum var kirkja svo vel sótt í hans tíð, að „mikill fjöldi varð að standa úti, auk þess sem í kirkjuna tróðst.“ Sótti iðulega kirkju þangað fjöldi fólks utansóknar, og sumt langt að komið. „Var sem allt hjálpaðist að til að vekja á honum þessa miklu eftirtekt: Vel samdar ræður, sterk og drynjandi rödd, bæði í lestri, söng og tóni, og eldmóður í framburði.“ Einnig er frásagnarvert, að alla miðvikudaga í sjöviknaföstu messaði hann í Reykholti, en mánudaga í Stóra-Ási.“ Og svo frægur var hann af prestsverkum, að hann var stundum fenginn í fjarlæg héruð til að syngja yfir látnum. - Nokkrar veilur voru taldar í fari hans utan kirkju, m. a. það, að „ofnautn víns rýrði bæði efni hans og álit.“ - Kona: Margrét Ólafsdóttir læknis Thorarensens að Hofi, Stefánssonar. Konu sína missti séra Þórður, er hún var um fertugt, og um svipað leyti dóu börn þeirra, Steinunn Margrét og Jónas Tryggvi, bæði innan við tvítugt. - Vinur séra Þórðar, Steingrímur skáld Thorsteinsson, kvaddi hann meðal annars með þessum ljóðlínum :
Stríðir þú ei lengur hinn sterki maður,
vopnaður þreki móti vetrar byljum,
yfir klaka og fönn til kirkjustarfa,
ótrauður ástverka, - nú er öllu lokið.
Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup (1855-1916) fékk kallið 1884.
Foreldrar: Séra Björn skáld Halldórsson í Laufási við Eyjafjörð og k. h. Sigríður Einarsdóttir í Saltvík á Tjörnesi, Jónassonar. - Um það leyti sem séra Þórhallur kom að Reykholti, var faðir hans orðinn landsþekktur sem sálmaskáld og dáður mjög. Þessa orðstírs föður síns naut séra Þórhallur og var vel fagnað í Reykholtssóknum. Höfðu og þangað borist fregnir af gáfum hans og glæsimennsku. „Var þá sagt, að hann bæri jafnt af samtíðarmönnum og Kjartan Ólafsson í Hjarðarholti hefði gert .... Aðeins vantaði hann eitt, er má prýða góðan prest, en það var fögur söngrödd. Ræður hans þóttu ágætar - -.“
Eftir eins árs prestþjónustu í Reykholtssóknum hafði hann brauðskipti við séra Guðmund Helgason, prest á Akureyri. Var hans saknað mjög. - Hafði hann aðeins skamma viðdvöl á Akureyri, því að hans biðu önnur störf í Reykjavík. Yfir 20 ár kenndi hann við prestaskólann, og um skeið gegndi hann jafnframt dómkirkjuprestsstörfum í Reykjavík. Árið 1908 varð hann biskup og gegndi til æviloka.
R. af dbr. varð hann 1902, dbrm. 1906, prófessor að nafnbót 1907; þm. Borgfirðinga 1894-99 og 1902-1907. Formaður Búnaðarfélags Íslands 1900-1907. Ásamt embættisverkum stundaði hann ritstörf í miklum mæli. Hér verður þess aðeins getið, að hann gaf út Kirkjublaðið árin 1891-97 og Nýtt Kirkjublað 1906- 1906. - Öllum, sem kynntust starfi hans, var ljóst, að hann var frjálslyndur kirkjuhöfðingi, bænda- og barnavinur.
Kona: Valgerður Jónsdóttir hreppstjóra á Bjarnastöðum í Bárðardal, Halldórssonar (fósturdóttir Tryggva bankastjóra Gunnarssonar). Börn þeirra: Séra Tryggvi, prestur á Hesti, síðar forsætisráðherra; Svava, kona Halldórs Vilhjálmssonar, skólastjóra á Hvanneyri; Björn, dó í Noregi 1916; Dóra, kona Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrv. forseta Íslands.
Guðmundur Helgason (1853-1922) fékk kallið 1885. Foreldrar: Helgi, bóndi í Birtingaholti, Magnússon, og k.h. Guðrún Guðmundsdóttir, bónda í Birtingaholti, Magnússonar. - Hann var „fluggáfaður og höfðingi í sjón og raun. Glaður og reifur og hinn veglátasti maður. Hann var hér tuttugu og þrjú ár, og var sem heimurinn hossaði honum á allar lundir lengst af þeim tíma: Góður fjárhagur, efnileg börn og vel gefinn á allan hátt og óskipt mannhylli, allt þetta hlotnaðist honum hér. Alla tíð var hann hér bæði í hreppsnefnd og sýslunefnd, og svo var hann ráðsnjall og tillögugóður, að enginn fór þar yfir.“
Prófastur í Borgarfjarðarsýslu 1885-96. Amtsráðsmaður í Suðuramtinu 1892-1907. Sýslunefndarmaður 1886-1908. Formaður Búnaðarfélags Íslands 1907-1917. Um tíma gæzlustjóri Landsbanka Íslands: Kona Þóra Ágústa Ásmundsdóttir próf. í Odda, Jónssonar. Börn þeirra: Guðrún, starfsmaður í tónlistardeild útvarpsins; Laufey, dó uppkomin; Ásmundur biskup; Helgi, bankastjóri í Rvík; Guðmundur, skrifstofumaður í Rvík.
Einar Pálsson (1868-1951) fékk kallið 1908. Foreldrar: Páll Jónsson, bóndi á Glúmsstöðum og Arnórsstöðum á Jökuldal, og k.h. Hróðný Einarsdóttir, bónda á Brú á Jökuldal, Einarssonar. Fékk Háls í Fnjóskadal 1893, Gaulverjabæ 1903, og þaðan kom hann að Reykholti. Var það Í fyrsta sinn, sem brauðið var veitt eftir ósk safnaðarins. Lausn frá embætti 1930. Hafði hann þá verið þjónandi prestur í Reykholtsprestakalli í 22 ár, og hann og fjölskylda hans notið mikilla vinsælda. Og söngrödd séra Einars verður sérstaklega eftirminnileg, svo var hún heið og skær, og tónvís var hann með afbrigðum. - Kona: Jóhanna Katrín Kristjana Eggertsdóttir Briems sýslumanns á Reynistað, Gunnlaugssonar. Börn þeirra: Eggert Ólafur Briem, lengi læknir í Borgarnesi; Ingibjörg Pála, kona Eyjólfs Eyfells listmálara; Gunnlaugur Briem cand. theol. (d. 1929); Hróðný Svanbjörg, kona Árna B. Björnssonar, gullsmiðs í Rvík; Kristín Valgerður, kona Stefáns Ólafssonar, bónda í Kalmanstungu; Páll Björn, framkvæmdastjóri í Rvík; Vilhjálmur Einar, bóndi á Laugabökkum.
Og eftir að þessi fjölskylda fluttist frá Reykholti, hafa börn þessara hjóna, Reykholtssystkinin, sýnt staðnum óvenjumikla ræktarsemi, og sömuleiðis kirkjum þeim, er faðir þeirra þjónaði. Frásögn af því væri merkur kapítuli út af fyrir sig.
Einar Guðnason (Einar Ingimar) (f. 1903) fékk kallið 1930. Foreldrar: Guðni Einarsson, bóndi á Óspaksstöðum í Hrútafirði, og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Heimiliskennari að Brekku í Fljótsdal 1924-25. Stundakennari við Ungmennaskólann í Rvík 1929-30. Stundaði einkakennslu öll háskólaárin. Kennari við Héraðsskólann í Reykholti 1931-64. Aukaþjónusta um skeið í Hjarðarholts- og Norðtungusóknum, enn fremur í Bæjar- og Lundarsóknum. Formaður fræðsluráðs Borgarfjarðarsýslu frá 1950, og síðustu ár formaður skólanefndar Reykholtsskóla.
Auk þess, að séra Einar nýtur mikilla vinsælda í sóknum sínum, er ástæða til að geta þess, að hann mun víðþekktur fyrir sögufróðleik. Má í því sambandi minna á, að hann var einn þeirra þriggja Borgfirðinga, er bar sigur af hólmi í spurningakeppni útvarpsins fyrir fáum árum. Og ferðafólk, sem heimsækir Reykholt til að skoða staðinn, gengur iðulega i kirkju, syngur þar lag og hlýðir á séra Einar segja „sögu Reykholts.“
Kona: Steinunn Anna, B.A., kennari, Bjarnadóttir Sæmundssonar, yfirkennara og fiskifræðings í Reykjavík. Auk fjölmargra trúnaðarstarfa, sem henni voru falin, en verða ekki rakin hér, gegndi frú Anna kennslustörfum um mörg ár, m.a. við Menntaskólann Í Reykjavík, á vegum útvarpsins, við Flensborgarskólann og síðast við Héraðsskólann í Reykholti 1933-64. Einnig samdi hún kennslubækur í ensku.
Börn þeirra voru fimm, og eru þrjú á lífi: Bjarni, viðskiptafræðingur, nú bæjarstjóri á Akureyri; Steinunn Anna, B.A., kennari við Menntaskólann í Reykjavík; Guðmundur, viðskiptafræðingur, Reykjavík.
Reykholltsstaður rís hátt í sögunni, og ber margt til þess. Sá, sem gerði garðinn frægastan, er vitanlega sagnfræðingurinn mikli, Snorri Sturluson. Þar sat hann og reit snilldarverk sín á svo tæru og fögru máli, að það verður æ til fyrirmyndar þeim, er rita vilja á íslenskri tungu.
Einnig má nefna, að þar hefur setið fjöldi klerka, sem mjög hafa komið við sögu þjóðarinnar, voru fræðimenn miklir og höfðingjar í raun, og sumir setið á biskupsstóli.
Og sögufrægð staðarins, ásamt jarðhita, átti mestan þátt í því, að þar var á árunum 1931-31 reistur „hár og glæstur héraðsskóli“ Borgfirðinga. - Og nú prýðir staðinn meðal annars gömul, en virðuleg kirkja, sviphrein og tíguleg skólabygging, og Snorragarður umhverfis með grasbölum og gróðurríkum trjálundum.
4. Húsafell
í Hálsasveit. Þar var kirkja helguð Guði og jómfrú Maríu og hinni heilögu Cecelíu. Annexía var Kalmanstunga.
Kirkja hefur fyrrum verið á Reyðarfelli í Geitlandi (?), en er af tekin fyrir 1442. Frá 1905 var einnig Stóri-Ás annexía frá Húsafelli. Með konungsbréfi 1812 er Húsafellsprestakall lagt niður, voru þá af teknar kirkjurnar á Húsafelli og Kalmanstungu, og Kalmanstungusókn lögð til Gilsbakkakirkju, en Húsafellssókn lögð til Stóra-Áss, og sóknin í heild lögð undir Reykholt.
Sighvatur Brandsson (lengi) fékk kallið 1170?
Amundi . . . .
Sigmundur ... fékk kallið um 1252.
Ólafur (3 ár) fékk kallið um 1394.
Valgarður Ívarsson fékk kallið um 1472.
Snorri Þorgilsson fékk kallið 1499.
Loftur Þorkelsson fékk kallið fyrir 1538.
Eiríkur Grímsson fékk kallið 1550.
Salómon Guðmundsson (1529-1598) fékk kallið 1590. Foreldrar: Þorsteinn Sighvatsson í Höfn í Melasveit og k. h. Ásta Eiríksdóttir prests í Reykholti, Jónssonar.- Séra Jón fékk Torfastaði 1601 og Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 1607. „Veginn í Tyrkjaráni í Vestmannaeyjum, og því oft nefndur píslarvottur. Var gáfumaður og skáld, sálmar hans lengi í miklum metum.“ Kona: Margrét Jónsdóttir frá Hæli í Flókadal, Péturssonar. Hún var einnig hertekin og kom aldrei til landsins aftur. - Börn þeirra: Séra Jón (eldri) á Melum; séra Þorsteinn í Holti undir Eyjafjöllum; Jón (yngri) Vestmann; Margrét, hertekin í Tyrkjaráni, leyst út af frönskum kaupmanni og átti börn með honum, og kom ekki aftur til landsins.
Sigurður Finnsson (d. 1646) fékk kallið 1600. Foreldrar: Finnur Steindórsson á Ökrum og k.h. Steinunn Jónsdóttir refs í Búðardal, Sigurðssonar. „Vel viti borinn og skáldmæltur.“ Kona: Ingibjörg Sigurðardóttir sýslumanns í Einarsnesi, Jónssonar. Börn þeirra: Finnur skáld á Ökrum; Þórlaug í Syðra-Skógarnesi; Sigurður, Sigríður og Guðrún.
Jón Böðvarsson eldri (d. 1632) fékk kallið 1605. Foreldrar: Séra Böðvar Jónsson í Reykholti og fyrsta kona hans, Ásta Pantaleonsdóttir prests á Stað í Grunnavík, Ólafssonar. „Hann er talinn vel að sér, en óráðsettur og auðnulítill.“ Kona 1: Þórunn Sveinsdóttir prests í Holti Í Önundarfirði, Símonarsonar. Börn þeirra: Einar skáld í Fossbúð; Pantaleon, sjómaður; Ástríður. Kona 2: Guðrún Jónsdóttir dandikarls, Jónssonar. Börn þeirra: Bjarni, fór til Hollands; Ingibjörg, kona Þorsteins Jónssonar á Miðfelli, Benediktssonar.
Grímur Jónsson (1581-1654) fékk kallið 1617. Foreldrar: Jón Grímsson á Húsafelli, síðar í Kalmanstungu, og k. h. Sigurborg Þorsteinsdóttir frá Höfn í Melasveit, Sighvatssonar. „Séra Grímur var þjónandi prestur á Húsafelli í 39 ár, og þar dó hann.“ Kona: Engilráð Jónsdóttir frá Breiðabólstað. Þau hvíla bæði í Húsafellskirkjugarði, og er yfir þeim legsteinn, höggvinn úr rauðu grjóti, sem tekið var úr gili ofan við bæinn. „Er sá steinn enn þá heill og óskemmdur.“ (1931). Synir þeirra: Séra Helgi á Húsafelli; Jón í Kalmanstungu og Ketill. „Launsonur séra Gríms (með Gunnu klínu) var Hallur.“
Helgi Grímsson (1622--1691) fékk kallið 1654. Foreldrar nefndir hér næst á undan. „Hann var mikill maður vexti og rammur að afIi, vel að sér, unni mjög fornfræðum, og eru til uppskriftir hans nokkrar, merkur maður og mikils metinn. Hann fór sumarið 1664 með mági sínum, Séra Bjarna Stefánssyni á Snæúlfsstöðum, að leita Þórisdals." (Segir Björn Gunnlaugsson, að þeir hafi fyrstir manna fundið Þórisdal). - Kona: Guðríður Stefánsdóttir prests í Nesi við Seltjörn, Hallkelssonar. - Dætur þeirra: Kristín á Munaðarhóli; Engilráð á Lundi í Þverárhlíð; Anna í Dagverðarnesi og Guðrún í Kvíum.
Eiríkur Vigfússon (1624-1692) fékk kallið 1691. Foreldrar: Vigfús Eiríksson á Langárfossi, síðar í Stóra-Ási, og k. h. Guðlaug Björgólfsdóttir frá Stóra-Ási. Gegndi prestsstörfum á Húsafelli þetta eina ár, sem hann átti eftir ólifað, og bjó í Stóra-Ási, (átti þá jörð). Kona: Guðrún yngri Steindórsdóttir sýslumanns Ingjaldshóli, Finnssonar (með konungsleyfi vegna skyldleika). Börn þeirra: Séra Vigfús í Miðdalaþingum, og Guðlaug, fyrri kona séra Hannesar Halldórssonar í Reykholti.
Gunnar Pálsson (1667-1707) fékk kallið 1692. Foreldrar: Séra Páll Gunnarsson eldri á Gilsbakka og k. h. Helga Eiríksdóttir frá Fitjum í Skorradal, Oddssonar. Hann varð ekki mosagróinn á Húsafelli, og er hann hvarf þaðan, var hans lítt saknað af sóknarfólki, því að „hann þótti hvorki loflegur að lærdómi né lifnaði.“ Kona:
Guðríður Torfadóttir frá Flatey, Jónssonar. Synir þeirra: Páli stúdent í Fagurey, Jón og Gunnar.
Halldór Árnason (1672-1736) fékk kallið 1696. Foreldrar: Árni Eiríksson á Eyvindará prests í Vallanesi, Ketilssonar, og k. h. Guðný Bjarnadóttir Skálholtsráðsmanns, Eiríkssonar. „Búsýslumaður mikill, ættrækinn og drenglyndur.“ Kona: Halldóra Illugadóttir prests í Grímsey, Jónssonar. - Börn þeirra: Bjarni, sýslumaður á Þingeyrum; séra Sigvaldi á Húsafelli; séra Illugi á Borg; Guðmundur á Akranesi; Ingibjörg, kona Þorsteins skálds Bárðarsonar í Vogatungu.; Sigurður og Þorgerður.
Sigvaldi Halldórsson (1706-1756) fékk kallið 1736. Foreldrar nefndir hér næst á undan. Fara litlar sögur af honum sem presti, en meðal afkomenda hans hefur ríkt „andlegt og líkamlegt atgervi.“ - Kona: Helga Torfadóttir prests á Reynivöllum, Halldórssonar. Börn þeirra: Torfi djákni í Odda; Halldór; Guðríður; Þórarinn Lilliendal, sýslumaður (m. a. í Borgarfjarðarsýslu); Sigríður, kona séra Snæbjarnar Halldórssonar í Grímstungu, biskups á Hólum, Brynjólfssonar.
Snorri Björnsson (1710-1803) fékk kallið 1757. Foreldrar: Björn Þorsteinsson, bóndi í Höfn í Melasveit, Þorgeirssonar, og k. h. Guðrún Þorbjarnardóttir í Birtingaholti, Eiríkssonar. - Áður prestur að Stað í Aðalvík í 16 ár. „Í skýrslum Harboes fær hann góðan vitnisburð, enda var hann skarpur maður, vel gefinn og minnugur, reglubundinn og starfsmaður mikill, hið mesta karlmenni að burðum. Æfði hann ungur margar hinar sömu íþróttir, sem gjörðu fornhetjurnar frægar, svo sem skotfimi, sund, glímur, stökk og handahlaup.“ Einnig var hann hagleiksmaður á smíðar allar. Og ljóðasmíðar stundaði hann, einkum er líða tók á ævina. Eru til eftir hann bæði rímur og kvæði. Einnig samdi hann leikrit, sem hlaut nafnið Sperðill (Lbs). Mun það eitt elzta íslenzka leikritið. Um séra Snorra eru geysimiklar þjóðsagnir. - Kona: Hildur Jónsdóttir prests á Stað í Aðalvík. Hún var 17 árum yngri en séra Snorri, og sögð hafa verið meðal fermingarbarna hans þar vestra. Börn þeirra: Einar í Múlakoti í Stafholtstungum; Helga, fyrri kona Guðmundar Eiríkssonar að Nautabúi, síðar kona Einars Sigurðssonar á Sturlureykjum; Jakob, bóndi og smiður á Húsafelli; Kristín, kona Sigurðar Jónssonar á Hvítárvöllum; Guðrún, járnsmiður góður, óg.; séra Björn, aðstoðarprestur að Húsafelli; Guðný, smiður góður, óg. Bjó um skeið sem einsetukona í Ambáttarhól, sem er skammt frá Flókadalsá í Varmalækjarlandi.
Björn Snorrason (1764-1797) prests á Húsafelli, Björnssonar. Gerðist aðstoðarprestur föður síns, þegar séra Snorri var kominn fast að áttræðu. Séra Björn missti heilsuna eftir eins árs prestsþjónustu og varð að láta af embætti. Stúdent frá Skálholtsskóla 1784 „með allgóðum vitnisburði fyrir gáfur og skarpleik.“ Kona: Rannveig Grímsdóttir smiðs Eiríkssonar. Börn þeirra: Snorri, dó í Bessastaðaskóla, og Elísabet, kona Magnúsar Jónssonar frá Deildartungu, Þorvaldssonar.
Jón Grímsson (1772-1809) fékk kallið. 1796. Foreldrar: Grímur Jónsson, GötuhÚsum í Rvík, og k. h. Vigdís Sigurðardóttir, Erlendssonar. - Hélt staðinn til æviloka. Voru þeir prestarnir, séra Snorri og séra Jón, samtíðarmenn á Húsafelli í sex ár. Fór mjög veI á með þeim, og messaði séra Snorri öðru hvoru heima á staðnum allt fram á nítugasta aldursár, en þá fór honum að daprast sýn. - Séra Jón fékk gott orð sem prestur. Hann var hagmæltur vel, og samdi meðal annars lofsamlega grafskrift um séra Snorra. Hann varð ekki gamall maður, dó úr holdsveiki 37 ára að aldri.
Séra Jón Grímsson var síðastur presta á Húsafelli, og hefur sá staður nú verið bændabýli í full 160 ár.
Húsafellsprestar tóku margir tryggð við staðinn, eyddu þar ævidögum og kusu sér þar legstað að lífi loknu. Er hvort tveggja, að landslag er þar óvenju fagurt og fjölbreytt og jörð kostamikil. Þar hafa menn því unað sér vel. - Snorri pestur kom að Húsafelli árið 1757. Að honum látnum tók Jakob sonur hans við jörð og búi, og hefur nú sami ættleggur, mann fram af manni, gengið óslitið um garða á Húsafelli í rúmar tvær aldir.
5. Gilsbakki
í Hvítársíðu. Þar var Nikuláskirkja. Annexía var Síðumúli. Þar var Maríukirkja.
TiI Síðumúla lágu fyrrum fjögur bænhús. Eitt þeirra kann að hafa verið á Kirkjubóli, og talað er um bænhús á Haukagili. Annexía var að fornu Stóri-Ás í Hálsasveit, en var 1605 lagður til Húsafells. Enn fremur voru kirkjur á Sámsstöðum og Þorgautsstöðum fram yfir 1600, en báðar aflagðar fyrir 1708. Með lögum 16/11 1907 var Gilsbakkaprestakall lagt niður, og sóknirnar báðar lagðar undir Reykholt.
Ormur Koðránsson (d. 1179) fékk kallið fyrir 1143. Foreldrar: Koðrán Ormsson á Gilsbakka, Hermundarsonar og k. h. Guðrún Sigmundsdóttir á Svínafelli, Þorgilssonar.
Þorkell (í Síðumúla) fékk kallið fyrir 1250.
Pétur Marteinsson ...
Páll Grímsson fékk kallið 1393.
Guðmundur Narfason fékk kallið fyrir 1462. Faðir: Narfi lögmaður Sveinsson á Melum og Saurbæ á Kjalarnesi. Sonur hans: Narfi.
Þorbjörn Ámundason fékk kallið 1463.
Oddur Bergsson fékk kallið fyrir 1491.
Þórður Jónsson fékk kallið 1494.
Þórður Stallason fékk kallið 1504.
Eiríkur Jónsson fékk kallið 1536. Foreldrar: Jón ríki Þórðarson á Borg og Hvanneyri og k. h. Ragnhildur Einarsdóttir umboðsmanns á Hofsstöðum, Þórólfssonar. Börn hans með Steinunni Jónsdóttur: Einar, lögréttumaður á Hvanneyri; Sesselja, kona Steindórs sýslumanns Finnssonar á Ökrum; Ásta, kona Torfa Brandssonar í Höfn og Guðrún.
Eiríkur Grímsson (um 1512-1597) fékk kallið 1578. Nefndur meðal Húsafellspresta.
Guðmundur Einarsson (d. 1587) fékk kallið 1580. Faðir: Séra Einar Úlfsson á Bergstöðum. - Kona: Halldóra Halldórsdóttir prests í Selárdal, Einarssonar. Börn þeirra: Úlfur, Guðmundur og Þorgerður.
Torfi Þorsteinsson (d. 1622) fékk kallið 1588. Foreldrar: Þorsteinn Sighvatsson í Höfn í Melasveit og f. k. h. Ásta Eiríksdóttir prests í Reykholti, Jónssonar. - Þjónaði líka Húsafelli um tíma. Kona: Margrét yngri Aradóttir á Fitjum, Ólafssonar. Börn þeirra: Þorkell, Guðmundur og Þorsteinn; Sesselja, kona séra Jóns yngra Böðvarssonar í Reykholti; Guðrún, kona Gríms Einarssonar að Strönd í Selvogi; Ásta, kona Benedikts Þorvaldssonar á Víðimýri.
Gunnar Pálsson (d. 1661) fékk kallið 1623. Foreldrar: Páll Jónsson á Hólmi í Leiru (aðrir: Páll Magnússon á Hafnarhólmi ) og Hallotta (föðurnafn ekki þekkt). „Hann var maður mikilhæfur og merkur að mörgu, hraustmenni hið mesta og svo líkamaþungur, að trauðlega báru hann sterkustu hestar.“ - Kona 1: Sigríður Sigurðardóttir lögréttumanns í Einarsnesi, Jónssonar. Þau bl. Kona 2: Guðný Skaftadóttir prests á Setbergi, Loftssonar. Þau bl. Kona 3: Þórunn Björnsdóttir lögréttumanns í Stóra-Skógi, Guðmundssonar. Börn þeirra: Séra Páll eldri á Gilsbakka; séra Páll yngri í Stafholti; séra Þorsteinn, kirkjuprestur í Skálholti; Guðný, kona Þorvarðs Magnússonar í Bæ í Borgarfirði; Ingveldur, kona séra Eiríks Eyjólfssonar á Lundi, og Ólöf, s. k. séra Jóhanns Þórðarsonar í Laugardælum.
Páll Gunnarsson eldri (1637-1700) fékk kallið 1661. Foreldrar: Séra Gunnar Pálsson á Gilsbakka og þriðja k. h. Þórunn Björnsdóttir frá Stóra-Skógi. - Kona: Helga Eiríksdóttir frá Fitjum, Oddssonar. Börn þeirra: Séra Gunnar í Stafholti; Eiríkur stúdent; Einar stúdent; Guðný, f. k. séra Árna Þorleifssonar í Arnarbæli; Sigríður, kona séra Torfa Halldórssonar á Reynivöllum; Þorbjörg, fyrri kona Hannesar Þórðarsonar í Snóksdal; Þórunn, kona Þórðar Þorsteinssonar prests í Miðdalsþingum; Halldóra og Halla.
Jón Eyjólfsson eldri (1648-1718) fékk kalI ið 1700. Foreldrar: Séra Eyjólfur Jónsson á Lundi og k. h. Katrín Einarsdóttir frá Ásgarði, Teitssonar. „Hann var vel gefinn og mikils metinn.“ Eftir hann eru til sálmar, erfiljóð o. fl. - Kona: Arndís Jónsdóttir lögréttumanns á Geitaskarði, Egilssonar. Börn þeirra: Ingibjörg, kona séra Magnúsar Árnasonar á Reynivöllum; Katrín, kona séra Ólafs Jónssonar á Stað á Snæfjallaströnd; Halla, óg.; séra Jón á Gilsbakka.
Jón Jónsson (1696-1771) fékk kallið 1718. Foreldrar: Séra Jón eldri Eyjólfsson á Gilsbakka og k.h. Arndís Jónsdóttir. - Fékk Gilsbakka eftir föður sinn og hélt til æviloka. Var vel látinn. Kona: Guðrún Þórðardóttir frá Hvalgröfum, Guðlaugssonar. Börn þeirra: Jón eldri á Leirulæk og Norðtungu; séra Jón á Gilsbakka; Markús stúdent; Arndís, kona séra Kolbeins Þorsteinssonar í Miðdal; Vilborg, kona séra Jóns Finnssonar í Hruna; Sigríður, kona séra Guðbrands Sigurðssonar á Brjánslæk; Guðný og Margrét.
Kolbeinn Þorsteinsson (1731-1783). Foreldrar: Þorsteinn Kolbeinsson á Tungufelli og k. h. Guðrún Hallvarðsdóttir frá Efra-seli Í Ytra-Hreppi, Halldórssonar. - Var aðstoðarprestur hjá tengdaföður sínum, séra Jóni eldra á Gilsbakka. Fékk Miðdal 1765 og hélt til æviloka. (Holdsveikur síðustu æviárin ). Hann var „gáfumaður, skarpvitur og iðjusamur, listamaður, hugvitsmaður og skáldmæltur“ (sjá Lbs.). Prentað er eftir hann latínukvæði, enn fremur latnesk þýðing Passíusálma Hallgríms Péturssonar, auk þess Gilsbakkaþula, Kátt er um jólin, koma þau senn. Er það talin merk heimild um „bæjarbrag, hátíðahald og heimafólk á staðnum.“ Kona: Arndís Jónsdóttir prests á Gilsbakka. Börn þeirra: Þorsteinn (dó um tvítugt); Jón eldri, kaupmaður í Stykkishólmi; Jón yngri, beykir; séra Eyjólfur á Eyri við Skutulsfjörð; Guðrún eldri. Átti fyrr séra Sigurð aðstoðarprest í Miðdal, Ólafsson, en síðar Eirík dbrm. Vigfússon á Reykjum á Skeiðum; Guðrún yngri (skáldmælt), kona Einars Bjarnasonar í Bryðjuholti; Margrét, átti fyrst Þórð stúdent Sæmundsson, varð síðan seinni kona séra Hilaríusar Illugasonar á Mosfelli í Grímsnesi, síðast miðkona séra Jóns Jónssonar í Klausturhólum; Halldóra, seinni kona Árna Þorleifssonar í Kalmanstungu.
Jón Jónsson yngri (1737-1796) fékk kallið 1771. Foreldrar: Séra Jón Jónsson eldri á Gilsbakka og k. h. Guðrún Þórðardóttir frá Hvalgröfum. - Hann var vel gefinn maður, merkisprestur og prýðilega látinn“ (Vorið 1784 átti hann eftir einn hest af sjötíu, þ. e. árið eftir Skaftárelda ). - Kona: Ragnheiður Jónsdóttir prests í Hvammi í Norðurárdal, Sigurðssonar. Börn þeirra: Séra Jón á Bergsstöðum; Kristín, kona Jóns Fr. stúdents Thórarensens í Víðidalstungu; Halla, kona Jóns stúdents Árnasonar, bónda á Leirá. Ragnheiður, ekkja séra Jóns, átti síðar séra Einar Guðbrandssonar, síðast á Hjaltabakka.
Eggert Guðmundsson (1789-1832) fékk kallið 1796. Hans er áður getið meðal Reykholtspresta.
Hjörtur Jónsson (f. 1776-d. 1843). fékk kallið 1806. Foreldrar: Jón Hjartarson í Klasbarðahjáleigu, Skúmsstöðum og síðast í Akurey í Landeyjum, og k. h. Anna Þorleifsdóttir frá Akurey, Árnasonar. - Fyrst aðstoðarprestur í Stórólfshvolsþingum. Stundaði kennslu um skeið. Árið 1805 var hann látinn fylgja Bjarna frá Sjöundá utan til aftöku. - „Hann var valmenni og vinsæll, heldur vel gefinn, gerðist þungfær vegna fitu á seinni árum sínum.“ „Séra Hjörtur lifði á þeirri öld, þegar söfnuðir báru takmarkalausa virðingu fyrir prestum sínum, ef þeir höfðu eitthvert manngildi. Svo var það með séra Hjört, að hann hafði flest ráð sveitarinnar í hendi sér. Einkum voru það þó einkamálin, sem hann lét sig miklu varða. Rak hann persónur sundur og saman eftir geðþótta sínum, og var tilhögun hans hlýtt næstum takmarkalaust. Hafa ráð hans í þeim efnum víst verið talin holl og einlæg. Það er athyglisvert, að út fyrir prestakallið fer naumast piltur eða stúlka að ná sér í maka í tíð séra Hjartar. Allt er parað saman innan sóknanna.“ - Kona: Þórunn Vigfúsdóttir prests Björnssonar í Garði. Börn áttu þau tvö, og komast annað þeirra upp, séra Jón á Gilsbakka, er var í nokkur ár aðstoðarprestur föður síns.
Magnús Sigurðsson (1805-1858) fékk kallið 1844. Foreldrar: Séra Sigurður Sigurðsson á Auðkúlu og k. h. Rósa Magnúsdóttir frá Myrkárdal, Jónssonar. - Átti séra Magnús við ýmsa örðugleika að stríða í prestskapartíð sinni á Gilsbakka, bæði í sambandi við heimilislíf og safnaðar. - Kona 1: Guðrún Árnadóttir prests á Tjörn í Svarfaðardal. Hún dó af barnsförum eftir eins árs sambúð. Kona 2: Guðrún Pétursdóttir hreppstjóra að Miðhópi, Péturssonar. Börn þeirra: Björn, smiður í Dýrafirði; Jón, drukknaði; Guðrún, átti fyrr Davíð Davíðsson á Háreksstöðum, síðar Vilhjálm Sigurðsson; og Sigurður Jónas, organleikara, fór til Vesturheims.
Gísli Gíslason (1786-1860) fékk kallið 1858. Foreldrar: Gísli Arason á Enni í Refasveit og k. h. Margrét Jónsdóttir frá Krythóli, Jónssonar. Séra Gísli var áður prestur á Vesturhópshólum og Staðarbakka. Er hann var þar nyrðra, kom það í hlut hans að fylgja Friðrik frá Katadal á aftökustað. - Hann er sagður hafa verið góðum gáfum gæddur, lærður vel og skáldmæltur, en bæði vínhneigður og óeirinn í kvennamálum. - Kona: Ragnheiður Vigfúsdóttir sýslumanns á Hlíðarenda, Þórarinssonar (sögð einstakt valkvendi). En vegna drykkjuskapar hans, hafi hún að lokum „orðið að yfirgefa hann.“ Börn þeirra: Gísli, síðari maður Vatnsenda-Rósu; Margrét, kona Steins Oddssonar á Þorgrímsstöðum og víðar; Ólöf, kona Sveins Oddssonar á Þorgrímsstöðum og víðar; Ólöf, kona Sveins Guðmundssonar á Valdalæk; Árni, sýslumaður á Kirkjubæjarklaustri, (fluttist að Krýsuvík 1880 og var þar til dauðadags, 1898. Hann var búhöldur svo mikill, að hann hafði um hríð hæsta lausafjártíund allra búandi manna í landinu); séra Skúli á Breiðabólstað í Fljótshlíð, og Vigfús í Samkomugerði. Kona 2: Helga Jónsdóttir prests á Breiðabólstað í Vesturhópi. Þau bl.
Jón Hjartarson (1815-1881) fékk kallið 1860. Foreldrar: Séra Hjörtur Jónsson á Gilsbakka og k.h. Þórunn Vigfúsdóttir (áður nefnd). - Var fyrst aðstoðarprestur hjá föður sínum á Gilsbakka. Fékk Kross í Landeyjum og þjónaði þar í 13 ár, þar til hann fékk Gilsbakka, sem hann hélt ttl æviloka. „Hann var maður í stærra lagi, herðabreiður, vel vaxinn og karlmannlegur, fríður í andliti, mildur á svip, jarpur á hár og skegg, málrómurinn hreinn, og söngrödd hafði hann góða.“ En vínhneigður var hann og „rataði ekki meðalhófið í þeim efnum.“ Var sagt, að gestrisni á sumum bæjum í þessu efni, er hann var á ferð um sóknina, hafi örvað hneigð hans til vínneyzlu. - Kona: Kristín Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti, Böðvarssonar. Börn þeirra: Hjörtur, læknir í Stykkishólmi; Þórunn, kona Þorvalds læknis á Ísafirði; Þorvaldur, prestur á Ísafirði; Árni, guðfr., kaupmaður á Ísafirði; Grímur Jónsson, guðfr., kennari á Ísafirði. Kona 2: Þorbjörg Pálsdóttir Jónssonar frá Þorvaldsstöðum, Auðunssonar. Var Þorbjörg yngri en flest stjúpbörn hennar. Þau bl. Þorbjörg átti síðar Pál Helgason á Bjarnastöðum.
Þorvaldur Jónsson (1874-1925) prests Hjartarsonar á Gilsbakka. Aðstoðarprestur föður síns frá 1872, fékk Setberg 1875, Eyri í Skutulsfirði 1881. Lét af prestsskap 1915.
Magnús Andrésson (1845-1922) fékk kallið 1881. Foreldrar: Andrés hreppstjóri Magnússon í Syðra-Langholti og k. h. Katrín Eyjólfsdóttir frá Snorrastöðum í Laugardal, Þorleifssonar. - Hann þjónaði Gilsbakka- og Síðumúlasóknum í 37 ár, og var síðastur presta, er sat á Gilsbakka. Prófastur var hann í Mýraprófastsdæmi um langt árabil. Lausn frá prestskap 1918, en bjó á Gilsbakka, sem hann hafði keypt, til æviloka. - Þingmaður Árnesinga 1881-85, Mýramanna 1901-07 og 1912-13. R. af dbr. 1905. Rrt: Skrá yfir bókasafn alþingis, greinar í tímaritum o. fl. „Séra Magnús var siðavandur, hollráður, einlægur og vildi hverjum manni vel.“ Hann stundaði smáskammtalækningar, er þóttu heppnast með ágætum. Kennari þótti hann afburðagóður, og kenndi mörgum piltum undir skóla. Menningarmál lét hann sig miklu skipta, og stofnaði t. d. bindindis- og lestrarfélag í sóknum sínum. Þegar hann kom að Gilsbakka, flutti hann með sér ýmsa nýja siði, þar á meðal „nýjan söng.“ Kona: Sigríður Pétursdóttir Sívertsens bónda í Höfn í Melasveit. Börn þeirra: Þorlákur; Andrés, dó uppkominn, ókv.; Sigríður, kennari í Rvík; Pétur, alþm., ráðherra í Rvík; Katrín, bókavörður í Rvík; Guðmundur; Steinunn Sigríður, kona Ásmundar biskups Guðmundssonar; Guðrún, kona Sigurðar Snorrasonar, bónda á Gilsbakka; Ragnheiður, kona Guðmundar Jónssonar, bónda á Hvítárbakka, og Sigrún, hjúkrunarkona í Rvík.
6. Hvammur
í Norðurárdal. Þar var Maríukirkja. Annexía var Norðtunga. Þar var Katrínarkirkja.
Kirkja var einnig á Skarðshömrum fram yfir 1600, en talið er, að bænhús þar væri af tekið fyrir meira en 20 árum 1708. Í Örnólfsdal og á Kirkjubóli í Hellistungum hafa sennilega verið kirkjur eða bænhús. Talað er og um bænhús á Höfða, Hamri, Glitstöðum, Hafþórsstöðum, Hvassafelli og Hreðavatni, en ekki er þeirra getið í fornum skjölum. Með lögum 16/11 1907 er Hvammsprestakall lagt niður, og báðar sóknirnar lagðar undir Stafholt.
Helgi Jónsson (d 1528) fékk kallið eftir 1503. Faðir?: Jón Sigurðsson Hallssonar, Svarthöfðasonar.
Sveinn Þorbjarnarson (á 16. öld) fékk kallið 1523. Synir hans: Séra Ólafur í Selárdal, Sveinn og Bjarni.
Salómon Guðmundsson (1529-1598) fékk kallið 1559. Foreldrar: Guðmundur Salómonsson á Laxfossi og k. h. Agnes Brandsdóttir, Helgasonar. - Árið 1590 varð hann að standa upp fyrir séra Einari skáldi Sigurðssyni, föður Odds biskups, fékk þá Húsafell og hélt til æviloka. Börn hans: Séra Jón á Hesti og Agnes, kona Magnúsar Magnússonar.
Einar Sigurðsson (1538-1626) fékk kallið 1590. Foreldrar: Séra Sigurður Þorsteinsson, síðast í Grímsey og Guðrún Finnbogadóttir, ábóta á Munkaþverá, Einarssonar. Vígðist fyrst aðstoðarprestur að Möðruvallaklaustri, fékk Mývatnsþing 1561 og Nes 1564. „Var um þessar mundir mjög fátækur og fékk styrk af þurfandi fé presta. Sumarið 1589 tók Oddur biskup, sonur hans, hann og allt hans fólk til sín suður í Skálholt, veitti honum vorið 1590 Hvamm og prófastsdæmi í Þverárþingi.“ En dvöl hans í Hvammi varð skammæ, því að næsta ár fékk hann Heydali og var þar til æviloka. Hann „reyndist hinn röggsamasti maður, enda hraustmenni, léttur í lund og góðgjarn. Hann var skáld, og liggur eftir hann meira í kveðskap, bæði prentað og óprentað, en nokkurn annan Íslending fram að þessu. Hann varð svo kynsæll, að leitun mun á þeim Íslendingi, að ekki sé af honum kominn, ef vel er að gáð.“ Af sonum hans varð einn biskup og fimm prestar. - Kona 1: Margrét Helgadóttir, Eyjólfssonar. Börn þeirra: Oddur biskup; Séra Sigurður á Breiðabólstað í Fljótshlíð; Sesselja, kona séra Halls Hallvarðssonar í Bjarnanesi. Kona 2 : Ólöf Þórarinsdóttir, Gíslasonar. Börn þeirra: Séra Gísli, síðast á Stað á Reykjanesi; séra Ólafur skáld í Kirkjubæ; séra Jón á Hofi í Álftafirði; séra Höskuldur í Heydölum; Eiríkur stúdent; Margrét, kona séra Árna Þorvarðssonar í Vallanesi; Anna, kona séra Ketils Ólafssonar á Kálfafellsstað; Sigríður, kona Bjarna silfursmiðs í Berunesi; Guðrún, kona séra Gissurs Gíslasonar í Þingmúla; Herdís, dó 10 ára. - Þess má geta, að enn er mikið sunginn jólasálmur séra Einars, „Nóttin var sú ágæt ein,“ sem nú er um það bil fjögurra alda gamall.
Ólafur Einarsson (d. um 1618) fékk kallið 1591. Foreldrar: Einar lögréttumaður Eiríksson á Hvanneyri og seinni kona hans, Bergljót Hallsdóttir sýslumanns í Hjörsey, Ólafssonar. Hélt staðinn aðeins eitt ár, fór þaðan að Helgafelli og dó þar. Kona: Þuríður Jónsdóttir frá Skarði á Landi, Eiríkssonar, Torfasonar í Klofa. Börn þeirra: Jón eldri í Lóni; Jón yngri í Hvalsnesi; Egill á Bláfelli; Guðrún átti fyrr séra Erasmus Ormsson á Borg, síðar Guðmund Jónsson; Valgerður, átti fyrst Ólaf Hannesson frá Hvammi í Kjós, þá Eyjólf Sigurðsson á Vatnsenda, síðan Þórð Árnason frá Narfeyri, síðast Jón Ólafsson prests á Kvennabrekku; Steinunn, kona Þorleiks Guðmundssonar, Þorvaldssonar prests á Ferjubakka (Borg), Einarssonar; Þorgerður, átti Guðmund, launson Þorleifs Bjarnarsonar í Búðardal.
Ásmundur Þormóðsson (d. 1630) fékk kallið 1592. Foreldrar: Þormóður lögréttumaður Ásmundsson í Bræðratungu og k. h. Ingibjörg Þorsteinsdóttir í Hjörsey, Torfasonar. - Hélt Hvamm til æviloka. Kona: Ingibjörg Halldórsdóttir prests í Selárdal, Einarssonar. Börn þeirra: Halldór og Bárður, dóu báðir í bólunni; Guðmundur í Stóra-Holti í Saurbæ; Þóra, átti fyrr Pétur sýslumann Pálsson að Staðarhóli, síðar Þorstein Jónsson á Narfeyri; Guðríður.
Eyjólfur Jónsson (d. 1672) fékk kallið 1630. Er nefndur meðal Lundarpresta. Var eitt ár í Hvammi.
Þorsteinn Tyrfingsson (d. 1645) fékk kallið 1631. Foreldrar: Tyrfingur Ásgeirsson í Hjörsey og k.h. Þórdís Hansdóttir sýslumanns i Hjörsey, Ólafssonar. - „Talinn vitur maður.“ Kona: Jórunn Einarsdóttir prests á Melum, Þórðarsonar. Börn þeirra: Jón á Nautabúi, Hólaráðsmaður; Einar, biskup á Hólum; Árni stúdent; Guðrún, kona Benedikts lögréttumanns Björnssonar í Bólstaðarhlíð.
Jón Ólafsson (1605~1694) fékk kallið 1646. Foreldrar: Ólafur (Illi-Láfi) Jónsson á Svarfhóli í Laxárdal og k. h. Ingibjörg Vigfúsdóttir sýslumanns á Kalastöðum, Jónssonar. „Hann var merkismaður og heljarmenni að burðum sem föðurfrændur hans.“ Kona 1: Sigríður Loftsdóttir prests að Setbergi, Skaftasonar. Dóttir þeirra: Kristín, kona Finns skálds Sigurðssonar á Ökrum. Kona 2: Þóra Þorvaldsdóttir prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Rafnssonar. Börn þeirra: Séra Brynjólfur í Görðum á Álftanesi; Sigríður, kona séra Jóns yngra Eyjólfssonar í Hvammi í Norðurárdal.
Helgi Bjarnason lögréttumanns Guðmundssonar að Kletti í Kollafirði og k. h. Helgu Ólafsdóttur frá Svarfhóli í Laxárdal. Var aðstoðarprestur séra Jón Ólafssonar.
Jón Eyjólfsson yngri (um 1650 - 1727) fékk kallið 1695. Foreldrar: Séra Eyjólfur Jónsson á Lundi og k.h. Katrín Einarsdóttir í Ásgarði, Teitssonar. „Hann var talinn merkismaður.“ Kona: Sigríður Jónsdóttir prests í Hvammi, Ólafssonar. Börn þeirra: Séra Jón eldri, aðstoðarprestur föður síns; Eyjólfur; Jón yngri á Skarðshömrum og Laxfossi.
Markús Eiríksson (um 1687-1750) fékk kallið 1714. Foreldrar: Séra Eiríkur Guðmundsson í Fagradal og k.h. Halldóra Jónsdóttir lögréttumanns Sigurðssonar, Hrólfssonar. „Hann fær lélegan vitnisburð.“ Kona: Steinunn Jónsdóttir frá Gunnsteinsstöðum, Jónssonar. Dóttir þeirra: Sigríður, kona séra Sigurðar Jónssonar í Stafholti.
Sveinn Guðlaugsson (1704-1752) fékk kallið 1750. Foreldrar: Guðlaugur Tómasson að Arnarhóli hjá Fróðá og k. h. Ástríður Sveinsdóttir í Klettakoti hjá Fróðá. „Fær góðan vitnisburð.“ Kona: Helga Jónsdóttir prests á Staðarstað, Jónssonar. Helga var fædd 1695, varð blind 1711, dó 1780. Börn þeirra: Séra Guðlaugur í Vatnsfirði; séra Jón á Stað í Steingrímsfirði; Ástríður, kona Einars Jónssonar á Hrekksstöðum; Kristín, kona Vigfúsar stúdents Eiríkssonar í Stóra- Ási í Hálsasveit.
Jón Sigurðsson sterki (1723-:1780) fékk kallið 1752. Foreldrar: Sigurður sýslumaður Jónsson á Hvítárvöllum og k. h. Ólöf Jónsdóttir eldra á Eyri í Seyðisfirði, Magnússonar. - „Var vel gefinn og búhöldur mikill, vel látinn og heljarmenni að burðum sem faðir hans.“ - Kona: Kristín Eggertsdóttir á Álftanesi, Guðmundssonar. Hjónin systkinabörn. Börn þeirra: Ragnheiður, átti fyrr séra Jón yngra Jónsson á Gilsbakka, síðar séra Einar Guðbrandsson á Hjaltabakka; og Sigurður á Hvítárvöllum.
Eiríkur Vigfússon (1747-1808). fékk kallið 1780. Foreldrar: Séra Vigfús Jónsson í Hítardal og f.k.h. Katrín Þórðardóttir prests á Staðarstað, Jónssonar. Lætur Hannes biskup Finnsson svo um mælt; „að séra Eiríkur sé reglusamur, góðgerðarsamur, siðprúður, starfsamur, góður kennimaður og einkum vel laginn að fræða börn, en enginn sérlegur gáfumaður.“ Fékk síðar Reykholt og að lokum Stafholt og andaðist þar. Enginn búmaður og ætíð fátækur. Kona: Sigríður Jónsdóttir biskups Teitssonar. Sonur þeirra: Séra Vigfús Reykdal, síðast í Miðdalsþingum.
Jón Oddsson Hjaltalín (1749-1835) fékk kallið 1783. Foreldrar: Oddur lögréttumaður Hjaltalín á Reyðará, Jónssonar, og k. h. Oddný Erlendsdóttir lögréttumanns, Brandssonar. - Kom að Hvammi frá Kálfafelli á Síðu. Missti þá um sumarið allt búfé sitt í Skaftáreldunum. Og í Hvammi missti hann einnig fyrsta veturinn allt búféð, nema fjórar kýr, eina á og einn hest. Fékk Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1786 og hlaut þar 13I,4 rd. verðlaun fyrir túngarðahleðslu. Árið 1828 fékk hann 50 rd. gjöf frá konungi fyrir 50 ára prestþjónustu. „Hjá biskupum og próföstum fær séra Jón hið mesta lof í öllum greinum, þar er þeir minnast á hann. Og Hannes biskup segir, að hann hafi glæsilegar gáfur. Hann hefur ort mörg kvæði og sálma. Einnig samdi hann sögur.“ - Kona 1: Guðrún Jónsdóttir prests í Bjarnarnesi, Bergssonar. Börn þeirra: Oddur læknir í Bjarnarhöfn; Guðrún, kona Vigfúsar Guðmundssonar á Signýjarstöðum; Jósep á Valshamri; Bergur í Öxney; Guðný, Guðfinna og Guðbjörg; Jón trésmiður; Vigfús í Langadal stóra. Kona 2: Gróa Oddsdóttir prests á Reynivöllum, Þorvarðssonar. Börn þeirra: Guðrún, kona Jóns kaupm. Daníelssonar í Grundarfirði; Jón, landlæknir; Kristín, kona Jóns Daníelssonar yngra á Kverná; Guð rún önnur, kona Magnúsar kaupm. og alþm. Jónssonar í Bráðræði.
Jón Ásgeirsson (1758-1834) fékk kallið 1786. Foreldrar: Séra Ásgeir Jónsson á Stað í Steingrímsfirði og f.k.h. Kristín Guðnadóttir. - Í skóla var hann sagður skara fram úr öðrum í tölvísi. „Hann var vel gefinn og vel að sér, söngmaður góður, þótti betur fallinn til veraldlegrar umsýslu en prestsverka, enda aðsjáll og vel efnum búinn, hæglátur í geði, og þó kíminn.“ Kona: Sigríður Einarsdóttir prests að Vindási í Kjós, Torfasonar. Sonur þeirra: Ásgeir Stadfeldt sórenskrifari í Noregi.
Steindór Jónsson (1740-1797) fékk kallið 1792. Foreldrar: Jón bóndi Eiríksson á Búðum og k.h. Sigríður Jónsdóttir frá Bár í Eyrarsveit, Jónssonar. - „Hann var talinn hraustmenni að burðum, sæmilegur kennimaður, stilltur og vel látinn.“ - Kona 1: Hólmfríður Þorláksdóttir prests í Selárdal, Guðmundssonar. Börn þeirra: Guðríður, kona Jóns Halldórssonar á Littla-Fjalli; Ingibjörg s.k. Eyjólfs í Skíðsholtum; Rannveig, kona Gests Sæmundssonar á Kaðalstöðum. Kona 2: Guðný Brandsdóttir smiðs á Jörfa. þau bl.
Þórður Þorsteinsson (1754-1819) fékk kallið 1797. Foreldrar: Séra Þorsteinn Þórðarson í Hvammi í Hvammssveit og k. h. Margrét Pálmadóttir lögréttumanns á Breiðabólstað í Sökkólfsdal, Sigurðssonar. „Andaðist í Dalsmynni 1819, en þangað; hafði hann flutzt varið 1808, og hafði túnið í Hvammi skemmzt mjög af skriðufalli og snjóflóði (fórst í því einn sonur hans).“ - Kona: Guðbjörg Jónsdóttir frá Hvoli í Saurbæ, Jónssonar. Börn þeirra: Margrét í Dalsmynni; Jón á Berserkjahrauni; Pálmi; Anna, kona Jóns Jónssonar á Leiðólfsstöðum; Ásmundur á Flóðatanga; Guðbjörg, kana Tuma Magnússonar á Háreksstöðum; Benedikt á Breiðabólstað í Sökkólfsdal; Þorbjörg, kona Elíasar Magnússonar; Þorsteinn í Dalsmynni; Jósep í Stóru-Gröf; Þuríður.
Einar Guðbrandsson prests Sigurðssonar á Brjánslæk og s. k. h. Sigríðar Jónsdóttur prests á Gilsbakka. Var í fjögur ár aðstoðarprestur séra Þórðar Þorsteinssonar í Hvammi. Eftir það bjó hann fyrst á Brekku í Norðurárdal og síðar í Arnarholti í Stafholtstungum. Varð síðar prestur á Hjaltabakka og síðast á Auðkúlu.
Jón Magnússon (1773-1850) fékk kallið 1818. Foreldrar: Magnús sýslumaður Ketilsson í Búðardal og f.k.h. Ragnhildur Eggertsdóttir frá Skarði, Bjarnasonar. - „Þótti daufur í prestsverkum og undarlegur á skapsmunum, en búmaður mikill.“ - Kana: Guðrún Guðmundsdóttir sýslumanns í Svignaskarði, Keltilssonar (Þau bræðrabörn). Börn þeirra: Séra Magnús (Nordahl) í Meðallandsþingum; Ragnheiður, kona Guðmundar Teitssonar í Litla-Skarði í Stafholtstungum.
Búi Jónsson ( 1804-1848) fóstursonur séra Jóns Magnússonar prests í Hvammi og síðar aðstoðarprestur hans, „andríkur kennimaður, skemmtinn og gamansamur, skáldmæltur vel.“
Guðlaugur Sveinbjarnarson (1787-1874) fékk kallið 1848. Foreldrar: Sveinbjörn trésmiður Holt Arnórsson sýslumanns í Belgsholti, Jónssonar, og k. h, Helga Guðlaugsdóttir prests í Vatnsfirði, Sveinssonar. - Fékk Stað í Aðalvík 1817, Stórahraun 1826 og fluttist þaðan að Hvammi. Hætti prestskap 1854 vegna sjóndepru, fluttist að Kvíum, en síðar að Grímsstöðum í Reykholtsdal og dó þar. „Hann var fjörmaður, gamansamur og drykkfelldur í meira lagi, heldur illa að sér og daufur kennimaður.“ - Kona 1: Karítas Þorbjarnardóttir gullsmiðs á Lundum í Stafholtstungum, Ólafssonar. Börn þeirra: Sigurður silfursmiður á Brekku í Norðurárdal; Elísabet, kona Jóns Snorrasonar á Kálfalæk; Málmfríður, kona Odds söðlasmiðs í Fróðhúsum. Kona 2: Rannveig Guðmundsdóttir frá Hróksholti, ekkja Guttorms smiðs Einarssonar. Þau bl. Kona 3; Halldóra Jónasdóttir prests í Reykholti, Jónssonar. Var séra Guðlaugur þá orðinn alblindur. Þau bl.
Jón Þorvarðsson (1826-1866) fékk kallið 1854. Foreldrar: Séra Þorvarður Jónsson, síðast á Prestbakka á Síðu, og fyrsta kona hans, Anna Skúladóttir stúdents að Stóru-Borg, Þórðarsonar. - Fékk fyrst Breiðuvíkurþing, þá Hvamm, síðan Garða á Akranesi og síðast Reykholt og hélt til æviloka. Kona: Guðríður Skaftadóttir dbrm og smáskammtalæknis í Stöðlakoti í Rvík. Börn þeirra: Anna, kona Sigurðar hreppstjóra Ólafssonar á Hellulandi; séra Skafti á Hvanneyri; Guðný, kona Gunnars í Lóni Ólafssonar alþm. í Ási, Sigurðssonar.
Benedikt Kristjánsson (1824-1903) fékk kallið 1858. Foreldrar: Kristján dbrm. Jónsson á Illugastöðum í Fnjóskadal og k. h. Guðrún Halldórsdóttir á Reykjum í Fnjóskadal, Jónssonar. - Segir sjálfur svo frá, að hann hefði verið meira hneigður til smíða en bókar. Þó mikill náms- og gáfumaður. - Var prestur í Görðum á Akranesi, Hvammi og síðast í Múla (29 ár). Alþm. Þingeyinga 1875-79, N.Þing: 1881-85, S-Þing. 1886-91, Mýrarmanna 1893. Gæslustjóri Landsbankans 1890-98. „Var mjög áhugasamur um þjóðmál, átti manna mestan þátt í stofnun Kaupfélags Þingeyinga." Kona 1: Arnfríður Sigurðardóttir frá Grímsstöðum við Mývatn, Jónssonar. Dætur þeirra: Kristín María, kona Björns Jóhannssonar á Ljósavatni; Guðrún Emilía, kona Sigfúsar Magnússonar prests á Grenjaðarstöðum (fóru til Vesturheims). Kona: 2 Elínborg Friðriksdóttir prests Eggerz í Akureyjum, ekkja Páls alþm. Vídalíns í Víðidalstungu. Þau bl.
Benedikt Björnsson (1796-1873) fékk kallið 1860. Foreldrar: Séra Björn Benediktsson í Hítardal og k. h. Solveig Ásgeirsdóttir prests á Stað í Steingrímsfirði, Jónssonar. - Bjó fyrst eitt ár á hálfum Hvítárvöllum, síðan fimm ár í Knarrarnesi á Mýrum. Og víðar bjó hann þar til hann varð prestur. Fékk Fagranes 1839 og kom þaðan að Hvammi. Fékk lausn 1867, fluttist þá að Suðurkoti í Andakíl, en síðan aftur að Knarrarnesi, og andaðist þar. „Hann var með stærstu mönnum vexti, stórskorinn í andliti, stirður í róm, en góður prédikari og vandaði vel öll prestsverk, ekki drykkjugjarn, stilltur og viðfelldinn, gestrisinn og vel kynntur af sóknarmönnum sínum, búsýslumaður og mikill hestamaður.“ Kona: Þuríður Bjarnadóttir í Sviðholti, Halldórssonar. Hún bilaðist á geðsmunum, og þau slitu samvistir. Sonur þeirra: Bjarni, hreppstjóri í Knarrarnesi, Kona 2: Guðríður Gísladóttir prests í Hítarnesi, Guðmundssonar. Þau bl. Kona 3: Ingibjörg Jónsdóttir, hreppstjóra á Álftanesi á Mýrum, Bjarnasonar.
Þorvaldur (Gunnlaugur Þorv.) Stefánsson (1836-1884) fékk kallið 1868. Foreldrar: Séra Stefán Þorvaldsson i Stafholti og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir prests í Steinnesi, Péturssonar. Fékk Nesþing 1861, og kom þaðan að Hvammi, er hann hélt til æviloka. Kona l: Valborg Elísabet Sveinbjarnardóttir rektors, Egilssonar. Sonur þeirra Benedikt Gröndal, skáld og bæjarfógetaskrifari í Rvík. Kona 2: Kristín Jónsdóttir prests á Breiðabólsstað í Vesturhópi, Sigurðssonar. Börn þeirra: Arni, kennari á Akureyri; séra Jón prestur á Stað á Reykjanesi; Valborg Elísabet, kona Sigurðar stúdents Pálssonar á Auðshaugi á Barðaströnd. - Kristín, ekkja séra Þorvalds, átti síðar séra Bjarna Símonarson á Brjánslæk.
Jón Ólafur Magnússon (Jón 6.) (1856-1929) fékk kallið 1884. Foreldrar: Magnús Andrésson að Steiná og k.h. Rannveig Guðmundsdóttir að Mælifellsá, Guðmundssonar. - Fyrst prestur á Hofi á Skagaströnd, þá í Hvammi, síðan á Mælifelli og síðast á Ríp í Skagafirði. Fékk lausn 1904 vegna raddbilunar. Bóndi á Fróðá á Snæfellsnesi 1904-05, í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit 1905- 11, í Ögri í sömu sveit 1911-13. Dvaldist í Ameríku 1913-19, Flögu í Vatnsdal og Hamrakoti í A-.Hún. 1920-24, í Reykjavík eftir það. - Kennari við Barnaskóla Ólafsvíkur 1904-05. - Kona: Steinunn Guðrún Þorsteinsdóttir í Úthlíð, Þorsteinssonar. Synir þeirra: Þorsteinn, bankafulltrúi og skáld (Þórir Bergsson) og séra Magnús, guðfræðiprófessor.
Gísli Einarsson (1858-1938) fékk kallið 1887. Foreldrar: Einar bóndi í Krossanesi, Magnússon prests í Glaumbæ, Magnússonar, og k.h. Evfemía Gísladóttir bónda og sagnaritara Konráðssonar, síðast í Flatey á Breiðafirði. Séra Gísli var síðastur presta, er sat í Hvammi. Árið 1911 voru Stafholts- og Hvammsprestaköll sameinuð. Flutti þá séra Gísli að Stafholti og sat þar til ársins 1935, en þá fékk hann lausn frá embætti. Fluttist á næsta ári til Borgarness og dvaldist þar til æviloka. Sýslunefndarmaður Mýrasýslu frá 1892. Hreppsnefndarmaður í 12 ár og lengst af oddviti. Fulltrúi á Þingvallafundi 1907. Kona: Vigdís Pálsdóttir bónda og alþm. í Dæli í Víðidal.
Börn þeirra: Ragnheiður, kona Hermanns Þórðarsonar, kennara og bónda á Glitstöðum, síðast í Rvík; Sverrir, bóndi í Hvammi í Norðurárdal, formaður Stéttarsambands bænda, giftur Sigurlaugu Guðmundsdóttur frá Lundum; Evfemía, óg. í Rvík; Kristín, óg á Hvassafelli; Sigurlaug, gift Þorsteini Snorrasyni, bónda á Hvassafelli; Vigdís, kona Jóns læknis Blöndals í Stafholtsey, síðar forstöðukona í Rvík; Björn, bóndi í Sveinatungu, giftur Andrínu Guðrúnu Kristleifsdóttur frá Stóra-Kroppi.
7. Stafholt
í Stafholtstungum. Þar var Nikuláskirkja. Annexía er í Hjarðarholti.
Kirkjur voru fyrrum í Svignaskarði, Eskiholti og Stóru-Gröf, og eru þær af teknar eftir 1600, í Galtarholti er enn kirkja 1575, en er af tekin (fyrir) 1600, sömuleiðis í Arnarholti. Talað er enn um bænhús á Kaðalstöðum og í Grímstungu, en ekki mun þeirra getið í skjölum. Þá eru og sagnir um kirkju að Borg i Langavatnsdal.
Stein Þorvarðsson fékk kallið fyrir 1143.
Þórarinn Vandráðsson fékk kallið fyrir 1239.
Helgi fékk kallið fyrir 1325.
Bergur ...
Grímur ...
Einar … fékk kallið fyrir 1397.
Snorri … fékk kallið fyrir 1451?
Oddur Pétursson (á 15. öld) fékk kallið fyrir 1474.
Helgi Jónsson fékk kallið fyrir 1509.
Narfi Þorsteinsson (á 15. og 16. öld).
Freysteinn Grímsson (á 16. öld) fékk kallið 1530.
Jón Egilsson (d. 1619) fékk kallið 1571. Foreldrar: Egill Jónsson á Ingjaldshóli og k. h. „sem nefnd er Sigríður og síðar átti Jón Grímsson í Norðtungu.“ Hélt Stafholt til æviloka. „Hann virðist hafa verið atorkumaður og gætti vel réttinda Stafholtskirkju.“ - Kona: Valgerður Halldórsdóttir frá Saurbæ á Kjalarnesi, Ormssonar. Börn þeirra: Séra Högni, prestur í Stóra-Dal og Stafafelli; Halldór stúdent; Ingunn, kona Marteins Halldórssonar á Álftanesi; Sigríður, kona Guðmundar Guðmundssonar í Bæ og Norðtungu; Þórdís, átti fyrr Jón smið Pálsson í Tungu i Staðarsveit, en síðar séra Jón gamla Jónsson á Staðarhrauni; Guðrún, Eiríkur og Hildur.
Gísli Bjarnason ...
Gísli Oddsson fékk kallið 1621.
Sigurður Oddsson eldri (f. 1595-1675) fékk kallið 1623. Foreldrar: Oddur biskup Einarsson og k.h. Helga Jónsdóttir sýslumanns á Holtastöðum, Björnssonar. - Hélt Stafholt til æviloka. „Hann var einn hinn helzti kennimaður á sinni tíð.“ Kona 1: Hólmfríður Jónsdóttir sýslumanns á Galtalæk, Vigfússonar. Þau bl. Kona 2: Guðrún Jónsdóttir prests í Hítardal, Guðmundssonar (konungsleyfi vegna þremennings frændsemi 1635, - kostaði 200 rd.). Börn þeirra: Oddur stúdent; Gísli Skálholtsráðsmaður, séra Sigurður á Staðastað; Guðríður, kona Ólafs Hallgrímssonar í Síðumúla; Hólmfríður, kona séra Ólafs Jónssonar í Hítardal.
Páll Gunnarsson yngri (d. 1696) fékk kallið 1675. Foreldrar: Séra Gunnar Pálsson á Gilsbakka og þriðja kona hans, Þórunn Björnsdóttir í Stóra-Skógi, Guðmundssonar. Hélt staðinn til æviloka.
Gunnar Pálsson (1667-1707) fékk kallið 1696. Foreldrar: Séra Páll Gunnarsson eldri á Gilsbakka og k. h. Helga Eiríksdóttir á Fitjum, Oddssonar. - Var fyrst aðstoðarprestur föður síns á Gilsbakka, fékk Húsafell 1693 og kom þaðan að Stafholti. „Var illa kynntur, lá oft undir kærum, enda drykkfelldur, tók sér aðstoðarprest, gaf upp staðinn, settist að í Neðra-Nesi og andaðist þar úr bólunni miklu.“ - Kona: Guðríður Torfadóttir frá Flatey, Jónssonar. Synir þeirra: Páll stúdent í Fagurey; Jón og Gunnar.
Jón Jónsson (1680-1740) fékk kallið 1707. Foreldrar: Jón yngri sýslumaður Sigurðsson í Einarsnesi og k. h. Ragnheiður Torfadóttir prests í Gaulverjabæ, Jónssonar. Hélt staðinn til æviloka. „Hann var göfugur maður og ríklundaður, talinn frábær í prestsverkum, og þótti jafnan mikils um hann vert.“ - Kona 1: Kristín (konungsleyfi vegna tvímenningsfrændsemi) Guðmundsdóttir lögsagnara á Álftanesi, Sigurðssonar. Börn þeirra: Torfi stúdent; Ragnheiður, dó ung; Margrét f.k. séra Gísla Snorrasonar í Odda. Kona 2: Ragnheiður Gísladóttir í Mávahlíð, Jónssonar. Börn þeirra: Sigríður, átti fyrr Jón Ásmundsson á Breiðabólstað á Skógarströnd, varð síðar þriðja kona Boga Benediktssonar í Hrappsey; Jón sýslumaður á Móeiðarhvoli.
Sigurður Jónsson (um 1712-1766) fékk kallið 1740. Foreldrar: Jón Lögréttumaður Þorleifsson á Egilsstöðum á Völlum og k.h. Sesselja Jónsdóttir frá Héðinshöfða, Grímssonar. Fær allgóðan vitnisburð. Hélt staðinn til æviloka. - Kona:, Sigríður Markúsdóttir prests í Hvammi í Norðurárdal, Eiríkssonar. Börn þeirra: Séra Markús á Mosfelli í Mosfellssveit; séra Jón, aðstoðarprestur í Hítarnesi; Kristín, kona Hafliða borgara Helgasonar í Grundarfirði; Steinunn, kona Sigurðar Brandssonar í Mávahlíð og Stapa; Margrét, varð fyrst síðari kona Séra Jóns Steingrímssonar á Prestbakka á Síðu, síðan miðkona séra Þórðar Brynjólfssonar á Felli í Mýrdal.
Kristján Jóhannsson (1737-1806) fékk kallið 1766. Foreldrar: Séra Jóhann Kristjánsson á Mælifelli og k. h. Agnes Erlendsdóttir prests á Kvíabekk, Guðbrandssonar. „Hann var vel gefinn, kennimaður góður og söngmaður, gestrisinn, en undarlegur í geði og stundum óviðfelldinn, drykkjumaður mikill og þá drambsamur.“ Hann var skáldmæltur, orti erfiljóð og sálma. Eru tveir sálmar eftir hann í sálmabókinni frá 1945, nr. 504 og 522. - Kona: Sigríður eldri Stefánsdóttir prests á Höskuldsstöðum, Ólafssonar. Áttu þau eina dóttur, er dó á unga aldri.
Eiríkur Vigfússon (1747-1808) fékk kallið 1807. Hans er getið meðal Reykholtspresta.
Pétur Pétursson (1772-1837) fékk kallið 1808. Foreldrar: Pétur lögsagnari Pétursson í Syðri-Görðum (Hofgörðum) og k.h. Arndís Skaftadóttir lögréttumanns í Skógarnesi, Sigurðssonar. Hélt staðinn til æviloka.„“Hann fékk ágætt orð, góður læknir, vel auðugur.“ Kona: Sigþrúður Bjarnadóttir prests á Mælifelli, Jónssonar. Börn þeirra: Arndís, kona séra Friðriks Eggerz í Akureyjum; Kristján Pétur, dó í Stafholti nærri útlærður í Bessastaðaskóla.
Arngrímur Halldórsson (1808-1863) prests Magnússonar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og k. h. Guðrúnar Arngrímsdóttur prests á Melum, Jónssonar. Var eitt ár aðstoðarprestur séra Péturs Péturssonar í Stafholti. Séra Arngrímur var síðast prestur á Bægisá.
Böðvar Þorvaldsson (1787-1862) fékk kallið 1837. Foreldrar: Séra Þorvaldur skáld Böðvarsson, síðast prestur í Holti undir Eyjafjöllum, og miðkona hans, Guðrún Einarsdóttir lögréttumanns, Hafliðasonar. „Hann var skörulegur maður, búsýslumaður góður, mikill vexti, rammur að afli og starfsmaður, kennimaður góður, raddmaður í meðallagi, skáldmæltur, og er allmargt sálma og erfiljóða varðveitt eftir hann.“ Kona: Þóra Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar. Börn þeirra: Anna, f. k. Rögnvalds gullsmiðs Sigmundssonar í Innra-Fagradal; séra Þorvaldur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd (afi Haralds Böðvarssonar kaupmanns og útgerðarmanns á Akranesi); séra Árni á Eyri í Skutulsfirði; Pálína Guðrún, átti fyrr Guðmund Jónsson Salómonsen í Árnesi, síðar Lárus Sigurðsson í Háarifi; Hólmfríður, kona Þorláks St. Blöndals skrifara og skálds; Björn, gullsmiður í Fagradal; séra Þórarinn í Görðum á Álftanesi (Samdi Lestrarbók handa alþýðu, er kom út 1874, vel metin fróðleiksbók á sínum tíma); Þóra óg. - Kona 2: Elísabet Jónsdóttir prests í Steinnesi, Péturssonar.
Eggert Bjarnason (1771--1856) fékk kallið 1843. Foreldrar: Bjarni landlæknir Pálsson (1719-1779), var skipaður landlæknir, hinn fyrsti á íslandi, 1760, og k. h. Rannveig Skúladóttir landfógeta, Magnússonar. - Var á skóla árum sínum fylgdarmaður Sveins læknis Pálssonar í rannsóknarferðum hans um landið 1793--95. Fór víða, festi illa rætur. Fékk Klausturhóla 1799, Mosfell í Grímsnesi 1806, Stóru-Velli á Landi 1817, Saurbæjarþing 1837, Stafholt 1843, lét af prestsskap 1847. Fluttist þá að Stafholtsey, fór þaðan í húsmennsku að Efra-Nesi, var næstu þrjú árin í Stafholti, en að lokum aftur í Efra-Nesi og dó þar. „Hann var hraustur að afli, snar og hinn mesti fjörmaður, hestamaður mikill og drykkjumaður, og þá heldur vanstilltur, en hversdagslega gæflyndur, söngmaður góður, en daufur ræðumaður, hirðulítill um embætti sitt, enda lítt hneigður til prestskapar, skeytingarlítill í klæðaburði, ófríður sýnum, móleitur í andliti, meðalmaður að vexti, stundaði talsvert lækningar og bar gott skyn á þau efni.“ - Kona 1: Þorgerður Eyjólfsdóttir lögréttumanns að Skógtjörn, Jónssonar. Börn þeirra: Séra Bjarni í Garpsdal; Eyjólfur bókbindari; Jórunn, kona Geirs Guðmundssonar á Fremri-Brekku í Saurbæ; Melkjör í Efra-Nesi; Gunnar, við lyfjanám í Nesi, dó 1825; Guðrún, kona Jóns Gamalíelssonar í Lambhúsum á Álftanesi; Ingibjörg, óg. - Kona 2: Rannveig Guðmundsdóttir eldra í Fljótsdal í Fljótshlíð (dó 12 vikum eftir hjónabandið). Þau bl. _ Kona 3: Þórunn Gísladóttir í Hlíðarendakoti, Jónssonar. Börn þeirra: Rannveig, átti fyrr séra Magnús Nordahl í Meðallandsþingum, en síðar Gísla Magnússon í Rofabæ; Magnús, ókv. og bl. Steinvör, kona séra Magnúsar Gíslasonar í Sauðlauksdal; Gísli, hreppstjóri, síðast í Giljum í Hálsasveit; Eggþóra, síðari kona séra Andrésar Hjaltasonar á Lundi; Björg, kona Andrésar járnsmiðs Þórarinssonar í Holti í Stokkseyrarhreppi. „Svo er talið, að allar konur séra Eggerts hafi orðið geðveikar. “
Ólafur Pálsson (1814-1876) fékk kallið 1847. Foreldrar: Séra Páll Ólafsson í Guttormshaga og k. h. Kristín eldri Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti, Böðvarssonar. - Hann var lærdómsmaður mikill og stundaði ritstörf. Eru til eftir hann ýmsar þýðingar úr erlendum málum, sömuleiðis ræður og ritgerðir, kvæði og kvæðaþýðingar. - Eftir sjö ára prestsþjónustu í Stafholti varð hann dómkirkjuprestur í Rvík, fékk Mel 1871 og hélt til æviloka. R.af dbr. 1866. - Konungkjörinn alþm. 1867. Kona: Guðrún Ólafsdóttir dómsmálaritara í Viðey, Stephensens. Börn þeirra: Ólafía Sigríður, átti fyrr séra Pál Jónsson á Hesti, síðar séra Lárus Benediktsson í Selárdal; séra Páll í Vatnsfirði; séra Ólafur í Saurbæjarþingum; Theódór verzlunarstjóri á Borðeyri; Kristín, s. k. Böðvars í Hafnarfirði, Böðvarssonar; Þorvaldur á Þóroddsstöðum í Hrútafirði; Stefán, hreppstjóri á Brandagili; og Sigríður, kona Finnboga Jakobssonar á Fjarðarhorni í Hrútafirði.
Einar Sæmundsson (Einarsen) (1793-1866) fékk kallið 1855. Foreldrar: Séra Sæmundur Einarsson á Útskálum og f. k. h. Guðrún yngri Einarsdóttir lögréttumanns í Þrándarholti, Hafliðasonar. Kom að Stafholti frá Setbergi í Eyrarsveit og hélt til æviloka. „Var talinn vel gáfaður, en nokkuð ölkær á seinni árum, ræðumaður góður, hagorður, skemmtinn og vel látinn.“ Er nokkuð til eftir hann af ræðum og ritgerðum. - Kona: Kristjana Hansdóttir Wingaards Richdals, sem var norskur að ætt. Börn þeirra: Hans Wingaard; Hallfríður, kona Páls Einarssonar í Fagurey; Soffía Anna, kona Odds Jónassonar í Spjör í Eyrarsveit; Sigurður (Sæmundsen) , verzlunarstjóri, síðar kaupmaður; Sigríður; Metta, kona Markúsar prests Gíslasonar í Stafholti.
Markús Gíslason (1837-1890). Var aðstoðarprestur tengdaföður síns, séra Einars Sæmundssonar í Stafholti, og þjónaði í eitt ár eftir dauða séra Einars.
Stefán Þorvaldsson (1808-1888) fékk kallið 1866. Foreldrar: Séra Þorvaldur skáld Böðvarsson í Holti undir Eyjafjöllum og þriðja k. h. Kristín Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar (var séra Stefán hálfbróðir séra Böðvars, sem var prestur í Stafholti frá 1837). Fékk Knappsstaði 1835, Mosfell í Mosfellssveit 1843, Hítarnes 1855, að lokum Stafholt 1866. Lét þar af prestsskap 1886, og var þá blindur orðinn. R. af dbr. 1883. „Hann var dugnaðarmaður, skörungur og hestamaður mikill, glaðlyndur og vel látinn.“ - Kona: Ingibjörg Jónsdóttir prests á Höskuldsstöðum, Péturssonar (þau systkinabörn ). Börn þeirra: Séra Þorvaldur (Gunnlaugur Þorvaldur) í Hvammi í Norðurárdal; Jón, smiður í Neðra-Nesi; Elísabet, kona Björns trésmiðs Þorlákssonar í Munaðarnesi; Árni, dó 24 ára; Þórunn Sigríður Kristín, óg. og bl.
Stefán Jónsson, síðar sóknarprestur á Staðarhrauni vígðist aðstoðarprestur afa síns, séra Stefáns Þorvaldssonar í Stafholti og þjónaði eftir það um skeið sem settur sóknarprestur.
Jóhann Þorsteinsson (1850-1930) fékk kallið 1886. Foreldrar: Þorsteinn Helgason, bóndi á Grund í Svínadal, og k. h. Sigurbjörg Jónsdóttir prests á Auðkúlu, Jónssonar. - Vann í skrifstofum landfógeta og landshöfðingja 1879-1881, biskupsskrifari 1881-86. Hélt Stafholt í fjórðung aldar. „Var auðmaður. Gaf Mýrasýslu og Stafholtstungnahreppi 2 þús. kr. eftir sig.“ Skrifaði greinar í tímarit og sneri Biblíusögum á íslenzku. Kona: Elín Þorleifsdóttir ríka á Háeyri, Kolbeinssonar. Börn þeirra: Þóra og Leifur. (Leifur dó frá skólanámi, uppkominn ). Kona 2: Sigríður Þórðardóttir sýslumanns á Litla-Hrauni, Guðmundssonar. Þau bl.
Gísli Einarsson (1858-1938). Fluttist að Stafholti 1911. Áður getið meðal Hvammspresta. Lausn frá embætti 1935.
Björn Magnússon, prestur á Borg. Aukaþjónusta í Stafholts- og Hvammssóknum 1935-37.
Einar Guðnason, prestur í Reykholti. Aukaþjónusta Í Hjarðarholts- og Norðtungusóknum 1935-37.
Bergur Björnsson (f. 1905). Fékk kallið 1937. Foreldrar: Séra Björn Jónsson, prófastur á Miklabæ, Jónsson, og k.h. Guðfinna Jensdóttir bónda á Innri-Veðraá, Jónssonar. - Prestur á Breiðabólsstað á Skógarströnd 1931-37. Kom þaðan að Stafholti. Aukaþjónusta í Borgarprestakalli 1945-46. Stundakennari við Húsmæðraskólann á Varmalandi, nema veturinn 1950-51, er hann kenndi við Gagnfræðaskóla Akraness. Formaður Fræðsluráðs Mýrasýslu frá 1951. Kona: Guðbjörg Sigríður Pálsdóttir bátasmiðs og vélamanns í Rvík. Synir þeirra: Ragnar Heiðar og Guðmundur Páll.
Leó Júlíusson, prestur á Borg. Aukaþjónusta í Stafholtsprestakalli 1961-62 og 1966-69.
Rögnvaldur Finnbogason (f. 1927). Fékk kallið 1962. Foreldrar: Finnbogi verkamaður í Hafnarfirði, Jónsson, og k. h. Ingibjörg Magnússonar. - Framhaldsnám í trúarbragðasögu við Lundúnaháskóla 1952-53. Settur sóknarprestur í Skútustaðaprestakalli 1952, veitt Bjarnanes 1954, Hofsprestakall 1965, og er nú prestur á Seyðisfirði. Kona 1: Erla Gunnarsdóttir tónlistakennara í Rvík, Sigurgeirssonar. Börn þeirra: Hildur og Þrándur. - Kona 2: Kristín Sigurðardóttir skólastjóra Thorlaciusar.
Óskar H. Finnbogason (f. 1913), fékk kallið 1965. Foreldrar: Finnbogi Höskuldsson, bóndi í Skarfanesi á Landi, og k. h. Elísabet Þórðardóttir, bónda í Gröf í Hrunamannahreppi. - Kennari við íþróttaskólann í Haukadal 1940-41, við Miðbæjarskólann í Rvík 1946-47 og við Miðskólann í Borgarnesi 1955-58. Starfsmaður hjá tollstjóra í Rvík 1942-54. Veitt Staðarhraun 1954, búsettur í Borgarnesi. Nú prestur á Bíldudal. - Kona: Rakel Veturliðadóttir, verkstjóra á Ísafirði, Guðbjartssonar. Börn þeirra: Finnbogi, Guðrún Auður og Veturliði Gunnar.
Brynjólfur Gíslason (f. 1938) fékk kallið 1969. Foreldrar: Séra Gísli Brynjólfsson fyrr prófastur á Kirkjubæjarklaustri og k. h. Ásta Þóra Valdimarsdóttir skipstjóra á Akranesi, Kristmundssonar. - Stundakennari við Barnaskólann og Húsmæðraskólann á Varmalandi. - Kona: Áslaug Pálsdóttir bónda á Heiði í Mýrdal. Börn þeirra: Ásta og Margrét.
Þar sem nokkur lægð ríkti yfir umsókn presta um þetta brauð hin síðari ár, þá hefur fólkið í prestakallinu fagnað þeim ungu hjónum, sem nú hafa setzt þarna að, og vonar, að þau uni sér þar um langa ævi. Hafa þau þegar stofnað þarna aðlaðandi heimili í nýviðgerðu íbúðarhúsi.
Stafholt þótti löngum eftirsóknarvert prestakall. Er þar líka flest á einn veg: Staðurinn vel í sveit settur, fagur og frjósamur, engjalönd mikil út frá túni og laxveiðiár á báðar hliðar. - Kirkjan stendur þar á hæð, er Kirkjuhóll heitir, og ber hátt, svo að hana sér víðsvegar að úr héraðinu, og er raunverulega „á bjargi byggð.“
8. Borg
á Mýrum. Þar var Mikaelskirkja.
Annexía er Álftanes. Þar var Maríukirkja.
Kirkjur voru fyrrum að Hofsstöðum, löngu af tekin, á Ferjubakka og Lambastöðum, lagðar niður eftir 1600, og á Langárfossi og Álftárósi, teknar af með konungsbréfi 1765. Bænhús munu hafa verið á Ölvaldsstöðum og Álftárbakka, og talað er um bænhús á Brennistöðum og í Einarsnesi, þótt ekki sé þeirra getið í fornskjölum. Með lögum 27/2 1880 er Álftártungusókn lögð til Borgarprestakalls. Prestar í Borgarþingum sátu lengi á Ferjubakka. Með stjórnarráðsbréfi 13/3 1940 er Borgarsókn skipt í Borgar- og Borgarnessóknir.
Einar Skúlason fékk kallið fyrir 1143.
Bersi Vermundarson (hinn auðgi) fékk kallið 1201. Faðir? Vermundur Þorgilsson, Símonarsonar. Kona: Hróðný Þórðardóttir, er síðar fylgdi Þórði Sturlusyni. Dóttir Bersa prests var Herdís, fyrri kona Snorra Sturlusonar.
Jón Sölmundarson (á Álftanesi) fékk kallið fyrir 1397. jón Eyjólfsson fékk kallið fyrir 1531.
Þorleifur Eiríksson fékk kallið um 1536.
Kolbeinn Jónsson fékk kallið 1538.
Jón Freysteinsson ...
Þorvaldur Einarsson (á 16. öld). fékk kallið 1568. Bjó í Höfn. Kona: 1: Marsíbil. Sonur þeirra: Ólafur. Kona 2: Ragnhildur Pálsdóttir. Sonur þeirra: Guðmundur (Jörva-Gvendur).
Hallkell Stefánsson fékk kallið 1582. Faðir: Séra Stefán Hallkelsson í Laugardælum. - Kona: Sigríður Jónsdóttir prests í Hestþingum Magnússonar. Börn þeirra: Séra Jón, aðstoðarprestur föður síns; Hallur; Steinunn, kona séra Orms Narfasonar á Breiðabólstað á Skógarströnd. Kona 2: Guðrún Þórhallsdóttir í Stafnesi, Oddssonar. Sonur þeirra: Séra Stefán í Nesi við Seltjörn.
Ormur Narfason fékk kallið 1600. - Foreldrar: Narfi sýslumaður Ormsson í Rvík og Guðrún Magnúsdóttir á Espihóli, Brynjólfssonar. Kona: Steinunn Hallkelsdóttir prests (foreldrar nefndir hér næst á undan). Börn þeirra: Séra Jón „litli“ í Miðdalsþingum; Erlendur var á Vestfjörðum, raupsamur og fór með kukl; Erlendur (annar); Sigríður; Narfi; Sigurður og Haukur.
Erasmus Ormsson fékk kallið 1820. Foreldrar: Séra Ormur Þorvarðsson á Reynivöllum og k. h. Elísabet Ólafsdóttir Janssonar Bagges. Bjó á Ferjubakka. Kona: Guðrún Ólafsdóttir prests á Helgafelli, Einarssonar. - Börn þeirra voru þrjú.
Halldór Jónsson (d. 1670) fékk kallið um 1655. Foreldrar: Séra Jón Halldórsson í Kaupangi og k. h. Sigríður Jónsdóttir, Ásgrímssonar. - Bjó á Ferjubakka. Varð tvívegis að greiða sekt fyrir legorðssök og einu sinni vegna áfloga. - Kona 1: Guðrún Guðmundsdóttir prests á Stað á Reykjanesi, Jónssonar. Dætur þeirra: Sigríður, Þóra og Halldóra. Kona 2: Kristín Marteinsdóttir á Álftanesi, Halldórssonar. Barna ekki getið.
Hannes Björnsson (um 1631-1704) fékk kallið 1660. Foreldrar: Björn lögréttumaður Gíslason í Bæ í Borgarfirði og k.h. Ingibjörg Ormsdóttir sýslumanns í Eyjum, Vigfússonar. Bjó á Ferjubakka. Fékk Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og hélt til æviloka. „Hann var merkisprestur, skörulegur og oft siðamaður í meiri háttar brúðkaupsveizlum.“ Allmikið af ritum eru til eftir hann. Kona: Sigríður Jónsdóttir prests í Reykholti, Böðvarssonar. Börn þeirra: Sesselja, óg. og bl.; Þuríður, kona Eiríks á Ferstiklu Sigurðssonar (prests á Skorrastöðum); Björn; Þórunn, kona Jóns lögréttumanns Jónssonar í Laugardalshólum; Jón; séra Torfi í Saurbæ; Ingibjörg, dó í bólunni miklu.
Jón Halldórsson (d. 1692) fékk kallið 1668. Foreldrar: Séra Halldór Marteinsson á Álftanesi og k. h. Þórey Jóndóttir, Kolbeinssonar. - Bjó fyrst á Lambastöðum, síðar á Langárfossi. „Hann átti ljótar deilur við Vigfús Jónsson á Leirulæk“ (Leirulækjar-Fúsa). „Hann var mikillátur og rausnsamur, en talinn hviklyndur.“ Kona: Randíður Jónsdóttir í Hróarsholti, Loftssonar. Synir þeirra hétu Jón og Halldór.
Þorsteinn Þórarinsson (d. 1695) fékk kallið 1679. Foreldrar: Þórarinn lögréttumaður Illugason á Varmalæk og Hvítárvöllum og k h. Þorbjörg Gísladóttir á Hrafnabjörgum, Björnssonar (prests í Saurbæ í Eyjafirði). Bjó á Ferjubakka. Kona: Guðrún Bjarnadóttir prests í Grundarþingum, Hallssonar. Börn þeirra: Þórður; Sigurður, vinnumaður í Hjörsey; Páll á Skeljabrekku. Kona 2: Þórunn Þorsteinsdóttir frá Hlíð í Hörðudal, Sigurðssonar. Þau bl.
Jón Eyjólfsson eldri (um 1648-1718) fékk kallið 1681. Foreldrar: Séra Eyjólfur Jónsson á Lundi og k. h. Katrín Einarsdóttir í Ásgarði. Bjó á Langárfossi. Séra Jóns er getið meðal Gilsbakkapresta.
Auðunn Benediktsson (um 1675-1707) fékk kallið 1701. Foreldrar: Séra Benedikt Pétursson á Hesti og k. h. Guðrún Guðmundsdóttir. - Bjó á Borg og hélt staðinn til dauðadags. „Hann var gáfumaður, vel að sér, og hefur samið rím eftir nýja stýl.“ - Kona: Þóra Þorvarðsdóttir lögréttumanns í Bæ í Borgarfirði, Magnússonar. Börn þeirra: Séra Þorvarður í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd; Guðrún, ráðskona hjá séra Þorvarði bróður sínum. Ekkja séra Auðuns átti síðar séra Ólaf Jónsson í Miðdal.
Þórður Þórðarson (168~1738) fékk kallið 1708. Foreldrar: Þórður lögréttumaður Finnsson á Ökrum og k.h. Guðbjörg Jónsdóttir á Syðra-Rauðamel, Björnssonar. Bjó fyrst á Borg, síðar á Ferjubakka. Fékk Hvamm í Hvammssveit og hélt til dauðadags. Eftir hann er annáll og ættartölubók (í Lbs). Kona: Þorbjörg Eiríksdóttir prests á Lundi, Eyjólfssonar. Börn þeirra: Margrét, kona Jóns Sigurðssonar á Ingjaldshóli; Ragnhildur, kona Magnúsar Jónssonar ráðsmanns á Skarði; séra Eiríkur í Nesi; Guðrún, s. k. Ketils Jónssonar í Húsavík; Jón, drukknaði; Gunnar; Eyjólfur á Skerðingsstöðum; Guðmundur, guðfræðingur; séra Einar í Hvammi; Guðbjörg, óg., bl.
Þórhalli Magnússon (d. 1746) fékk kallið 1716. „Talinn bóndason af Seltjarnarnesi.“ Bjó fyrst á Borg, en síðar á Hamri. Hélt staðinn til dánardægurs. Fær sæmilegan vitnisburð, kenndi ýmsum skólalærdóm. - Kona. 1: Guðrún Gísladóttir Nikulássonar í Þingnesi, Einarssonar. Börn þeirra: Séra Magnús i Villingaholti; Jón; Helga, kona Gísla Björnssonar á Sandi í Kjós; séra Þórður í Saurbæ á Kjalarnesi; Kona 2: Bóthildur Egilsdóttir frá Kálfa læk, Finnssonar. Sonur þeirra: Séra Egill, prófastur í Bogense á Fjóni.
Illugi Halldórsson (um 1711-1770) fékk kallið 1747. Foreldrar: Séra Halldór Árnason á Húsafelli og k. h. Halldóra Illugadóttir prests í Grímsey, Jónssonar- Bjó á Hamri í Borgarhreppi meðan hann hélt Borgarþing. - Var tvívegis dæmdur frá kjóli og kalli fyrir hórdómsbrot og vegna óeirða í kvennamálum. „Hann var mjög fátækur jafnan, svo að hann fargaði jafnvel leigukúgildum sínum.“ Árið 1759 varð hann að hrökklast frá prestsþjónustu á Borg út af kvennasnatti, skildi þá við konu sína og fór að stunda sjóróðra um skeið. Var á þeim árum til heimilis á Krossi í Lundarreykjadal. Og enn varð kvennastúss honum að fótakefli. „Þá þótti svo hneykslanleg sambúð hans og húsfreyju þar ógiftrar,“ að sýslumaður skarst í það að tvístra þeim. Ævina endaði séra Illugi hjá bróður sínum, Bjarna sýslumanni á Þingeyrum. Sagt var um séra Illuga, að hann hefði verið „hraustmenni að burðum og talinn af samtímamönnum vel gefinn og mælskumaður.“ Kona: Sigríður Jónsdóttir, Steinssonar (biskups Jónssonar). „þótti heldur óráðsett.“ Börn þeirra: Björn; Guðmundur; Þorgeir og Jón; séra Árni á Hofi á Skagaströnd og Elín.
Friðrik Guðmundsson (um 1725-1812) fékk kallið 1759. Foreldrar: Guðmundur stúdent Ólafsson í Höfðabúð á Höfðaströnd, Kárssonar, og k. h. Sigríður Guðbrandsdóttir úr Hörgárdal, Jónssonar. -„Hann var vel gefinn og góður ræðumaður talinn, en jafnan mjög fátækur og hirðulítill um embættisrekstur og embættisbækur, enda drykkfelldur, en þó allvel liðinn.“ Lét af prestskap 1794,og fluttist þá að Lambastöðum á Mýrum. - Kona: Guðrún Torfadóttir prests á Stað í Súgandafirði, Ísleifssonar. Börn þeirra: Sigurður í Borgarholti; Guðmundur eldri; Sæmundur, var utan lands og stundaði brennivínsgerð; Guðmundur yngri; Málmfríður; Ebenezer á Lækjamóti í Víðidal; Sigríður eldri; Sigríður yngri, s. k. séra Bjarna Péturssonar á Ólafsvöllum Ragnhildur, kona Halldórs Hjálmssonar á Hermundarstöðum; Ástríður, kona Jóns Einarssonar á Kröggólfsstöðum.
Bjarni Pétursson Bjarnasonar í Bæ á Selströnd var aðstoðarprestur séra Friðriks Guðmundssonar 1778-1786.
Þórður Þorsteinsson prests Þórðarsonar í Hvammi í Hvammssveit, var aðstoðarpr. séra Fr. Guðmundssonar 1787-1792.
Jón Arngrímsson (1769-1798). Fékk kallið 1794. Foreldrar: Séra Arngrímur Jónsson á Melum og k.h. Ragnhildur Bjarnadóttir. - Skrifari hjá Skúla landfógeta Magnússyni í Viðey. Þegar hann fékk Borg, sat hann fyrsta veturinn á Álftanesi, en bjó síðan á Borg, og hélt staðinn til æviloka. Varð úti í kafaldsbyl rétt hjá heimili sínu. „Hann fékk mikið lof hjá samtíðarmönnum sínum fyrir gáfur og mannkosti, vel að sér og hagleiksmaður.“ Kona: Metta Níelsdóttir lögréttumanns Hjaltalíns í Hlíðarhúsum, Jónssonar. Hún átti síðar Davíð kaðlara Sörensen Grönager á Búðum. Hún barnlaus með báðum mönnum sínum.
Jón Magnússon (1750-1823) fékk kallið 1798. Foreldrar: Séra Magnús Pétursson á Höskuldsstöðum og k.h. Ásgerður Pálsdóttir prests að Upsum, Bjarnasonar. Bjó fyrst á Borg, síðan á Ferjubakka, en síðast á Kárastöðum og dó þar. „Hann var vel gefinn og vel metinn, en fátækur jafnan, enda lélegur búmaður.“ - Kona: Ólöf Pétursdóttir „prestamágs“ á Skúfsstöðum, Ólafssonar. Börn þeirra: Séra Pétur á Kálfatjörn; Kristín, kona Guðmundar Ólafssonar Snókdalíns; Sigríður, átti fyrr Guðmund Jónsson á Brennistöðum, síðar Ólaf Björnsson í Ferjukoti; Ingiríður, aldrei við karlmann kennd, kölluð „allra systir“, með því, að hún taldi sig í ætt við flesta meiri háttar menn, sem hún sá.
Pétur Jónsson (1778-1865) var aðstoðarprestur föður síns, séra Jóns Magnússonar á Borg, frá 1808-1823.
Páll Guðmundsson (1778-1846) fékk kallið 1823. Foreldrar: Guðmundur ökonomus Vigfússon og k.h. Guðrún Þorbjarnardóttir ríka í Skildinganesi, Bjarnasonar. „Talinn ekki mikill gáfumaður“, en fær þó lofsamlegan vitnisburð hjá biskupi, búmaður góður, hraustmenni hið mesta til burða og glíminn. - Kona: Helga Guðmundsdóttir prests á Stað í Hrútafirði, Eiríkssonar. Börn þeirra: Guðrún, kona séra Einars Sívertsens í Gufudal; Ingveldur og Sigríður, báðar ógiftar; Guðmundur sýslumaður í Arnarholti (d. 1886).
Guðmundur Vigfússon (1810-1870) fékk kallið 1846. Foreldrar: Vigfús á Signýjarstöðum Guðmundsson (ökonomuss Vigfússonar) og k. h. Guðrún Jónsdóttir prests og skálds Hjaltalíns (nefndur áður meðal Hvammpresta). - Kom að Borg frá Stóra-Núpi. „Hann var hirðumaður mikill og atorkusamur, mannkostamaður mikill og höfðinglyndur, enda vel stæður.“ Kona: Guðrún yngri Finnbogadóttir verzlunarmanns í Rvík, Björnssonar. Börn þeirra: Solveig átti systkinabarn sitt, Ingimund Jakobsson (prests Finnbogasonar) í Svaðbæli; Guðrún, f. k. Böðvars Böðvarssonar (prests á Mel, Þorvaldssonar), síðast í Hafnarfirði; Finnbogi á Tindum í Geiradal; Vigfús söðlasmiður; Arndís, kona Theódórs verzlunarmanns á Borðeyri, Ólafssonar; Rannveig Sigríður Dórothea, kona Jóns Jónssonar á Auðunnarstöðum; Þrúður Elísabet, seinni kona systkinabarns síns, Péturs á Stóru-Borg, Kristóferssonar, Finnbogasonar.
Þorkell Eyjólfsson (1815-1891) fékk kallið 1859. Foreldrar: Séra Eyjólfur Gíslason í Garpsdal og Miðdalaþingum og k. h. Guðrún Jónsdóttir prests og skálds á Bægisá, Þorlákssonar. - Eftir 15 ára prestsþjónustu að Borg, fékk hann Staðastað 1874, hætti prestskap 1890, fluttist þá að Búðum og andaðist þar. „Var vel að sér, kenndi mörgum undir skóla, vel virtur.“ - Kona: Ragnheiður Pálsdóttir prests í Hörgsdal (mikilhæfur maður og búsæll). Börn þeirra: Matthildur yfirsetukona, átti Magnús Jóhannesson á Sveinsstöðum; Eyjólfur, úrsmiður í Rvík; Páll, gullsmiður og málfræðingur, síðast í Rvík; Jón eldri, vestanpóstur; Guðbrandur, verzlunarmaður í Ólafsvík; Guðrún, kona Holgeirs kaupmanns Clausens; Bjarni, skipasmiður; Jón yngri dr. og þjóðskjalavörður (Fornólfur) í Rvík; Kjartan á Búðum og Fossi í Staðarsveit; Einar, rithöf. og skrifstofustjóri Alþingis.
Guðmundur Bjarnason (1816-1884) fékk kallið 1875. Foreldrar: Bjarni Símonarson í Laugardælum og k. h. Ragnheiður Guðmundsdóttir prests að Hrepphólum, Magnússonar. - Var prestur á ýmsum stöðum áður en hann fékk Borg, sem hann hélt til dauðadags. - Kona: Guðrún Þorkelsdóttir úr Rvík, Rafnssonar. Börn þeirra: Ragnheiður, kona Eyjólfs gullsmiðs Oddssonar í Rvík; Guðmundur í Einarsnesi; Ingibjörg; Margrét, kona Teits verzlunarmanns Ólafssonar í Rvík. Laundóttir séra Guðmundar: Kristín, kona Eyjólfs Ólafssonar í Sviðnum.
Árni Jónsson (1849-1916) fékk kallið 1884. Foreldrar: Jón Árnason á Skútustöðum og k. h. Þuríður Helgadóttir s. st. Ásmundssonar. - Hélt Borg í 4 ár. Til er eftir hann sálmur, ritgerðir og þýðingar. Alþm. Mýramanna 1886-91, alþm. Norður-Þingeyinga 1902-07, og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í héraði. R. af dbr. 1909. - Kona: Dýrleif Sveinsdóttir, bónda á Hóli í Höfðahverfi, Sveinssonar. Börn þeirra: Þuríður, gift Gustav Bergström, húsagerðarmeistara í Vesturheimi; Jón, dr. med., læknir í Seattle. Kona 2: Auður Gísladóttir, bónda á Þverá í Dalsmynni, Ásmundssonar. Börn þeirra: Dýrleif Þorbjörg, gift fyrr Skúla prófessor í Árósum, síðar Ásgeiri eftirlitsmanni Péturssyni; Þorbjörg Dýrleif, kennari í Rvik; Gísli, bóndi á Helluvaði við Mývatn; Þóra, kona Kristins yfirkennara Ármannssonar í Rvík; séra Gunnar, prestur í Kópavogi; Ingileif Oddný, kona Vilhjálms Þ. Gíslasonar, útvarpsstjóra í Rvík; Ólöf Dagmar, kona Hákonar borgardómara Guðmundssonar í Rvík.
Einar Friðgeirsson (1863-1929) fékk kallið 1888. Foreldrar: Friðgeir bóndi í Garði Olgeirsson og k. h. Anna Ásmundsdóttir bónda á Þverá í Dalsmynni, Gíslasonar. - Vígðist 1887 aðstoðarprestur séra Þorkels Bjarnasonar á Reynivöllum, fékk Borg ári síðar og hélt til æviloka, eða í 41 ár. Prófastur í Mýraprófasdæmi 1892-1902. Sýslunefndarmaður frá 1889. Starfaði að félagsmálum í héraði og var m. a. um skeið í stjórn Kaupfélags Borgfirðinga. Hann var fjölhæfur gáfumaður, ljóðelskur, og einnig var ljóðfákur hans léttur í spori og lék við tauminn. Birtust nokkur ljóð hans í Óðni undir dulnefninu „Fnjóskur“. Einnig eru eftir hann ritgerðir og þýðingar í tímaritum. Kona: Jakobína Hólmfríður Sigurgeirsdóttir bónda á Galtarstöðum ytri í Hróarstungu. Börn þeirra: Ólöf, óg.; Grímur, umsjónarmaður í Rvík; Geir, stud. mag.; Egill, bóndi á Langárfossi, síðar í Rvík; Þorlákur, skrif. í Rvk.
Björn Magnússon (f. 1904) fékk kallið 1929. Foreldrar: Magnús prófastur á Prestsbakka á Síðu Bjarnason og k.h. Ingibjörg Brynjólfsdóttir prests Jónssonar í Vestmannaeyjum. - Sóknarprestur að Borg í 17 ár. Prófastur í Mýraprófastdæmi 1935-45. Skipaður dósent við guðfræðideild Háskóla íslands 1945 og prófessor við sömu deild 1949. Auk þessa hefur hann gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum, verið afkastamikill rithöfundur, skrifað fjölda bóka auk ritgerða í ýmis tímarit. Félagi í Vísindafélagi Íslendinga. - Hefur unnið mjög mikið að bindindismálum, og var m. a. stórtemplar 1952-55. Kona: Charlotte Kristjana, dóttir Jóns Júlíusar afgreiðslumanns í Rvík, Björnssonar. Börn þeirra: Magnús, flugumferðarstjóri í Rvík; Dóróthea Málfríður; kona Birgis Ólafssonar, skrifstofumanns í Rvík; Jón Kristinn, verkfræðingur í Rvík; Ingi Ragnar Brynjólfur bankamaður i Rvík; Björn, doktor í guðfræði, í Rvík; Ingibjörg óg. í Rvík og Oddur Borgar.
Bergur Björnsson, prestur í Stafholti. Aukaþjónusta í Borgarprestakalli 1945-46.
Leó Júlíusson (f. 1919) fékk kallið 1946. Foreldrar: Sigurður Júlíus Sigurðsson, formaður í Bolungarvík, og k.h. Anna Guðfinna Guðmundsdóttir bónda á Bæ í Trékyllisvík, Guðmundssonar. Stundaði framhaldsnám í trúarheimspeki og trúarlífssálarfræði við Kaupmannahafnarháskóla í sept. 1951 - maí 1952. Settur til prédikunarstarfa í Hálsprestakalli sumarið 1944. Settur sóknarprestur í Hofsprestakalli í Álftafirði 1945. Fékk Borg ári síðar. Prófastur í Mýraprófastsdæmi 1961. Aukaþjónusta í Akrasókn frá 1965 og í Stafholtsprestakalli 1961-62 og 1966-69. - Séra Leó hefur um árabil haldið sunnudagaskóla fyrir börnin í Borgarnesi. Hefst sú stund kl. 11 f. h. hvern sunnudag vetrarlangt. --- Á þeim stundum er „frækorni sáð“ í fullri vissu þess, að upp vaxi meiður, er veitt geti skjól í næðingum lífsins, og að þar „velji sér athvarf hin saklausu börn.“ Skóla þennan sækja litlu börnin með ljúfu geði og leggja í einlægni fram skerf sinn í starfið.
Stundakennari við Gagnfræðaskóla Borgarness hefur séra Leó lengstum verið síðan haustið 1947, og við Bændaskólann á Hvanneyri veturinn 1955-56. - Kona 1: Gunnlaug Magnússon Baldvinsdóttir prentara í Rvík. Þau skildu. Bl.~ Kona 2: Anna Sigurðardóttir kaupmanns á Akranesi, Vigfússonar. Börn þeirra eru tvö: Jónína og Sigurður.
Borg á Mýrum býr að fornri frægð. Þar sat Skallagrímur og niðjar hans, er kallaðir voru Mýramenn. „Langmerkastur þeirra var Egill Skallagrímsson (um 900-980), frægur af kveðskap sínum og hreysti.“
Hér kemur einnig Snorri Sturluson við sögu í byrjun 13. aldar. Hann fékk Herdísar, dóttur Bersa prests hins auðga, og með henni veraldarauð mikinn. Sat hann staðinn í nokkur ár, áður en hann fluttist að Reykholti.
Telja má líklegt, að Borg sé meðal elztu kirkjustaða á landinu. Segir svo í Laxdælu, að Þorsteinn Egilsson hafi flutt lík Kjartans Ólafssonar að Borg, og að þar sé hann grafinn. „Þá var kirkja nývígð og í hvítavoðum,“ segir þar. Atburður sá gerist snemma á ll. öld. - Og Borg hefur allt til þessa dags verið talin til höfuðbóla.
Hverfum að lokum til okkar daga. Nú liggur fjölfarin leið þar við garð, og þegar vegfarandi lítur heim á staðinn, blasir við augum „hreint land og fagurt.“ Þar ræður smekkvísi og snyrtimennska ríkjum.
Þessi samantekt er tekin upp úr Kaupfélagsritinu, 27. hefti okt. 1970, 28. hefti des 1970 og 29. hefti jan 1971. Útgefandi Kaupfélag Borgfirðinga.
Höfundur samantektarinnar er skráður BJ - líklega Björn Jakobsson á Varmalæk.